Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 8
Samson Properties
hefur átt í viðræðum við Lista-
háskóla Íslands (LHÍ) um hugsan-
leg kaup á svokölluðum Frakka-
stígsreit, sem afmarkast af
Laugavegi og Hverfisgötu, Frakka-
stíg og langleiðina vestur á Vita-
stíg.
Samson er fasteignaþróunar-
félag í eigu Björgólfs Guðmunds-
sonar, formanns bankaráðs Lands-
banka, og sonar hans, Björgólfs
Thors, eiganda Actavis. Félagið á
húsnæði kvikmyndahússins Regn-
bogans við Hverfisgötu og Vegas,
nektardansstaðar við Frakkastíg,
ásamt flestum lóðum þar á milli.
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
LHÍ, neitar þessu
ekki, en segir
erfitt að upplýsa
um þessar hug-
myndir, sem séu
skammt á veg
komnar. Allar
slíkar fram-
kvæmdir yrðu í
nánu samráði við
stjórnvöld og
Reykjavíkur-
borg.
„Það hefur
alltaf verið stefna Listaháskólans,
frá því hann var stofnaður, að vera
í miðbænum. Skólinn hefur fengið
lóð frá Reykjavíkurborg í Vatns-
mýrinni og við getum annað hvort
byggt þar eða notað hana til að
útvega okkur aðra lóð,“ segir
Hjálmar og minnir á að enn sé
óvissa um framtíð Reykjavíkur-
flugvallar og þar af leiðandi um
aðstöðu fyrir skólahald í Vatns-
mýri.
LHÍ þarfnast húsnæðis sem er
milli 13.000 og 14.000 fermetrar að
stærð. Spurður um húsin sem fyrir
eru á svæðinu, segir Hjálmar of
snemmt að ræða útfærslu bygg-
ingarinnar.
„Við höfum gengið út frá því að
byggja nýtt hús yfir skólann, en
ekki endurgera gömul. Skólinn
hefur hins vegar ekki áhuga á því
að ryðja verðmætri borg og byggð
í burtu, þannig að ef mikil
verðmæti felast í þessum húsum
höfum við ekki áhuga á því,“ segir
Hjálmar.
Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður
Samson Properties, staðfestir
þetta og segir viðræðurnar lið í
viðleitni félagsins til að finna
heildstæðar lausnir sem styrki og
efli miðbæinn.
Of snemmt sé að ræða málið af
nákvæmni eða segja nokkuð um
framtíð einstakra húsa.
Á reitnum sé möguleiki á
talsvert stórri byggingu. „En það
er alveg ljóst að menn gera ekkert
nema með virðingu fyrir sögunni
og viðhorfum borgarbúa,“ segir
hann.
En það er alveg ljóst að
menn gera ekkert nema
með virðingu fyrir sögunni og
viðhorfum borgarbúa.
Hvaða bandaríski embættis-
maður sagði nýlega að Íraks-
stríðið snerist um olíu?
Hvað heitir leikkonan sem
stofnaði Útvarpsstöðina Ólínu á
dögunum?
Hvað heitir spjallþáttastjórn-
andinn sem kveður Skjá einn í
byrjun október?
8
52
39
4 58A
41
41A
35
6058
45
54
33
60A
4337
43B
56
Microsoft tapaði í gær
áfrýjunarmáli fyrir Evrópudóm-
stólnum og þarf að greiða rúma
fjörutíu milljarða íslenskra króna í
sekt. Dómstóllinn staðfesti
úrskurð framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins frá árinu 2004
um að fyrirtækið hefði misnotað
markaðsráðandi stöðu sína.
Auk sektarinnar þarf Microsoft
að bjóða upp á útgáfu af Windows-
stýrikerfinu án þess að Media
Player hljóð- og myndspilarinn sé
innifalinn. Með því að láta
spilarann fylgja með stýrikerfinu
hafi fyrirtækið útilokað samkeppn-
isforrit, segir meðal annars í
úrskurðinum.
Microsoft tapar
áfrýjunarmáli
Miðbær Reykjavíkur hefur frá upphafi verið í stöðugri þróun og mótun. Um þessar mundir eru hafnar miklar
framkvæmdir í eldri hverfum borgarinnar og áform eru víða uppi um endurgerð og uppbyggingu húsa og
svæða. Segja má að borgin standi á tímamótum sem sést á kraftmikilli opinberri umræðu um leiðir til að efla
miðborg Reykjavíkur. Samson Properties er fasteignaþróunarfélag sem vill taka virkan þátt í að efla og treysta
miðborgina. Félagið býður til morgunverðarfundar þar sem ræddar verða áherslur og leiðir við endurnýjun
og uppbyggingu miðborga. Jafnframt verða kynntar hugmyndir að nýjum miðborgarkjarna í Reykjavík þar
sem horft er til framtíðar og virðing borin fyrir sögulegri sérstöðu miðborgarinnar.
Lifandi miðborg
Fundarstjóri er Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Samson Properties
Fundurinn er opinn öllum, enginn aðgangseyrir
Samson býður
Listaháskóla
Frakkastígsreit
Félag Björgólfsfeðga á í viðræðum við Listaháskólann
um framtíðarhúsnæði hans. „Alltaf verið stefna skól-
ans að vera í miðbænum,“ segir rektor Listaháskólans.
Slökkvilið var kallað út
um hálftíu í gærmorgun þegar
kviknaði í sogkerfi á trésmíðaverk-
stæði við Hvaleyrarbraut í
Hafnarfirði. Sogkerfinu er ætlað að
soga til sín sag og kviknar einstaka
sinnum í því þegar neistar fjúka
frá öðrum vinnuvélum. Nægt
súrefni er við þessar aðstæður og
sag er mjög eldfimt.
Töluverð vinna var við að
slökkva glóð í gámi sem sagið var í.
Eignatjón var ekki verulegt.
Kviknaði í sagi
„Þeir voru komnir um
borð í björgunarbátinn þegar ég
kom að. Bátur þeirra sat á skeri
en það mátti ekki tæpara standa
því hann valt út af skerinu
nokkrum mínútum síðar og
maraði í kafi svo aðeins stýrishúsið
stóð upp úr sjónum,“ segir Guð-
brandur Baldursson, hótelstjóri á
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, og
segist hann hafa verið kallaður til
af því hótelið hefur yfir hraðbát
að ráða.
Guðbrandur segir að um 20 til
25 mínútur hafi liðið frá því að
neyðarkall mannanna barst og þar
til hann kom og bjargaði þeim úr
björgunarbátnum. Það tók næsta
bát, rækjubátinn Val, um 45 mín-
útur að komast á vettvang. Björg-
unarbáturinn var hífður um borð í
Val áður en farið var með menn-
ina að landi á Nauteyri, þaðan sem
þeir komu. Að sögn Guðbrands
tjáðu mennirnir honum að þeir
hefðu verið í sportveiði um dag-
inn og verið á leið í land þegar
óhappið varð.
Báturinn steytti á skeri milli
Vatnsfjarðar og Mjóafjarðar og
kom þá leki að honum.
Báturinn var dreginn á kafi til
Ísafjarðar og í gærmorgun var
báturinn sokkinn við bryggju, en
var hífður í land eftir hádegi að
sögn lögreglu.
Dreginn til hafnar í kafi