Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 41
Hafnfirska hljómsveitin Jakob- ínarína fær mjög góða dóma fyrir plötu sína, The Last Crusade, hjá breska tónlistartímaritinu NME. Alls fær sveitin átta í einkunn af tíu mögulegum, sem er vitaskuld prýðilegur árangur, sérstaklega miðað við að platan er sú fyrsta frá strákunum. „Þetta eru tólf ótrúlega kraft- mikil pönk-popplög með öflugum trommum og gítarleik sem hljóm- ar eins og Johnny Marr [gítar- leikari The Smiths] hafi verið eltur af óðum hundum, auk þess sem Gunnar syngur beint úr iðrum sér um líf ungmenna,“ segir í umsögninnni. Þar er einn- ig talað um að lagið Monday I´m In Vain sé það besta á plötunni, en það kemur út á mánudag. Breska tónlistartímaritið Art- rocker er einnig hæstánægt með plötuna. Þar segir að aldrei áður hafi ungmenni átt jafnstóran þátt í að umbreyta hinu svokall- aða viðkvæma öryggi indírokks- ins. „Með því að vera laus við öll gildi í samfélaginu sem er jafn- an þröngvað upp á okkur, sýnir Jakobínarína að hún er sér á báti. Þessi plata er algjörlega nauðsynleg,“ segir gagnrýnand- inn. Bretar í skýjunum Umslag þriðju plötu Sigur Rósar, Ágætis byrjun, hefur verið valið ellefta flottasta plötuumslag sögunnar af tónlistarsíðunni Gigwise. com. „Það er kannski við hæfi að hljóm- sveit sem tjáir sig á undarlegu tungumáli sem 99,9 prósent okkar skilja ekki geti búið til plötuumslög sem eru álíka ótrúleg,“ sagði á síð- unni um umslag plötunnar, en Gotti Bernhöft teiknaði veruna sem þar er að finna. Í efsta sæti á listanum er plata Nirvana, Nevermind, í öðru er Very ´Eavy, Very ´Umble með Uriah Heep og í því þriðja er Never Mind the Bollocks með The Sex Pistols. Fyrir ofan Sigur Rós eru einnig plötur á borð við Abbey Road með Bítlunum, Is This It með The Strokes og The Velvet Under- ground & Nico með samnefndum listamönnum, en Andy Warhol hannaði umslag hennar. Fyrir neðan Sigur Rós á listanum eru heimsfræg umslög við plöturn- ar Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band með Bítlunum, The Dark Side of the Moon með Pink Floyd og Sticky Fingers með The Rolling Stones. Alls voru fimmtíu umslög tilnefnd á heimasíðunni. Platan Ágætis byrjun kom út árið 1999 og kom Sigur Rós á kortið bæði hér heima og erlendis. Söngkonan Madonna, rappsveitin Beastie Boys, Leonard Cohen og John Mellencamp eru á meðal níu flytjenda sem hafa verið tilnefnd- ir í Frægðarhöll rokksins. Þeir fimm sem fá flest atkvæði verða vígðir inn í höllina þann 10. mars við hátíðlega athöfn í New York. Talið er mjög líklegt að Madonna verði einn hinna útvöldu, enda á hún langan og farsælan feril að baki sem hófst í byrjun níunda áratugarins. Náði hún alls sautján lögum á topp-tíu vinsældarlistann í Bandaríkjun- um á níunda áratugnum. Tilnefnd í Frægðarhöll Bono, söngvari U2, segist hafa sofið illa eftir að hafa séð myndir frá nýlegum ofbeldisverkum í Myanmar. Óskar hann þess innilega að lýðræði komist á í landinu. „Ég svaf illa og er viss um að þeir sem sáu þetta líka hafi einnig sofið illa,“ sagði Bono. „Hversu langt eiga þeir að fá að ganga?“ Bono, sem er 47 ára, hitti nýverið Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðuflokksins National League í Myanmar. „U2 samdi meira að segja lagið Walk On fyrir hana,“ sagði Bono. „Bæði Gordon Brown og George Bush hafa sýnt áhuga á málinu. Allir ættu að vona það besta og fara með bænir fyrir mótmælendurna.“ Ósáttur við ofbeldisverk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.