Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 72
FH-ingurinn Ásgeir
Gunnar Ásgeirsson er leikmaður
15. umferðar Landsbankadeildar
karla að mati Fréttablaðsins. Þetta
er í annað skiptið sem hann hlýtur
þá nafnbót en í bæði skiptin er það
frammistaða hans gegn KR sem
dregur það besta fram í honum.
„Ég svo sem veit ekki hvað veld-
ur þessu,“ sagði hann í léttum dúr.
„Okkur FH-ingum hefur gengið
vel með KR og þetta er kannski
hluti af því.“
Ásgeir Gunnar skoraði þrennu í
5-1 sigri FH-inga á KR á Kapla-
krikavelli. Það er í fyrsta skiptið í
efstu deild í sumar sem leikmaður
nær þrennunni.
Annars hefur Ásgeir Gunnar
farið mikinn undanfarinn mánuð í
bæði deild og bikar. Hann hefur
skorað sex mörk í jafn mörgum
leikjum sem þykir auðvitað sér-
staklega gott fyrir miðvallarleik-
mann. Hann skoraði til að mynda í
bæði fjórðungs- og undanúrslitum
bikarsins. Í fyrrnefnda leiknum
tryggði hann sínum mönnum sigur
á lokamínútunum í spennandi leik
gegn Val.
Til að kóróna góða frammistöðu
var hann svo valinn í landsliðshóp-
inn sem mætir Spáni og Norður-
Írlandi í undankeppni EM. Eyjólf-
ur Sverrisson landsliðsþjálfari
sagði við það tilefni að hann væri
mjög hrifinn af Ásgeiri Gunnari
og að ekki margir leikmenn eins
og hann væru til á Íslandi.
„Þetta hefur auðvitað verið
mjög skemmtilegt í sumar enda er
meiri spenna í deildinni nú en und-
anfarin ár,“ sagði Ásgeir Gunnar.
„Fallbaráttan er líka mjög spenn-
andi og mikið í húfi fyrir mörg
lið.“
FH á tvo erfiða leiki fyrir hönd-
um í deildinni í næstu umferðum,
fyrst gegn Breiðabliki á útivelli og
svo gegn Val á heimavelli. Sigur í
þessum leikjum færir liðinu
Íslandsmeistaratitilinn í fjórða
skiptið í röð.
„Þetta eru einfaldlega úrslita-
leikir fyrir okkur. Breiðablik eiga
harma að hefna síðan í bikarleikn-
um og svo kemur hreinn úrslita-
leikur móti Val. Við erum þó róleg-
ir og hugsum um einn leik í einu.“
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði fyrstu þrennu sumarsins í 5-1 sigurleik FH á
KR. Hann er leikmaður 15. umferðar Landsbankadeildar karla að mati Frétta-
blaðsins en hann hefur farinn mikinn undanfarin mánuð í bæði deild og bikar.
Stórsigrar Vals og FH gefa tóninn
Aga- og úrskurðarnefnd
KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að
ávíta Guðjón Þórðarson og Magn-
ús Gylfason fyrir ummæli sín og
sekta knattspyrnudeildir ÍA og
Víkings um 10.000 kr. vegna
þeirra. Þá ákvað nefndin einnig
að veita Leifi Garðarssyni og Ólafi
Helga Kristjánssyni áminningu
vegna ummæla þeirra. Allt þetta
gerðist efrir leiki liðanna í 14.
umferð Landsbankadeildar karla.
Fréttablaðið heyrði viðbrögð
þriggja þjálfara við þessu en ekki
náðist í Guðjón Þórðarson í gær.
„Ég hef viðurkennt og beðist
afsökunar á því að hafa haldið því
fram að dómarinn hafi ætlað að
gefa okkur þetta rauða spjald. Ég
átti því von á áminningu og það
kemur ekki á óvart að þeir hafi
sektað því þeir hafa gert það áður.
Mér finnst það samt ótrúlega
skrýtið að mín gagnrýni skuli vera
talin sams konar og sú hjá Guðjóni
Þórðarsyni sem gaf í skyn að tveir
af þremur dómurum leiksins á
móti KR hafi verið KR-ingar,“
sagði Magnús Gylfason, þjálfari
Víkinga.
„Ég tek þessu bara og það má
vel vera að maður hafi aðeins farið
yfir strikið í einum ummælum
eftir leikinn,“ sagði Leifur Garð-
arsson, þjálfari Fylkis, og bætti
við: „Þessi úrskurður fær mann til
þess að velta vöngum yfir því
hvort þjálfarar eigi ekki að fá að
lágmarki tíu mínútur eftir leik
áður en þeir tjá sig. Þá væri til að
mynda hægt að halda sameigin-
legan blaðamannafund.“
„Ég sætti mig við niðurstöðuna
og geri ekkert í henni en mér
finnst orðalagið í athugasemdinni
um að ég hafi skaðað ímynd
íslenskrar knattspyrnu vera virki-
lega stór orð. Eftir stendur að ekki
hefur verið tekið á kjarna málsins
en ég vona að það verði gert því
dómararnir eru gríðarlega stór
þáttur af leiknum. Það vilja það
allir og dómararnir örugglega líka
að þeim verði líka veitt aðhald.
Þjálfararnir eru kannski ekki þeir
sem eiga að veita þeim aðhald en
spjótin beinast að þeim strax eftir
leikina. Ef við megum ekki benda
á það sem okkur finnst fara miður
þá vonast ég til þess að tekið verði
á kjarna málsins í framtíðinni,“
sagði Ólafur Kristjánsson, þjálf-
ari Breiðabliks.
Guðjón og Magnús fengu báðir sektir
Færeyski knattspyrnu-
maðurinn Símun Samuelsen gekk
ekki til liðs við norska 1. deildar-
liðið Sogndal eins og greint var
frá á dögunum. Félagaskipta-
glugganum var lokað 31. ágúst en
á síðustu stundu var hætt við að
Símun færi til Sogndal. Þess í
stað var hann lánaður frá
Keflavík til Notodden sem einnig
leikur í norsku 1. deildinni.
Lánssamingur Símuns gildir til
áramóta.
Skipti um félag
á elleftu stundu
HK/Víkingur og Aftur-
elding unnu sér í gær sæti í
Landsbankadeild kvenna með því
að bera sigurorð af andstæðing-
um sínum í undanúrslitum
úrslitakeppni 1. deildarinnar.
HK/Víkingur vann 5-1 sigur á
Hetti og samanlagt 9-4. Völsung-
ur, sem vann góðan 3-2 sigur á
Aftureldingu í Mosfellsbæ í fyrri
leik liðanna, varð að játa sig
sigrað í gær á Húsavík, 3-0.
Mosfellingar unnu samanlagt 5-3.
Tvö lið komast upp í efstu deild
kvenna en aðeins eitt fellur úr
deildinni. Það er vegna þess að
liðunum í deildinni verður fjölgað
úr níu í tíu næsta tímabil.
HK/Víkingur og
Afturelding upp
Litháen tryggði sér
sigur í sínum riðli með 84-80 sigri
á Þýskalandi í Evrópukeppni
landsliða í gær en bæði liðin voru
ósigruð fyrir leikinn.
Sarunas Jasikevicius fór fyrir
sínum mönnum í Litháen en hann
var með 15 stig og 10 stoðsend-
ingar. Dirk Nowitzki var með 28
stig fyrir Þýskaland og er
stigahæsti leikmaður riðlakeppn-
innar með 29 stig að meðaltali í
leik. Leikurinn var gríðarlega
mikilvægur því úrslitin í honum
fylgja liðunum inn í milliriðilinn.
28 stig frá Dirk
dugðu ekki
Íslandsmeistarar Vals
munu á morgun og á laugardag
mæta Viking Malt frá Litháen í
forkeppni Meistaradeildar
Evrópu.
Báðir leikirnir fara fram í
Vodafone-höllinni en leiktíma
síðari leiksins hefur verið breytt.
Honum var flýtt um klukkutíma
og hefst klukkan 17.30.
Leiktíma breytt