Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 16
fréttir og fróðleikur
Safn fyrir alls
konar fólk
Hræðsla getur heltekið
fanga sem eiga eftir að af-
plána stuttan tíma af löng-
um dómi og bíða þess að
hefja venjubundið líf. Löng
dvölin ýtir undir félagslega
óvirkni, segir Þórarinn V.
Hjaltason, sálfræðingur hjá
Fangelsismálastofnun.
Reynslan af rekstri áfangaheimilis
Verndar við Laugateig 19 í Reykja-
vík er góð, segir Þráinn Bj. Farest-
veit, forstöðumaður Verndar. Þar
hafa fangar notið stuðnings við að
undirbúa sig fyrir þátttöku í venju-
bundnu lífi utan fangelsisveggja.
Sá tími getur reynst föngum erf-
iður, einkum þeim sem hafa verið
lengi í fangelsi. Hræðslan við að
treysta á sjálfan sig í frjálsu lífi
getur heltekið menn. „Löng fang-
elsisdvöl getur haft neikvæð áhrif
á menn, í víðasta skilningi. Dvölin
getur ýtt undir félagslega óvirkni
þar sem fangarnir sjá ekki um sig
sjálfir að öllu leyti. Til langs tíma
getur þetta verið erfitt,“ segir
Þórarinn Viðar Hjaltason, sem
sinnir sálfræðiþjónustu fyrir fanga
hjá Fangelsismálastofnun ásamt
Önnu Kristínu Newton.
Eins og greint var frá í Fréttablað-
inu fimmtudaginn 13. september lét
fanginn Sigurður Júlíus Hálfdánar-
son sig hverfa af áfangaheimili
Verndar sunnudaginn 9. september
en hann var handtekinn seint að
kvöldi miðvikudagsins 12. septem-
ber eftir að hafa verið leitað í þrjá
daga. Sigurður var dæmdur árið
1998 í sextán ára fangelsi fyrir
manndráp af ásettu ráði.
Hann hafði dvalið á Vernd í tæpa
fjóra mánuði þegar hann lét sig
hverfa en hann átti eftir að afplána
innan við sex mánuði af dómi sínum.
Mörg dæmi eru um það hér á landi,
samkvæmt upplýsingum frá Fang-
elsismálastofnun, að fangar eigi í
erfiðleikum með að fóta sig í lífinu
eftir afplánun. Sumir fari hratt í
sama farið og þeir voru í fyrir
afplánun. „Því miður hefur það
gerst stundum að fíkniefnaneyslan
dregur menn til dauða en svo eru
líka mörg dæmi um menn sem ná að
standa sig og vinna vel í sínum
málum. Það er virðingavert því það
þarf mikinn aga til,“ segir Þórar-
inn.
Félagsráðgjafar og sálfræðingar
gegna mikilvægu hlutverki við að
byggja upp sjálfstraust fanga sem á
það til að „molna niður“ innan fang-
elsisveggja eins og einn heimildar-
manna Fréttablaðsins komst að
orði. Fangar hafa aðgang að félags-
ráðgjöfum og sálfræðingum á
Vernd en frumkvæðið að því að
nýta sér þá þjónustu kemur frá
þeim sjálfum. Það reynist mörgum
föngum erfitt. „Þegar fangarnir eru
komnir á Vernd eru þeir farnir að
takast á við hluti sem venjulegu
fólki finnst einfaldir. Einn af þeim
er að treysta sjálfum sér til lifa eðli-
lega, sækja vinnu, fara út í búð og
eiga félagslíf. Þetta getur verið
áþján fyrir fanga, sem hafa ekki
búið við valfrelsi árum saman,“
segir Þórarinn.
Það getur verið vandkvæðum
bundið að skapa andrúmsloft innan
fangelsa sem virkar mannbætandi
á þá sem þar dvelja. Refsingin sem
slík, að vera lokaður inni, hjálpar
ekki án sérfræðihjálpar, en félags-
ráðgjafar og sálfræðingar vinna
mikilvægt starf með föngum. Þeirra
starf er kjarninn í því megin-
markmiði að gera refsivist fanga að
betrunarvist.
Þetta markmið nær ekki alltaf til
fanga. Eins og mál standa núna hafa
á milli 40 og 50 prósent fanga setið
inni áður fyrir lögbrot af ýmsu tagi.
Fyrri fangelsisdvöl hefur því ekki
haft þau áhrif að viðkomandi ein-
staklingar fari út af braut afbrota.
Þessi staðreynd leiðir hugann að
því hvort það sé rétt viðhorf að
halda því fram að refsivist geti um
leið verið betrunarvist. Einföld töl-
fræðinálgun mælir gegn því. Þrátt
fyrir það sýna dæmisögur, þótt fáar
séu, að fangelsisvist getur verið
upphafið að breytingu til hins betra
hjá sumum.
Flestir heimildarmanna Frétta-
blaðsins voru sammála um að það
væri þröngsýni að halda að afbrota-
menn myndu hætta fyrri iðju með
því að loka þá inni með öðrum
afbrotamönnum. Ekki er það til að
auka líkurnar á breytingu til
batnaðar að fíkniefnaneysla innan
fangelsisveggja hér á landi hefur
alla tíð verið þó nokkur. Fíkniefna-
neysla í fangelsum er alþjóðlegt
vandamál enda fáir markaðir fyrir
fíkniefnasala vænlegri en fangelsi
þar sem mikill meirihluti fanga
hefur verið, eða er, háður
fíkniefnum.
Samnorræn heildarskoðun á fang-
elsismálum stendur nú yfir og
verða upplýsingar úr henni ljósar
von bráðar, samkvæmt upplýs-
ingum frá Erlendi Baldurssyni,
deildarstjóra hjá Fangelsismála-
stofnun. Þar verður meðal annars
skoðað hversu margir fangar á
Norðurlöndunum hafa náð að fóta
sig eftir fangelsisvist og hversu
margir lenda aftur í fangelsi.
Helteknir af hræðslu við frelsið
Útlegðarforsetar snúa aftur til Pakistans