Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 40
www.SAMbio.is 575 8900 Langmest sótta myndin á Íslandi í dag Allir eiga sín leyndarmál. Óvæntasti sálfræðitryllir ársins. Mynd í anda Clueless og Mean Girls. Skemmtilegustu vinkonur í heimi eru mættar. Hugljúf rómantísk gamanmynd Leiðin að hjartanu er í gegnum ljúfengan mat! ÁLFABAKKA AKUREYRI KEFLAVÍK VIP NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 L NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 SUPER BAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 16 BRATZ kl. 5:30 L DISTURBIA kl. 10:10 14 ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 L SELFOSSI DISTURBIA kl. 8 - 10:20 14 VEÐRAMÓT kl. 8 14 KNOCKED UP kl. 10:10 12 NO RESERVATIONS kl. 8 -10 L 3:10 TO YUMA kl. 8 -10 16 BRATZ - THE MOVIE kl. 6 L ASTRÓPÍÁ kl. 6 L CUCK AND LARRY kl. 10 L SHOOT EM UP kl. 8 16 VACANCY kl. 10 16 LICENSE TO WED kl. 8 LKRINGLUNNI NO RESERVATIONS kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 L MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 16 BRATZ kl. 5:40 L ASTRÓPÍÁ kl. 8 L BOURNE ULTIMATUM kl. 10 14 RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:40 LDIGITAL SUPERBAD kl. 5.40 - 8 - 10.20 3:10 TO YUMA kl. 8 - 10.30 CHUCK AND LARRY kl. 5.40 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 BOURNE ULTIMATUM kl. 10.20 ASTRÓPÍA kl. 6 SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 12 16 16 14 12 16 12 14 14 SUPERBAD kl. 8 - 10.10 CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10.10 HAIRSPRAY kl. 6 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 6 12 14 14VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 SUPERBADLÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SHOOT´EM UP kl. 8 - 10 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 - 10.30 VACANCY kl. 10.40 KNOCKED UP kl. 5.20 - 8 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 -A.F.B. Blaðið - L.I.B., Topp5.is 27. SEPTEMBER DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á WWW.RIFF.IS7. OKTÓBER 2007 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík “ÁN NOKKURS VAFA FYNDNASTA MYND ÞESSA ÁRS. ÓFYRIRSJÁANLEGUR OG FRÁBÆR HÚMOR.” HEIÐAR AUSTMANN, FM957 - I. Þ. Film.is - J. I. Film.is - bara lúxus Sími: 553 2075 3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16 CHUCK & LARRY kl. 5.40, 8 og 10.20 12 HAIRSPRAY kl. 5.40 og 8 L KNOCKED UP kl. 10.20 14 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Hin stórmerkilega hljóm- sveit Danielson spilar á tónleikum í Fríkirkjunni næstkomandi föstudags- kvöld í tengslum við heim- ildarmynd um sveitina sem sýnd er á RIFF. Steinþór Helgi Arnsteinsson spjall- aði við æðsta klerk sveitar- innar, Daniel Smith. Danielson er fjölskyldumynd sem kom út í fyrra og er eftir J.L. Aronson. Gerði hann myndina af einskærum áhuga sínum á hljóm- sveitinni og var ekki styrktur af hljómsveitinni eða plötufyrir- tæki þess. Daniel segir að í fyrstu hafi hann verið efins um verk- efnið. „Mér fannst þetta eigin- lega ekkert áhugaverð saga,“ útskýrir Daniel. Danielson (heitir reyndar einnig Danielson Familie og Brother Danielson, fer eftir meðlimaskipan) er samt eins langt frá því að vera óáhugaverð hljómsveit og hugsast getur. Daniel stofnaði hljómsveitina ungur að aldri þegar hann ákvað að byrja að iðka trú sína á nýjan leik. „Ég kom að þeim tímapunkti að mér fannst ég ekki hafa neina stefnu. Fyrir mér var þetta ekki að fanga einhverjar nýjar lífs- reglur heldur trúarlegt samband og þá fylgdi tónlistin í kjölfarið. Það má líka segja að þetta hafi byrjað þegar ég ákvað að hætta að reyna að stjórna mínu eigin lífi og leyfa æðri mætti að taka völdin.“ Margir myndu samt ætla að Daniel væri einhvers konar stjórnunarfrík. Í hljómsveitinni hafa verið margir tugir tónlistar- manna héðan og þaðan. Í sveit- inni eru meðal annars systkini Daniels og eiginkona en einnig hefur Daniel fengið til liðs við sig ekki ómerkari spámenn en Sufjan Stevens, Deerhoof, Daniel John- ston og Steve Albini. „Jú, ætli ég geti ekki stundum verið smá stjórnunarfrík,“ viðurkennir Daniel og hlær. Auðveldlega mætti líka áætla að hljómsveitarnafnið Danielson væri tilkomið eins og föðurnöfn á Íslandi. Daniel segir reyndar svo ekki vera, þó að hann þekki íslenska nafnakerfið. „Við erum öll synir og dætur Guðs og ég vildi heiðra það með því að bæta einfaldlega -son aftan við nafnið mitt.“ Þrátt fyrir að tónlist Danielson hafi þessar djúpu og jafnvel alvarlegu rætur sem endurspegl- ast að miklu leyti í viðtölum og textum sveitarinnar verður tón- listinni sjálfri varla öðruvísi lýst en sem hressilegri gleðitónlist. Daniel segir að gleði og kristin trú fari hins vegar mjög vel saman og séu ekki svo ólíkir hlutir. „Því miður hafa ýmis trúsamfélög látið allt sem tengist Guði líta út fyrir að vera mjög alvarlegt, þurrt og leiðinlegt. Þegar ég hugsa hins vegar um gleði er það þar sem mér finnst Guð vera skiljanlegastur.“ Daniel segir samt sveitina alls ekki gera kristna tónlist í hefð- bundnum skilningi og sveitin sé alls ekki í einhverri pílagrímsför að færa meiri gleði í hið kristna samfélag. „Við erum að gera tón- list fyrir alla. Ég hef engan áhuga á að gera tónlist sem höfðar ein- göngu til hins kristna samfélags, ég veit í raun ekki hvað það er einu sinni.“ Danielson spilar eins og áður segir í Fríkirkjunni en Daniel segir það ekki skipta neinu fyrir sveitina hvort tónleikar hennar séu haldnir í kirkju eða ekki. „Ég heyrði bara að þetta væri fallegur tónleikastaður.“ Daniel segir það líka vera til- hlökkunarefni fyrir sig að Daniel- son verði sjö á tónleikunum en undanfarið hefur sveitin vana- lega innihaldið fjórar manneskj- ur. Að lokum ber að minna á tón- leikana sjálfa en það kostar eingöngu 2.500 krónur á þessa skemmtilegu og forvitnilegu upp- lifun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hjaltalín sér um upphitun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.