Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 18.09.2007, Qupperneq 66
B&L Nýliðar Fjölnis í Iceland Express-deild kvenna hafa samið við makedóníska bakvörðinn Slavicu Dimovska um að spila með liðinu í vetur. Dimovska er 22 ára landsliðs- kona sem hefur spilað við góðan orðstír með Triglias í grísku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Triglias féll síðasta vor og Dimovska elti kærasta sinn til Íslands en hann er Dimitar Karadzovski, núverandi leikmaður Stjörnunnar. Dimovska var með 5,7 stig að meðaltali með Makedóníu í b-deild Evrópukeppninnar 2005 en hún vakti mikla athygli með sextán ára landsliðinu í Evrópukeppninni 2003 þegar hún skoraði 33 stig og gaf 6 stoðsendingar í leik gegn Úkraínu í milliriðli keppninnar. Dimovska er leikstjórnandi með gott þriggja stiga skot og mun örugglega hjálpa nýliðum Fjölnis að stíga sín fyrstu skref. Hún var fimmti stigahæsti leikmaður grísku deildarinnar í fyrra með 22,6 stig og var einnig í fjórða sæti í stoðsendingum. Fjölnir mun ekki tefla fram bandarískum leikmanni til að byrja með. Gréta María Grét- arsdóttir mun þó spila með liðinu en hún hefur tekið sér frí undan- farin ár lék með liðinu seinni hluta síðasta veturs. Makedónísk lands- liðskona til Fjölnis Blikastúlkan Berglind Björg Þorvalds- dóttir skoraði fimm mörk fyrir íslenska 17 ára landsliðið sem vann 7-1 sigur á Lettum í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins en keppni hófst í Slóveníu í gær. Staðan var 5-0 fyrir Ísland í hálfleik og Lett- arnir skoruðu síðan loka- mark leiksins úr víti. Hin mörk íslenska liðsins skoruðu fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir og félagi Berglindar úr Breiða- bliki, Sigrún Inga Ólafs- dóttir. Dagný, sem varð í gær- kvöldi Íslandsmeistari með Val, gat ekki fagnað með félögum sínum þar sem hún er úti með lands- liðinu. Næsti leikur liðs- ins er svo við Slóveníu á miðvikudag og lokaleik- urinn er á laugardag þegar leikið verður gegn Úkraínu. Fimma Berglindar Valur fékk gullið tækifæri til að hrifsa toppsæti Landsbankadeildarinnar af FH, sem hefur setið sem fastast á toppnum síðan í júlí árið 2004. Það tækifæri fór forgörðum hjá Hlíðarendaliðinu þar sem það fékk aðeins eitt stig í rimmunni við Skagamenn í Laugardal. Fyrri hálfleikur í Laugardalnum í gær var tilþrifalítill. Skagamenn lágu sem fyrr frekar aftarlega og Valsmenn voru þess utan varkárir í sóknaraðgerðum sínum enda hafa skyndisóknir Skagamanna verið baneitraðar í sumar. Fyrsta færið kom ekki fyrr en eftir rúmlega 20 mínútna leik þegar Atli Sveinn fékk frían skalla í teignum en hann skallaði yfir. Atli gerði betur níu mínútum síðar þegar Páll Gísli gerði sig sekan um slæm mistök í teignum, boltinn féll fyrir fætur Atla sem skoraði örugglega. Þetta reyndist vera eina skotið í fyrri hálfleik sem fór á markið, sem segir umtalsvert um þann sóknarbolta sem var í boði í fyrri hálfleiknum. Skagamenn bættu aðeins í sóknarleikinn í kjölfar marksins en hann var ómarkviss. Stans- lausar háar sendingar í teiginn voru léttir æfingaboltar fyrir Kjartan í markinu, sem var á tánum. Það var sama deyfðin yfir leiknum framan af síðari hálfleik en um miðjan hálfleikinn hitnaði loksins í kolunum þegar Andri Júlíusson átti frábæra sendingu fyrir markið sem Björn Bergmann skilaði í netið. Aðeins sex mínútum síðar skoraði Björn glæsilegt skallamark eftir sendingu Guðjóns Heiðars. Tvö mörk hjá Skagamönnum úr nánast einu alvöru sóknum þeirra í leiknum. Valsmenn létu það ekki slá út af laginu og Pálmi Rafn jafnaði leikinn fjórum mínútum síðar þegar hann tók frákast í teignum. Nokkuð líf var í báðum liðum það sem eftir lifði leiks en inn vildi boltinn ekki og liðin skiptust því á jafnan hlut, sem var sanngjörn niðurstaða þegar upp var staðið. „Í það heila er ég nokkuð sáttur en þó ósáttur við þann kafla þegar við fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, sem var ekki sáttur við Kristin Jakobsson dómara. „Guðjón Þórðarson tók Kristin Jakobsson á taugum. Eftir það var aldrei spurning á hvort liðið hallaði í öllum vafaatriðum. Jafntefli gerir það samt að verkum að næsti leikur gegn FH er úrslitaleikur og það er styrkur.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var nokkuð sáttur í leikslok. „Fyrir fram hefði ég verið nokkuð sáttur við jafntefli en úr því sem komið var hefðum við vel getað unnið leikinn. Við komum sterkir til baka eftir að hafa lent undir og það var ekki mikið í kortunum hjá Völsurum og þeir skora sín mörk úr föstum leikatriðum,“ sagði Guðjón, sem er sáttur við tímabilið hjá sínum mönnum. „Árangur okkar í sumar er langt fram úr þeim væntingum sem til liðsins voru gerðar. Við gerðum ráð fyrir að vera í fallslagnum en svona er þetta í fótboltanum. Það er ekki hægt að búast við neinu.“ Valsmenn nýttu ekki gullið tækifæri á að komast í toppsæti Landsbankadeildarinnar þegar ÍA kom í heim- sókn í Laugardalinn. Lokatölur 2-2 og Valur því enn í öðru sæti deildarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.