Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 2
• Einfaldari skilmálar • Hærri bætur • Lægri eigin áhætta VÍÐTÆKASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Lögreglumaður var sleginn í andlitið í Reykjanesbæ í fyrrinótt þegar lögreglan reyndi að stöðva slagsmál í bænum. Ofbeldismaðurinn fékk að gista fangageymslur og verður væntanlega kærður fyrir að ráðast á lögregluna. Lögreglu- þjónninn hlaut nokkra áverka. Mikill erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum þessa nótt. Ölvun var mikil í bænum og voru allar fangageymslur fullar undir morgun. Þá var kona handtekin eftir umferðaróhapp á Hafnargötu. Hún hafði ekið á annan bíl og reyndist vera mjög ölvuð. Kýldi lögreglu- þjón í andlitið Ragnar, var þetta barnaleikur? „Ef ég ætti kvóta og hefði lent í niðurskurði væri ég ekk- ert sérstaklega stressaður,“ segir Þórir Matthíasson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Viðskiptahúss- ins, sem annast meðal annars umsýslu með aflaheimildir. Þórir telur of snemmt að segja hvort kvótaskerðingin hafi gengið til baka að því leytinu til að verð á aflaheimildum hafi hækkað til jafns við hana. Viðskipti með var- anlegar heimildir hafi stöðvast með öllu þegar tilkynnt var um skerð- ingu og enn hafi engin verðmyndun orðið til að tala um. „En þú værir heppinn ef þú næðir hlutdeildinni á 3.500 krónur. Selj- endur eru ekki tilbúnir að selja á því verði sem var. Menn eru að bíða og sjá hvernig krónan hagar sér og hvernig markaðsaðstæður þróast,“ segir hann og bætir við að heyrst hafi sögusagnir um mun hærra verð. Í síðustu viku var greint frá afar góðu verði á stórþorski í Grimsby, allt að 665 krónur kílóið, og hér heima er meðalverð í mánuðinum 275 krónur á fiskmarkaði. Þórir hefur fundið fyrir eftir- spurn eftir aflaheimildum frá þó nokkrum aðilum, en lítið sem ekk- ert framboð sé á þeim. „En það er alveg ljóst að þorskur- inn er ekki á neinum útsölusnaga. Hann kemur einhvers staðar fram, 60.000 tonna niðurskurður,“ segir hann. Markaðsverð fari jú eftir framboði og eftirspurn. Miðað við þróun síðustu ára sé hækkun fyrir- sjáanleg. „Og ég sé ekkert sem getur stopp- að þetta,“ segir Þórir. Friðrik Jón Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er á sama máli og Þórir um að of snemmt sé að ræða verðmyndun á varanlegum aflaheimildum af ábyrgð. Lítið af heimildum gangi kaupum og sölum og mestu máli skipti fyrir- sjáanleg tekjuskerðing sjávar- útvegsfyrirtækjanna. „Hins vegar á þetta eftir að koma í ljós og það er ekkert ólíklegt að verðið hækki. Ég hef heyrt af einum nýlegum viðskiptum og verðið í þeim var hærra en gengur og ger- ist,“ segir hann. Leiguverð á kvóta, var 160 til 200 krónur á kílóið á síðasta ári. Í síð- ustu viku voru kauptilboð á um 200 krónur. Framboð var ekkert. Kvótaverð hækkar eftir skerðinguna Lítil viðskipti hafa verið með varanlegar aflaheimildir síðan tilkynnt var um 30 prósenta kvótaskerðingu. Verð á kvóta var í fyrra um 2.000 krónur en er nú varlega áætlað milli 3.000 og 3.500 krónur. „Þorskurinn er ekki á útsölusnaga.“ „Við finnum það á hverjum degi í vinnunni að fólk veit ekki hvað er innifalið í sjúkra- tryggingunni,“ segir Birna Jóns- dóttir, nýr formaður Læknafélags Íslands. Félagið hvetur til þess að stofnað verði embætti umboðsmanns sjúklinga. Einhver þurfi að geta leiðbeint og gætt hagsmuna sjúk- linga í flóknu kerfi, sem mismuni einnig fólki. Gott dæmi um það sé um ófædd börn og foreldra þeirra. „Segjum að ég eigi von á barna- barni og sonur minn sé að verða pabbi. Kona hans er ekki ríkis- borgari. Hafi þau ekki búið hér síðustu sex mánuði þarf konan að greiða allt úr eigin vasa. Ef það er dóttir mín sem fæðir það og er ríkisborgari, þá fær hún allt greitt,“ segir Birna. Í harðorðri ályktun frá Lækna- félaginu kemur einnig fram að almannatryggingakerfið hafi verið „skapað á síðustu öld til að jafna aðgang að heilbrigðis- þjónustu og koma í veg fyrir að ákveðnir hópar þjóðfélagsins væru ósjúkratryggðir. Kerfið virðist fjær þessum markmiðum í dag en í lok síðustu aldar,“ segir í tilkynningunni. Vaxandi fjöldi útlendinga greiði skatt hér á landi, en njóti ekki sjúkratryggingar. Læknafélagið segir einnig að „göt“ séu í sjúkra- tryggingum og langir biðlistar séu fyrir ýmsar aðgerðir. Leggur Læknafélagið til að heilbrigðisráðherra skilgreini sem fyrst innihald hinnar opinberu sjúkratryggingar á Íslandi, „svo enginn vafi leiki á því hvaða rétt- indi hún veitir og hver ekki.“ Ófæddum börnum mismunað Fimm karlmenn voru fluttir til aðhlynn- ingar á Heilsugæslustöðina á Húsavík eftir hópslagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Gamla bauk aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglu kastaðist í kekki milli heimamanna og erlendra verkamanna sem eru við störf í bænum um þessar mundir. Einn var handtekinn og þegar hafa verið lagðar fram þrjár kærur vegna málsins. Mennirnir sem slógust eru á ýmsum aldri, sá yngsti liðlega tvítugur en þeir elstu á fimmtugs- aldri. Ekki er vitað hve margir komu að slags- málunum en að sögn lögreglu var þetta dágóður hópur. Lögreglu tókst að skakka leikinn en þá höfðu fimm manns hlotið talsverða áverka, allt heima- menn. Einn kjálkabrotnaði og annar fótbrotnaði illa. Var hann fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar þar sem hann gekkst undir aðgerð. Lögreglan á Húsavík ræddi við fjölmarga vegna málsins í gær. Ekki liggur fyrir hvert ágreinings- efnið var. Mikið var um dýrðir í Grafarvogskirkju í gær en þar fór fram lokahóf nýsköpunar- keppni grunnskólanema. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari keppninnar, opnaði sýningu á uppfinningum ungra uppfinningamanna og mennta- málaráðherra hleypti keppni næsta skólaárs af stokkunum. Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nema er ætlað að efla sköpunar- kraft barna og í gær voru fjórtán krakkar verðlaunaðir fyrir uppfinningar sínar og hönnun. Hafnarskóli á Höfn í Horna- firði tók við farandbikar keppn- innar í annað sinn en 94 prósent allra nemenda skólans tóku þátt í keppninni. Sköpunarkraft- ur barna efldur Flokkur Viktors Janúkóvitsj, forsætisráðherra Úkraínu, fékk flest atkvæði í þingkosningum í Úkraínu í gær samkvæmt útgönguspám. Útlit var þó fyrir að andstæðingar hans, nýmyndað bandalag flokka Viktors Júsjenkó forseta Úkraínu og Júlíu Tymosjenkó, fengi samanlagt næg atkvæði til að mynda ráðandi meirihluta á þingi í stað þess sem Janúkóvitsj leiðir í dag. Júsjenkó boðaði til kosninganna í von um að höggva á þann pólitíska hnút sem verið hefur undanfarið vegna valdabaráttu milli forseta og forsætisráðherra. Nýr þingmeiri- hluti í Úkraínu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.