Fréttablaðið - 18.09.2007, Side 30
18. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 fréttablaðið gæludýr
Jenný Ásgerður og Anna María
Guðbrandsdætur og Halldóra
María Henrýsdóttir eiga einn
hund og fimm kisur.
Sumir geta ekki hugsað sér heim-
ilið án ferfættra vina með blíð-
leg augu, þarfir og kenjar. Þeirra
á meðal eru þær Jenný Ásgerð-
ur og Anna María Guðbrands-
dætur og Halldóra María Henrýs-
dóttir. Þær búa saman hér í borg
og eiga einn hund, tvær fullorðn-
ar kisur og fyrir nokkrum vikum
bættust þrír kettlingar í hóp-
inn. Það er því líflegt á heimilinu
þessa dagana. Húsdýrin þar af-
sanna líka kenninguna um að „allt
fari í hund og kött“ ef þessar teg-
undir búa saman því samkomulag-
ið er prýðilegt og öllum líður vel.
Þó að fullorðnu kisurnar, Gríma og
Vikka, séu bara tveggja og þriggja
ára þá eru þær arftakar annarra
sem á undan voru. „Alveg síðan ég
man eftir mér hafa verið kettir á
heimilinu,“ segir Halldóra María.
„Svo vorum við með aðra tík áður
en þessi kom. Hún hét Rajsa eins
og frúin hans Gorbastjovs,“ lýsir
hún. Tíkin sem nú spígsporar tíg-
ulleg um gólfið heitir Engilbjört.
Að sögn Halldóru er hún blanda af
Irish Setter og Golden Retriever.
„Engilbjört brosir alltaf þegar
einhver okkar kemur heim. Hún
verður svo glöð,“ segir Halldóra
glaðlega.
Vikka heitir reyndar Wicty. Hitt
er gælunafn. Hún er af persnesku
kyni í móðurætt. Halldóra segir
Vikku alltaf drekka mjólk á meðan
hún sjálf fái sér morgunmat. „Við
eigum okkar hátíðlegu morgun-
verðarstund,“ segir hún hlæjandi.
Það er Vikka sem á kettlingana,
tveggja mánaða krútt. Halldóra
segir þá tilbúna til að fara út í lífið
vilji einhver þiggja þá.
gun@frettabladid.is
Engilbjört brosir þegar
einhver kemur heim
Tveggja mánaða högni sem hefur gaman af lífinu.
Tasvígir tveggja mánaða kettlingar.
Mæðgurnar Jenný og Halldóra með hluta af húsdýrunum á heimilinu. Gríma lætur fara vel um sig í kjöltu Jennýjar en Vikka er á
förum úr fangi Halldóru. Á milli þeirra liggur Engilbjört yfirveguð og róleg. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Allt er til í henni Ameríkunni.
Nokkrir dýraatferlisfræðingar
hafa stofnað kattaskólann „Acat-
emy“ í New York þar sem katta-
eigendur geta komið og lært að
skilja betur hegðun dýra sinna.
Þetta gera þeir með því að hegða
sér eins og kettir. Þeir klifra í
kattaklórubrettum, leika sér að
stórum bandhnyklum og leggja
sig á stórum baunapúðum.
Kennararnir vilja meina að þetta
geti bæði orðið til þess að auka
skilning kattaeigenda á gælu-
dýrum sínum auk þess sem þetta
dragi úr daglegu stressi.
Skólinn er rekinn af framleið-
endum kattamatarins Meow Mix
í Daryl Roth leikhúsinu í New
York. Þar starfa atferlisfræð-
ingar sérhæfðir í kattardýrum,
kattasálfræðingar, dýralæknar
og meira að segja dýrasjáendur.
Til dæmis var þar starfandi
gæludýrasjáandinn Emerald
DuCoeur sem bauð fólki að tengj-
ast kettinum sínum, bæði lifandi
og dauðum.
Eftir sex daga námskeið í New
York hélt „Acatemy“-hópurinn
af stað í reisu um ellefu borgir í
Bandaríkjunum.
Eigendur í kattaskóla
Hvað ætli hann sé að hugsa? FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Nýr íbúi hefur flutt inn í hið sögu-
fræga hús að Downingstræti 10 í
London sem hýsir forsætisráð-
herra Breta, Gordon Brown, og
fjölskyldu hans. Hinn nýi íbúi
heitir Sibyl og er svört og hvít
læða í eigu Alistair Darling og
konu hans, Margrétar, sem búa
í íbúð á efri hæð Downingstræt-
is tíu.
Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár
sem gæludýr spígsporar um hús
og garð sitjandi forsætisráðherra
og virðist Sibyl kunna mjög vel
við sig.
Síðasti íbúi hússins af katta-
rætt hét Humphrey en hann sett-
ist þar að í ráðherratíð Margrét-
ar Thatcher og lifði þar einnig
meðan John Major dvaldi í hús-
inu. Tony Blair sendi Humphrey á
eftirlaun árið 1997 og telja marg-
ir að það hafi verið gert að undir-
lagi konu hans, Cherie.
Cherie Blair ásamt kettinum
Humphrey árið 1997 sem var sendur
á eftirlaun stuttu síðar. Síðan þá
hefur enginn köttur stigið loppu inn
í Downingstræti 10 fyrr en nú þegar
Sibyl læðist þar um.
Nýr ferfættur íbúi í
Downingstræti tíu
Sibyl kann ljómandi vel við sig á hinum nýja dvalarstað. NORDICPHOTOS/AFP