Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 63

Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 63
3 4 5 6 7 8 9 Annað kvöld hefjast á BBC 1 sýningar á nýrri þáttaröð þeirra Dawn French og Jennifer Saunders sem báðar eru þekktar fyrir sjónvarpsverk sín. Í upphafi störfuðu þær sem skemmtikraft- ar í klúbbum en veldi þeirra óx hratt, bæði með leik í hinu þekkta gamanþáttaliði Fimm og síðan í þáttum undir eigin nafni. French lék síðan aðalhlutverk í kunnum þáttum um prest í smáþorpinu Dibley, meðan Saunders setti saman margar raðir um tísku- kvendin tvö í þættinum Absolu- tely Fabulous sem framleiddur var af BBC á árunum 1992 til 2005. Nýja þáttaröðin verður sú síðasta sem þær munu gera, en jafnframt er í vændum síðasta ferð þeirra um Bretlandseyjar þar sem þær munu koma fram á mörgum stöðum og verður slegist um miðana, því þær hafa á tveimur áratugum skapað sér einstaka stöðu í bresku þjóðlífi og ná vinsældir þeirra langt út fyrir bresku eyjarnar. French hefur boðað að hún hyggist setjast í helgan stein og segist sannfærð um að lífdagar hennar styttist, en hún hefur frá unga aldri átt við offituvandamál að stríða. - Síðasta serían Sigga Björg Sigurðardóttir mynd- listarkona opnar einkasýningu í New York í dag í Galerie Adler sem er á 27. stræti vestur í Chel- sea-hverfinu. Sýningu sína kallar Sigga „Paradox Parade“ en hún samanstendur af teikningum á pappír, teiknimynd og veggjamál- verkum. Sigga Björg er búsett í Glasgow og hefur starfsstöð sína þar þótt hún sýni víða. Hún útskrifaðist frá The Glasgow School of Art 2004 og hefur síðan haslað sér völl í sýningum víðsvegar um heim. Í kynningu Galeri Adler segir: „Okkur langar að kynna ykkur einhverjar þær undarlegustu verur sem þú hefur rekist á.“ Verkin sýna furðuverur af ýmsu tagi sem koma fram í ímyndun listamannsins, sumar minna á barnateikningar en allar eiga þær sameiginlegt að vekja með áhorf- andanum bros í kátleika sínum og kúnstugheitum. Sýningin stendur til loka október. Sigga sýnir í Chelsea Í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu Jóns Sveinssonar, Nonna, þessa merka rithöfundar og jesúíta- prests, en hann fæddist 16. nóv- ember árið 1857. Af því tilefni verður opnuð sýning honum og ferli hans helguð í Þjóðarbók- hlöðunni á laugardag. Kalla aðstandendur sýninguna „Pater Jón Sveinsson – en kallaðu mig Nonna“. Sýningin um Nonna lýsir merkilegu lífshlaupi hans í máli og myndum. Konur í Zontaklúbbi Akureyrar, sem reka Nonnahús á Akureyri, eiga veg og vanda að gerð sýningarinnar. Hún er sett upp í samvinnu við Þjóðdeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og stendur til 6. október. Sýningin verður einn- ig sett upp á Amtsbókasafninu á Akureyri og í Köln í Þýskalandi síðar á árinu. - Sýning um Nonna

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.