Fréttablaðið - 06.09.2007, Side 71
Hljómsveitin The Klaxons
vann hinn virtu Mercury-
verðlaun í Bretlandi fyrir
plötu ársins, frumraunina
Myths of the Near Future.
Bar hún nokkuð óvænt sig-
urorð af Amy Winehouse,
Arctic Monkeys, Dizzee
Rascal og Bat For Lashes
sem höfðu einnig verið
tilnefnd.
Söngvari The Klaxons, Jamie
Reynolds, sagði að sveitin hefði
átt skilið að vinna Mercury-verð-
launin frekar en Winehouse vegna
þess að á plötunni hennar væri
fortíðarhyggjan í fyrirrúmi en á
þeirra væri meiri framtíðarbrag-
ur. Meðlimur dómnefndarinnar
var á sama máli: „Þessi plata hefði
aðeins getað verið samið í Bret-
landi og aðeins á þessum tíma.
Þetta er mjög heilsteypt plata,“
sagði hann.
The Klaxons var stofnuð fyrir
tveimur árum. Spilaði sveitina á
síðustu Airwaves-hátíð í Hafnar-
húsinu við góðar undirtektir. Fyrir
sigurinn fær hún rúmar tvær og
hálfa milljón króna í sinn hlut.
Amy Winehouse, sem hefur átt
við vímuefnavandamál að stríða,
söng á hátíðinni lagið A Losing
Game. Var þetta í fyrsta sinn sem
hún kom fram opinberlega í
nokkrar vikur og var eftirvænt-
ingin því mikil á meðal áhorf-
enda. Stóðst hún pressuna auð-
veldlega og þótti komast ákaflega
vel frá sínu.
Reggísveitin Hjálmar er síður en
svo dauð úr öllum æðum því hún hóf
upptökur á sinni þriðju plötu síðast-
liðinn sunnudag. „Við erum komnir
með níu lög sem við erum búnir að
taka upp sem grunna,“ segir Guð-
mundur Kristinn Jónsson, gítarleik-
ari Hjálma. Stefnt er á að upptöku-
lotan standi yfir í tvær vikur og er
útgáfa fyrirhuguð í október.
Guðmundur býst við því að platan
verði nokkuð öðruvísi en hinar tvær,
þó svo að reggíið verði áfram í fyr-
irrúmi. „Í grunninn er þetta reggí
en menn hafa leyfi til að gera eitt-
hvað annað.“
Hjálmar ætla að frumflytja efni af
nýju plötunni á haustfagnaði á Nasa
á föstudagskvöld. Húsið verður
opnað á miðnætti og er frítt inn.
Hjálmar í upptökum