Fréttablaðið - 18.09.2007, Page 53
fiú fær›
103 flúsund
á mánu›i
Mx12 er n‡r hávaxtareikningur Kaupflings flar sem vextirnir eru greiddir mána›arlega
í sta› árlega. fiú getur rá›stafa› vöxtunum a› vild inn á hva›a reikning sem er. Hver innlögn
er bundin í sjö daga en sí›an laus til úttektar. Vextir eru stighækkandi eftir tíma og
fjárhæ›. Lágmarksinnstæ›a er 1 milljón kr.
Mx12 er óver›trygg›ur innlánsreikningur og ársávöxtun er frá 12,55% - 13,60%.
Nánari uppl‡singar í síma 444 7000, í næsta útibúi Kaupflings e›a á kaupthing.is
ef flú leggur 10 milljónir inn á Mx12 hjá Kaupflingi.
Mx12 – vi› borgum flér vextina mána›arlega
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
9
5
17
* Fyrir fjármagnstekjuskatt.
Það sem einkennt hefur stefnu íslenskra stjórnvalda undan-
farin ár gagnvart láglaunafólki er
fjandskapur. Það er ekki nóg að þau
hafi hvatt til þess með öllum ráðum
að lágmarkslaunum væri haldið
niðri, heldur virðast þau leggja sig
fram við að hækka skatta á því fólki
sem lægstu launin hefur. Á sama
tíma afnema þau og lækka skatta á
hátekjufólki.
Þessa dagana eru fulltrúar verka-
lýðsfélaga innan Starfsgreinasam-
bands Íslands að ræða saman og
móta kröfur sínar um kjarabætur
og launahækkanir sem leggja á
fram við atvinnurekendur þegar
samningafundir hefjast síðar í
haust. Augljóst virðist að verka-
lýðsfélögin muni fyrst og fremst
krefjast umtalsverðar hækkunar
lágmarkslauna, en þau eru svo lág
að til skammar er. Það vita allir
sem hafa augun opin að verðbólga,
hækkanir á vöru og þjónustuverði,
hærra húsnæðisverð og stórauknar
greiðslur af húsnæðislánum hafa
hirt að öllu leyti þær kjarabætur,
sem félög innan Starfsgreinasam-
bands hafa náð á yfirstandandi
samningstímabili. Og það vita allir
að núverandi lágmarkslaun verka-
lýðsfélaganna duga einstaklingi
hvergi nærri til eðlilegrar fram-
færslu. Þess vegna verða aðilar
vinnumarkaðarins og stjórnvöld að
taka höndum
saman við gerð
komandi kjara-
samnings og
bæta verulega
kjör þessa fólks.
Til þess að leið-
rétta mesta
óréttlætið verða
lágmarkslaun að
hækka a.m.k.
um þriðjung. Ég
sé ekki fyrir mér að mánaðarlaun,
sem duga eiga til framfærslu hér á
Íslandi í dag, megi vera undir kr.
167.000. Þó eru þau of lág ef ekkert
annað kemur til. Þess vegna verða
stjórnvöld að taka á sig rögg og
hækka skattleysismörkin eigi síðar
en um næstu áramót í kr. 140.000 á
mánuði og bæta þannig fyrir þá
ósvinnu að hafa haldið þeim niðri
áratugum saman í stað þess að láta
þau fylgja launaþróun í landinu. Í
raun væri aðeins verið að bæta lág-
launafólki það sem ranglega var af
því tekið.
Stjórnvöld hafa á þremur síðustu
kjörtímabilum afnumið eða lækkað
skatta á hátekjufólki. Þau hafa fellt
niður 7% hátekjuskatt og lækkað
verulega almennan tekjuskatt.
Þessar aðgerðir gefa t.d. manni
með ráðherralaun yfir milljón
krónum meira í auknar ráðstöfunar-
tekjur á hverju ári. Á sama tíma er
skattleysismörkum haldið niðri
með þeim afleiðingum að skatt-
byrði eykst verulega á láglauna-
fólki. Þess vegna hljóta verkalýðs-
félögin að fylgja vel eftir kröfunni
um að skattleysismörk hækki í kr.
140.000 á mánuði og fylgi síðan
launaþróun í landinu.
En það er fleira en kauphækkun
og skattalækkun sem verkalýðs-
félögin verða að ná fram í komandi
samningagerð. Almennt launafólk
verður, ekkert síður en vel laun-
aðir opinberir embættismenn, að
geta búið við atvinnuöryggi. Það á
ekki og má ekki vera hægt að segja
fólki upp án þess að rökstudd
ástæða liggi þar til grundvallar.
Þess vegna verða alþingismenn og
ráðherrar að hætta öllum undan-
slætti með ILO-samþykkt nr. 158
og fullgilda hana núna strax í
haust áður en skrifað verður undir
væntanlegan almennan kjara-
samning aðila vinnumarkaðarins.
Ég vona að Samfylkingin hafi
sama áhuga á ILO-samþykktinni
nú eftir að hún komst í ríkisstjórn
eins og hún lét í veðri vaka á
síðasta þingi. Fyrir nokkru síðan
sagði Jóhanna Sigurðardóttir
núverandi félagsmálaráðherra,
„Minn tími mun koma“. Já,
Jóhanna, þinn tími og Samfylkingar-
innar er kominn. Vera Samfylk-
ingarinnar í ríkisstjórn og afstaða
þingmanna hennar til málefna sem
varða afkomu verkafólks er
verðugur prófsteinn á hve
marktækir þingmenn hennar eru.
Höfundur er fyrrverandi
formaður Verkalýðsfélagsins
Hlífar.
Hungurlaun
Húmanistar eru þeir einstakl-ingar sem aðhyllast svokallað-
an húmanisma (manngildishyggju)
en hann hefur í raun fylgt mannin-
um frá örófi alda þó að skilgrein-
ingin sjálf sé ekki nema um 150 ára
gömul. Húmanismi birtist t.d. í því
að manneskjan hefur þurft að reiða
sig á rökvísi sína, fyrirhyggju og
jákvætt samstarf við annað fólk til
þess að komast af. Þegar við lýsum
tegundinni manninum (homo sapi-
ens) sem „hinum viti borna manni“
erum við í raun að höfða til kjarna
húmanismans. Það er geta manns-
ins til að skoða umhverfið og finna
í því eiginleika sem eru jafnvel
utan beinnar skynjunar skilningar-
vitanna og nota þá sér í hag. Það er
hin greinandi hugsun og getan til
að búa til verkfæri og flytja
þekkinguna á milli kynslóða.
Lífsskoðanir (life stance) eru
samansafn þeirra hugmynda sem
lúta að því hvernig við horfum á
heiminn, hvernig við útskýrum líf-
ríkið og náttúruna og hvaða
aðferðum við viljum beita til að
afla nýrrar þekkingar (þekkingar-
fræði) og vita hvernig við eigum að
hegða okkur gagnvart hvert öðru
og umhverfi okkar (siðfræði). Þá
eru menningarlegar hugmyndir
um framkvæmd mannfagnaða
vegna persónulegra lífsáfanga og
tryggðarbanda oft samofinn hluti
af lífsskoðunum fólks. Þekkingar-
fræði húmanista byggir á því að
notast einungis
við rökfræðilegar
(vísindalegar)
aðferðir og til-
raunir á hinum
þekkta efnis-
heimi til að afla
staðreynda um
heiminn, lífið og
tilveruna. Húman-
ismi (manngildis-
hyggja) byggir á
mannvirðingu, einstaklingsfrelsi,
samábyrgð, lýðræði og vísindalegri
aðferðafræði. Skynsemishyggja
(rationalism) og veraldarhyggja
(secularism) eru ríkir þættir í
húmanisma. Lífsskoðunarfélögum
má skipta í annars vegar trúfélög
og svo aftur veraldleg félög sem
ekki trúa á guð eða guði eins og
Siðmennt, félag siðrænna húman-
ista á Íslandi. Hin almenna skil-
greining á trú er sú að fylgjandinn
trúi á einhvers konar æðri mátt
eða guðlegan anda.
Húmanistar eru því ekki trúaðir
og eiga það sameiginlegt með trú-
leysingjum (non-believers) og
guðleysingjum (atheists). Guðleysi
og trúleysi eru hins vegar mun
afmarkaðari hugtök en manngildis-
hyggja því þau skilgreina í raun
einungis að manneskjan sé ekki
trúuð, burtséð frá öðrum lífs-
skoðunum hennar. Það eru því til
trúleysingjar sem gætu ekki talist
til húmanista þó að trúleysið sé
þeim sameiginlegt.
Höfundur er læknir og félagi í
Siðmennt.
Hvað er húmanismi?