Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 2
„Ungir sjálfstæðismenn
telja tímabært að taka til alvar-
legrar skoðunar kosti og galla þess
fyrir íslenskt hagkerfi, almenning
og athafnalíf, að halda úti eigin
mynt.“
Svo segir í ályktun sem sam-
þykkt var á þingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna á Seyðisfirði um
helgina.
Þórlindur Kjartansson, nýr for-
maður SUS, segir gjaldmiðil vera
tæki til að auðvelda fólki að eiga
viðskipti sín á milli en ekki hluta af
menningu. Íslenska hagkerfið hafi
vaxið svo mikið að aðrir kraftar
séu farnir að verka á það en áður
og því hljóti að koma til endurskoð-
unar hvort eðlilegt sé að halda úti
eigin mynt. Hann segir SUS ætla
að móta eigin hugmyndir í málinu
og leggja til umræðunnar.
Í ályktuninni segir að nauðsyn-
legt sé að skoða fordómalaust hvort
íslenska krónan sé að einhverju
leyti orðin viðskiptahindrun enda
sýni reynslan að veruleg óvissa og
kostnaður fylgi því að eiga við-
skipti í jafn sveiflukenndri mynt
og raunin sé. Erlend fjárfesting í
íslensku atvinnulífi sé minni en
ella og mikill vaxtamunur auki
kostnað fyrir fólk og fyrirtæki og
geri íslensku krónuna berskjald-
aða gagnvart spákaupmennsku.
Þá er áhrifamáttur peningamála-
stefnu Seðlabankans dreginn í efa
enda geti stór hluti íslenskra fyrir-
tækja fjármagnað rekstur sinn í
annarri mynt en íslensku krón-
unni.
Þórlindur segir stofnanir Sjálf-
stæðisflokksins ekki áður hafa
stigið jafn stórt skref í átt að opin-
skrárri umræðu um krónuna og
býst við jákvæðum undirtektum í
þingliði flokksins. „Ég held að allir
geti verið sammála um það grund-
vallarsjónarmið að peningar séu til
að auðvelda mönnum að eiga við-
skipti og ef í ljós kemur að íslenska
krónan er orðin hindrun og að fyr-
irtæki geti ekki stækkað get ég
ekki ímyndað mér annað en að
fyrir þessu sé hljómgrunnur.“
Skoða hvort krónan
sé viðskiptahindrun
Ungir sjálfstæðismenn segja mörg rök hníga að því að kostnaðarsamt sé fyrir
Íslendinga að halda úti eigin gjaldmiðli og vilja að kostir og gallar krónunnar
verði metnir. Þeir efast um áhrifamátt peningamálastefnu Seðlabankans.
Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, brá sér
í gær í hlutverk „bensíntitts“ –
eða öllu heldur „etanóltitts“ – með
því að dæla sjálfur fyrstu
tankfyllinni af lífetanóli á bíl á
Íslandi.
Í ávarpi við þetta tækifæri á
eldsneytisstöð Olís við Suður-
landsbraut sagði forsetinn að með
vígslu fyrstu etanóldælunnar á
Íslandi væri stigið mikilvægt
skref í átt að því að Íslendingar
öxluðu frekari ábyrgð á því að
draga úr mengun frá bílaflotan-
um og að gera íslenskt hagkerfi
minna háð olíuinnflutningi.
Skoraði forsetinn á þjóðina að
taka þátt í þjóðarátaki til að
„kveðja olíuna og bensínið“.
Það eru Olís og Brimborg sem
standa að innleiðingu lífetanól-
tækninnar hérlendis.
Sjö merkilegustu
mannvirki Vestfjarða voru
útnefnd á fundi dómnefndar um
helgina. Auglýst hafði verið eftir
tilnefningum frá almenningi í
sumar, og bárust tillögur um
tæplega sjötíu mannvirki.
Útnefnd voru Síldarverksmiðj-
an í Djúpavík, jarðgöngin á
Arnarnesi við Ísafjarðardjúp,
gamla sjúkrahúsið á Ísafirði,
garðurinn Skrúður við Núp í
Dýrafirði, vegurinn út í Svalvoga,
mannvirki Samúels Jónssonar í
Selárdal og þorpið Flatey á
Breiðafirði. Á næstunni verður
gefinn út bæklingur um mann-
virkin handa ferðalöngum.
Útnefndu sjö
merk mannvirki
Geir H. Haarde
forsætisráðherra hóf opinbera
heimsókn til Svartfjallalands í
gær. Í ferðinni, sem lýkur á
morgun, fundar
hann meðal annars
með Filip Vujan-
ovic, forseta
landsins, Zeljko
Sturanovic forsæt-
isráðherra, Milan
Rocen utanríkisráð-
herra og Ranko
Krivapovic, forseta
þjóðþingsins.
Ísland varð fyrsta
ríkið til að viður-
kenna sjálfstæði Svartfjallalands
hinn 8. júní 2006, fimm dögum
eftir að þjóðin lýsti yfir eigin
sjálfstæði. Stofnað var til
stjórnmálasambands milli Íslands
og Svartfjallalands 26. september
sama ár.
Geir Haarde til
Svartfjallalands
Sænski skopmynda-
teiknarinn Lars Vilks, sem hefur
fengið morðhótanir frá al-Kaída
samtökunum, sagðist í gær vera
búinn að fá fulla lögregluvernd.
„Ég má ekki lengur
búa heima hjá mér.
Ég hef bara fengið
að ná í nokkra
hluti,“ sagði Vilks,
sem ávann sér reiði
öfgamúslima fyrir
að teikna skopmynd
af Múhameð
spámanni.
Á laugardaginn lagði Abu Omar
al-Baghdadi, leiðtogi al-Kaída í
Írak, fé til höfuðs honum og
ritstjóra héraðsblaðsins Nerikes
Allehanda, þar sem skopmyndin
var fyrst birt.
Fær nú fulla
lögregluvernd
„Sigrún, öskrar músin nú?“
Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri höfuðborgarsvæðis-
ins, vill láta endurskoða reglur um
opnunartíma skemmtistaða í
miðborginni. Í ávarpi á Miðborgar-
þingi í gær lagði
hann til að skemmti-
stöðum yrði lokað
klukkan tvö.
„Við erum að
kalla eftir því að
það sé mótuð skýr
stefna borgaryfir-
valda um mannlíf í
miðborginni; hversu
margir skemmti-
staðir skuli vera þar, hversu lengi
þeir skuli vera opnir og hvernig
eigi að svala skemmtanaþörf
Íslendinga,“ segir hann.
Á þinginu sagði Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgarstjóri einnig
að löggæslumyndavélum í
miðborginni verði fjölgað um átta
með það í huga að efla öryggi
borgara enn frekar.
Vill endurskoða
opnunartíma
Lagt er til að hér verði
komið á flötu skattkerfi sem í sér
feli lækkun skatta og afnám hliðar-
skatta í einni af 90 tillögum Við-
skiptaráðs Íslands um umbætur í
viðskiptaumhverfi hér. Ráðið fagn-
aði í gær 90 ára afmæli sínu.
Björgvin G. Sigurðsson, við-
skiptaráðherra, fagnaði tillögum
ráðsins í pallborðsumræðum á
afmælishátíð Viðskiptaráðs í gær.
Hann segir að hér beri að stefna að
flötum skatti, enda væri slíkt fyrir-
komulag það besta fyrir bæði ein-
staklinga og fyrirtæki.
Finnur Oddsson, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs, kynnti tillög-
urnar níutíu sem miða eiga að auk-
inni samkeppnishæfni landsins.
Hann hvetur stjórnvöld til að móta
skýra framtíðarsýn sem miði að því
að styrkja allar stoðir íslensks hag-
kerfis. Tillögurnar eru fram settar í
níu efnisköflum þar sem fjallað er
um stefnu og langtímamarkmið,
stjórnsýslu, skattaumhverfi, fjár-
mál hins opinbera, vinnumarkað og
lífeyrismál, viðskiptaumhverfi og
fjármálaþjónustu, mennta- og heil-
brigðismál og atvinnumál.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra, Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra
og Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra veittu skýrslu
Viðskiptaráðs viðtöku fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar og tóku þátt í
pallborðsumræðum þar sem efni
hennar og tillögur voru ræddar.
Ráðherra styður flatan skatt
Portúgalskur dómari
hefur synjað beiðni lögreglunnar
um að kalla Gerry og Kate
McCann til Portúgals í frekari
yfirheyrslu. Dómarinn ætlar í
staðinn að senda bresku lögregl-
unni lista með spurningum og
biðja hana um að yfirheyra
hjónin.
Portúgalska lögreglan kannar
nú sjúkrasögu Madeleine og
einnig sjúkrasögu móður hennar,
Kate McCann.
Móðurina er verið að skoða
vegna fregna um þunglyndi.
Sjúkrasagu Madeleine er skoðuð
vegna gruns um ofnæmi fyrir
svefnlyfjum.
Madeleine McCann hvarf af
hótelherbergi fjölskyldu sinnar í
Algarve í Portúgal 3. maí
síðastliðinn.
Ekki aftur til
Portúgals