Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég er bara með útvarpið í gangi. Ef strákarnir kveikja á því er það FM 95,7, en ef ég næ að kveikja á því er það Gull- bylgjan. Ég hef gaman af gull- inu, það eru lög frá því maður var yngri.“ Nú er komið í ljós að það verða þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson og Vilhelm Anton Jónsson sem munu sitja í dómnefnd í þáttunum Bandið hans Bubba ásamt kónginum sjálf- um. Þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 í febrúar. „Bubbi er aðalmaðurinn í dóm- nefndinni. Við getum orðað það sem svo að hann sé yfir- dómari,“ segir Þór Freysson hjá Saga Film sem sér um framleiðslu þáttanna. „Ástæð- an fyrir því að við vildum fá þessa tvo í starfið er sú að þarna eru á ferðinni tveir vanir sjónvarps- menn sem báðir eru öflugir músí- kantar. Þeir hafa auk þess mikla reynslu og gríðarlegt vit á viðfangs- efninu. Ekki skemmir fyrir að þeir eru báðir mjög skemmtilegir og sjónvarpsvænir.“ Þór segir að þegar hafi fjöl- margir skráð sig til þátttöku í þátt- unum en áheyrnar- prufur verða víðs vegar um landið í október og nóvember. „Svo ætlar Bubbi hreinlega að fara og heilsa upp á fólk sem honum hefur verið bent á. Ein- hverjir geta þess vegna átt von á að fá hann í heimsókn og verða rukkað- ir um að syngja eða spila.“ Þór segir þáttinn verða ólíkan Idol-þáttunum og X-Factor að því leytinu til að íslenskan verði í aðalhlutverki. „Við erum alls ekki að leita að arftaka Bubba Morthens. Bara einfaldlega nýjum talent í íslensku tónlistarlífi líkt og við höfum verið að gera áður.“ Björn Jörundur og Villi dæma með Bubba „Við höfum verið að skoða línubáta en þeir gætu verið of litlir fyrir heila kvikmynd og við erum því að athuga hvort það væri hent- ugra að notast við frystitogara,“ segir kvik- myndaleikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson en hann mun færa leikrit Jóns Atla Jónas- sonar, Brim, upp á hvíta tjaldið í samstarfi við Vesturport. Kvikmyndafyrirtækið ZikZak mun síðan sjá um framleiðslu mynd- arinnar. Brim gerist að mestu leyti um borð í línu- bát og eru aðstandendur hennar stórhuga, ekki verður byggð nein leikmynd á landi heldur farið á sjóinn með tökulið og leikara. Þetta verklag hefur ekki þótt líklegt til afreka í kvikmyndaheiminum en leikstjór- inn er hvergi banginn, sjóveikitöflur geti til að mynda gert kraftaverk. Árni er þegar farinn að búa sig undir tök- urnar, fór meðal annars í fjögurra daga túr með línubátnum Örvari sem gerður er út frá Rifi á Snæfellsnesi. „Ég fékk aðeins að prufa að gera að fisknum en þá stöðvaðist öll vinnslan um borð og mér var fljótlega ýtt til hliðar,“ segir Árni og hlær en bætir því við að þetta hafi verið mögnuð lífsreynsla. Hann bjóst jafnframt við því að leikhópurinn færi í slíkar ferðir til að kynna sér aðeins betur lífið um borð fyrir myndina. Árni vonaðist til þess að tökur hæfust í byrjun næsta árs. „Alls ekki seinna en í mars enda viljum við rigningu og rok, svolitla brælu.“ Brim um borð í frystitogara Friðrik Weisshappel er ekki eini Íslendingurinn sem fær að njóta sín í vinsældakosningu Alt om Köbenhavn. Dóra Takefusa og Dóra Dúna Sighvatsdóttir eru einnig tilnefndar, sem helstu menningarfrumkvöðlar í bænum. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að dögurðurinn, eða „brunchinn“, á kaffihúsum Frið- riks og félaga hans væri tilnefnd- ur í Byens bedste-vinsældakosn- ingu vefsins Alt om Köbenhavn. Dóra Takefusa og Dóra Dúna Sig- hvatsdóttir hafa hins vegar líka hlotið tilnefningu í kosningunni, en þær opnuðu barinn Jolene á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í byrjun ágúst. „Við erum tilnefndar sem „kulturelle iverksætter“,“ útskýrði Dóra Takefusa, en hug- takið myndi útleggjast sem menningarfrumkvöðull á íslensku. „Okkur finnst þetta frekar fyndið. Staðurinn er ekki tilnefndur, heldur við fyrir stað- inn. Mér finnst það líka svolítið spaugilegt að vera tilnefnd fyrir það kúltíveraða framtak að opna bar,“ sagði Dóra og hló við. Í sama flokki hefur dómnefnd tilnefnt framkvæmdastjóra menningarhússins Grand Teatret, menningar- og samkomusalinn Docken og Alþjóðlegt leikfélag Kaupmannahafnar, svo eitthvað sé nefnt. Dóra telur að staðsetning bars- ins hafi skipt máli. „Minn skiln- ingur er sá að þetta þyki merki- legt af því að við erum að koma með barinn inn í þetta hverfi, Norðurbrú, þar sem er í rauninni ekkert mikið um að vera,“ sagði Dóra. Dómnefndin virðist vera á sama máli, því á heimasíðu kosn- ingarinnar er tekið fram að með opnun Jolene hafi Dóra Takefusa og Dóra Dúna „auðgað hverfi sem hefur liðinn dálítinn skort“. Jolene hefur fengið töluverða athygli og þykir staðurinn skemmtilega innréttaður. „Það eru nokkur blöð búin að fá að taka tískuþætti hérna inni og MTV var að taka upp viðtöl hjá okkur um daginn,“ sagði Dóra, en hún og nafna hennar eiga veg og vanda af hönnun staðarins. „Svo feng- um við íslenska stelpu og kærast- ann hennar til að gera svona graffítímyndverk, og unga danska listakonu til að hanna DJ- búrið okkar,“ benti Dóra á. Kosningin er þegar hafin og stendur yfir til 23. nóvember. Úrslit verða tilkynnt á fullveldis- daginn, 1. desember. Hægt er að kjósa á vefnum byensbedste.aok. dk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.