Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 56
Frá því að ég yfirgaf skólastofur Háskóla Íslands og hélt út á vinnumarkaðinn með nesti og nýja skó hef ég tekið sérstaklega eftir auglýsingum bankanna um hagstæð kjör fyrir námsmenn. Það virðist vera tíska að gera út á þann ljóma sem fylgir því að vera „fátækur námsmaður“. Fólk gerði gott úr þeim bölvanlegu aðstæðum með því að dúka borðið með sæng- urveri úr Ikea í sjónvarpsauglýs- ingum í fyrra. Útvarpsauglýsingar í ár predika svo að það sé lítið mál fyrir námsmenn að neita sér um ruccola-salat og fá sér samloku með osti og kókómjólk í nesti. Einu sinni, áður en ég hóf nám, fannst mér líka að það fylgdi því sjarmi að vera námsmaður. Ég sá fyrir mér fróðleikssvipinn á eigin andliti þar sem ég grúfði mig yfir rykugar skruddur, og ég hlakkaði til þess að fá að ráfa um ganga Þjóð- arbókhlöðunnar ásamt hinu gáfu- fólkinu, eða ræða setta texta í góðum hópi fólks yfir rjúkandi svörtu kaffi – af því maður hafði ekki efni á öðru. Nám er vissulega skemmtilegt, en raunveruleiki fátæks náms- manns er það ekki. Þegar ég taldist til þess hóps fékk ég um það bil 80 þúsund krónur á mánuði frá ást- kærum lánasjóðnum. Það sér hver heilvita manneskja að slík „laun“ duga ekki lengi. Ég vann þess vegna með skóla, eins og nánast allir aðrir. Fyrir vikið skertist lánið, og svo mikið í raun, að eina önnina lét ég skipta því niður á þrjá mánuði í stað fjögurra af því að ég gat bara ekki hugsað mér að fá undir 60 þús- undum á mánuði. Mánuðinn sem varð út undan plagaði ég svo vini og vandamenn í von um að fá að borða. Í dag klökkna ég af ánægju þegar ég borga fyrir ruccola-salatið mitt. Ég geri mér fulla grein fyrir því að maður þarf að neita sér um vissa hluti á meðan maður er í skóla. Ég veit hins vegar af raun að það er ekki jafn sjarmerandi og bankarnir vilja vera að láta að vera fátækur námsmaður. Það hef ég lært á minni skólagöngu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.