Fréttablaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 70
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Það er Búllan. Undirstöðu-
góður og hollur skyndibiti fyrir
fólk sem býr á þessari gráðu
veraldar.“
„Viðbrögðin voru vægast sagt mikil
og góð,“ segir Kári Sturluson
umboðsmaður, sem skipulagði sér-
staka forsýningu á kvikmynd
hljómsveitarinnar Sigur Rósar,
Heima, um síðustu helgi. Um þrjá-
tíu erlendum fjölmiðlamönnum var
boðið að sjá myndina í Borgarbíói á
Akureyri á laugardaginn og í kjöl-
farið fengu þeir að ræða við liðs-
menn hljómsveitarinnar.
„Það skipti engu máli úr hvaða
horni Evrópu maður hleraði við-
brögð, þau voru alls staðar ótrúleg
og yfirlýsingar sumra voru ansi
athyglisverðar. Til að mynda sagði
ritstjóri Q, Paul Rees, að myndin
væri sennilega ein af fimm bestu
tónleikamyndum sem hann hefði
séð á ævinni. Heima væri mynd
sem hann vildi sjá aftur og aftur,“
segir Kári. „Aðrir gengu enn lengra
í yfirlýsingum sínum. Einn blaða-
maður frá Finnlandi sagði meira að
segja að hún væri besta tónleika-
mynd sögunnar.“
Meðal þeirra fjölmiðla sem sendu
fulltrúa sína til Akureyrar voru
Observer, The Sun, Le Figaro, El
Pais og Gaffa auk miðla frá Portú-
gal, Finnlandi og Þýskalandi. Kári
telur að þessi uppákoma hafi heppn-
ast vel; að mikið umtal og spenna
eigi eftir að vera fyrir frumsýning-
una. „Þótt Reykjavík sé yndisleg þá
heppnaðist vel að breyta aðeins til
og fara norður. Við kunnum Akur-
eyringum bestu þakkir fyrir mót-
tökurnar. Strákarnir í hljómsveit-
inni voru líka hæstánægðir með
þetta, bæði með ferðina og eins við-
brögðin sem þeir fengu við mynd-
inni. Þeim fannst alveg frábært,
eftir alla vinnuna sem þeir hafa
lagt í myndina, að fá að heyra hvað
öðrum finnst.“
Heima fjallar sem kunnugt er
um tónleikaferð Sigur Rósar um
Ísland sumarið 2006. Myndin verð-
ur heimsfrumsýnd á Alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF,
27. september næstkomandi.
Almennar sýningar hefjast svo 5.
október í Háskólabíói og hefst for-
sala á þær sýningar 25. september.
„Ég er að skrifa kvikmyndahand-
rit og er búinn að hreiðra um mig í
litlu herbergi rétt hjá Sacre Coeur-
kirkjunni í bed & breakfast hjá
einhverju fólki,“ segir Þorgrímur
Þráinsson sem er nú kominn til
borg ástarinnar, sjálfrar París.
Rithöfundurinn situr þar við
skriftir og að þessu sinni er það
hvorki bók um samband kynjanna
né tár, bros og takkaskó heldur
kvikmyndahandrit sem hann
hefur gengið með í maganum ansi
lengi. „Ég fékk hugmyndina fyrir
átján árum og þá átti þetta að
verða bók sem hét Fingraför úr
fortíðinni,“ segir Þorgrímur, sem
unir sér greinilega vel í höfuðborg
Frakklands. „Án þess að vilja gefa
of mikið upp þá fjallar hún í stuttu
máli um það að við þurfum fyrr
eða síðar að horfast í augu við
syndir okkar úr fortíðinni,“
útskýrir Þorgrímur og harðneitar
að tjá sig eitthvað frekar. „En hún
gerist í París og það er ástæðan
fyrir dvöl minni hér,“ bætir hann
við. „Ég var reyndar búinn að
skipuleggja þetta fyrir löngu og
nú er bara verið að brjóta um bók-
ina mína þannig að þetta var alveg
kjörið tækifæri.“
Þorgrímur verður í borginni til
26. september en síðustu fjóra
dagana kemur eiginkonan Ragn-
hildur Eiríksdóttir. „Og þá verður
smá rómantík í borg elskend-
anna,“ segir rithöfundurinn og
skellir upp úr. „Annars er París
bara svo mögnuð borg, þú þarft
ekki hafa einhverja skipulagða
dagskrá á takteinunum heldur
ertu bara þarna.“
Þorgrímur í borg ástarinnar
Ítalska tískumerkið Zegna hefur
útnefnt Garðar Thor Cortes sem
sérlegan sendiherra og mun hér
eftir útvega honum föt fyrir allar
opinberar athafnir. Zegna er eitt
virtasta karlmannstískumerki
heims og getur verðið á jakka-
fötunum verið allt frá 120
þúsundum íslenskra króna. Margir
af frægustu leikurum heims hafa
klæðst fötum frá Zegna og nægir
þar að nefna Adrien Brody,
Michael Caine og Kenneth
Branagh. Garðar mun klæðast
nýrri vetrarlínu frá fyrirtækinu
opinberlega auk þess sem nú
standa yfir viðræður við tískublöðin
GQ og Esquire Magazines um að
gera tískuþætti með tenórnum.
Sævar Karl hefur öðru hvoru
boðið upp á föt frá Zegna og kann-
ast því vel við merkið en hann segir
að þetta sé kannski ekki mikill heið-
ur. „Þetta er fyrst og fremst bara
starf sem þeir láta hann hafa en
Garðar verður vissulega betur
klæddur fyrir vikið,“ segir
Sævar. „Þeir setja unga menn
á oddinn og Garðar er glæsi-
legur maður sem allir
Íslendingar geta verið stoltir
af,“ segir Sævar, sem
telur að þetta eitt geti
haft mjög jákvæð áhrif
á feril söngvarans unga.
„Þetta verður honum
til framdráttar, engin
spurning, flott föt
verða mönnum alltaf
til framdráttar.“
Garðar Thor í fyrirsætustörf
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Rafmagnstalíur
Keðjutalíur og víratalíur
Aflið nánari upplýsinga hjá
sölumönnum.
DEMAG