Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 66
Hinn gríski Hómer kallaði perur gjöf guðanna í Ódysseifskviðu sinni. Perur, sem flestir borða beint úr ávaxtaskál heimilisins, fara líka afar vel í mörgum matréttum. Þær má hægelda í krydd- uðu soði, og fara afar vel í eftirrétti í þeirri birtingarmynd. Ferskar perur smellpassa líka við ýmiss konar osta og og hnetur. Tíminn ræður því hversu mikið er færst í fang við framreiðslu þeirra. Perur má til dæmis fylla með osti, eða baka áður en osturinn kemur til sögunnar. Hins vegar má líka bera ferskar perusneiðar fram á brauði eða kexi ásamt gorgonzola og pekanhnet- um, geitaosti og möndum eða brie-osti og heslihnetum, svo eitthvað sé nefnt. Þessar blöndur má líka nota í skemmtileg salöt. Ef perur eru keyptar harðar út úr búð er um að gera að skella þeim í bréfpoka og bæta banana í hópinn. Það hraðar þroskunarferl- inu svo þær nái að verða sætar og mjúkar í tæka tíð. Gjöf guðanna Þykir gellur ekki geðslegar Prófaðu... ...að skipta einhverjum af kaffibollum dagsins út fyrir yljandi te. Úrvalið er þvílíkt að allir ættu að geta fundið eitthvað gómsætt við sitt hæfi, hvort sem um ræðir kamillute, grænt te, chai eða fjalla- grasate. Kvöldskólarnir fara nú flestir að kynna haustdagskrá sína, enda nám- skeiðshald rétt að hefjast. Kvöldskóli Kópavogs er á meðal þeirra sem bjóða upp á matreiðslunámskeið fyrir áhugafólk. Á meðal þeirra námskeiða sem boðið verður upp á í ár er gerð bauna-, pasta- og grænmet- isrétta, námskeið í suðræn- um réttum, hráfæði, matar- gerð fyrir karlmenn og námskeið í bökugerð. Þar læra nemendur að gera botna í hvers kyns bökur og elda allt frá sjávarréttaböku til eftirréttarböku. Hverjir þeir sem hafa hug á að sækja námskeið í mat- argerð ættu því að drífa sig í að kynna sér námskrár skól- anna. Námskeiðin hefjast Veitingastaðurinn Domo efnir til ostrudaga um helgina. Ragnar Ómarsson, yfirkokkur á Domo, sagði ætlunina vera að leyfa gest- um að kynnast ostrum, sem teljast ansi sjaldséðir hrafnar hér á landi. „Við ætlum að gefa öllum eina ostru. Það er mikil forvitni í kring- um þennan mat, svo við viljum leyfa fólki að smakka aðeins. Við munum ganga um með svakalegan bala og opna eina ostru fyrir þá sem þora,“ útskýrði hann. „Við verðum hins vegar líka með mis- munandi vinaigrettur með, svo fólk fái ekki bara sjóinn upp í sig,“ bætti hann við. Ragnari innan handar verður Alfreð Ómar Alfreðsson, mat- reiðslumeistari og kokkalandsliðs- maður. „Alfreð flytur ostrurnar inn sjálfur og við fáum þær beint frá Írlandi. Þetta getur ekki verið ferskara,“ sagði Ragnar. Þeim gestum sem kunna að meta ostr- urnar býðst svo að panta disk með fimm, sex eða tíu ostrum. „Svo verðum við með fimm rétta mat- seðil með smá ostruþema líka, fyrir þá sem hafa áhuga,“ benti Ragnar á. Ostrudagarnir standa yfir á föstudag og laugardag. Borðapant- anabók Domo er óðum að fyllast fyrir þá daga, svo þeir sem hafa áhuga á ostrusmakki þurfa að vera fljótir til. Aðrir þemadagar í haust verða villibráðardagar, humardag- ar og ástralskir dagar, áður en jóla- hlaðborðatíðin gengur í garð. Ostrudagar fyrir forvitna Matthías Hemstock tónlist- armaður hefur gaman af framandi matargerð. Hann eldar mið-austurlenskt fala- fel í risaskömmtum. „Ég hef aðallega áhuga á mat sem kallaðist einhvern tímann „exot- ískur“ hérna. Það er til dæmis taí- lenskur matur, indverskur og mex- íkóskur. Svo finnst mér mið-austurlenskur matur líka alveg rosalega fínn. Hann hentar grænmetisætum líka mjög vel, það er svo auðvelt að sleppa kjötinu í honum,“ sagði Matthías, en hann og fjölskylda hans borða aðallega grænmetisfæði. Á fimm manna heimili er í nógu að snúast, og því grípur Matthías oft til þess ráðs að elda stórar upp- skriftir í einu og frysta afgangana. „Fyrir utan falafelið geri ég stund- um pottrétti með kúskús eða chilli sin carne, úr baunum. Það dugar alveg í þrjár máltíðir fyrir okkur,“ sagði hann. Falafel-uppskriftin sem hann lætur lesendum Fréttablaðsins í té dugar því fyrir allt að tólf manns. „Þetta er dálítil fyrirhöfn, af því að maður þarf að djúpsteikja bollurn- ar,“ sagði Matthías. Hann byrjar á því að brúna kryddin á pönnu, en segir lítið mál að nota duft í stað- inn. Til að djúpsteikja bollurnar þarf ekki annað en góða steikarp- önnu og bragðlitla olíu. „Ég nota wok-pönnu, og ég held að það þurfi svona um fjóra sentímetra af olíu,“ útskýrði Matthías. Í næstu viku leggur hann land undir fót með Rússíbönunum. „Öll næsta vika er undirlögð í Tónlist fyrir alla á Vesturlandi. Við verð- um sveimandi um sveitirnar á dag- inn, þegar við heimsækjum skóla, og svo spilum við fyrir fullorðna fólkið á kvöldin. Þetta er alvöru tónleikaferðalag,“ sagði Matthías og hló við. Kjúklingabaunir lagðar í bleyti yfir nótt. Allt maukað í matvinnslu- vél. Gott er að byrja á öllu nema baununum, blandan svo sett í stóra skál. Baunir maukaðar og blandað vel saman við kryddblönduna, helst í hrærivél. Cayenne-pipar má sleppa til að milda réttinn. Olía hituð við meðalháan hita þar til byrjar að krauma vel í kringum deigið. Bollur formaðar með tveim- ur matskeiðum, settar beint í olíu. Steikið eins margar og komast fyrir. Steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Látið þorna aðeins á pappír eða grind. Berið fram með pítubrauði og grænmeti, s.s. agúrkum, tómötum og salatblöðum. Íslensk pítusósa, sýrður rjómi, baba ghanoush og chilliolía fer allt mjög vel með. Falafel má frysta og hita svo upp í ofni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.