Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 38
Astrópíumennirnir Ottó Geir Borg og Ævar Grímsson, handritshöf- undar, og Gunnar Björn Guð- mundsson, leikstjóri, hafa útbúið hljóðskrá, þar sem má heyra athugasemdir þeirra og lýsingu á gerð myndarinnar. „Þetta er hugs- að þannig að fólk setji þetta í einhvern mp3- spilara, eins og iPod, og fari með þetta í bíó. Þá er hægt að hlusta á okkur tala yfir myndina,“ útskýrði Gunnar Björn, sem ítrek- ar að þetta sé þó helst fyrir þá sem eru að sjá myndina í annað skiptið. „Annars skemmum við upplifun- ina. Við tölum um endinn og segj- um frá atriðum áður en þau byrja og svona,“ sagði hann og hló við. „Við tölum líka um brellurnar, hvað hafi klikkað og hvað gengið upp, segjum sögur af leikurunum og ýmislegt annað,“ útskýrði Gunnar, sem segir athugasemd- irnar jafnframt veita góða innsýn í almenna kvikmyndagerð, þó að þær miðist að sjálfsögðu fyrst og fremst við Astrópíu. Gunnar segir hugmyndina komna frá kvikmyndagerðar- manninum Kevin Smith. „Ég held að hann hafi gert þetta fyrir Clerks 2. Venjulega eru svona athuga- semdir á DVD-útgáfum af mynd- um, en við hugsuðum þetta fyrir bíó,“ útskýrði hann. Gunnar segir þó ákveðnar leik- reglur eiga við um notkun hljóð- skránna. „Fólk á helst ekki að sjá myndina í fyrsta skipti með þetta í eyrunum, því maður heyrir þá varla í henni. Svo má alls ekki hafa þetta svo hátt stillt að það trufli aðra bíógesti,“ sagði Gunnar og hló við. Lýsinguna má sækja á kisi.is Með leikstjórann í eyrunum Rokksveitin goð- sagnakennda Led Zeppelin hefur borið til baka orðróm um að hún ætli í tón- leikaferð í fram- haldi af tónleik- um sínum í London 26. nóv- ember. Verða það fyrstu tónleikar sveitarinnar í fjórtán ár. Söngvarinn Robert Plant segir að aðeins verði haldnir þessir einu tónleikar. „Við þurfum að halda eina frábæra tónleika vegna þess að við höfum haldið nokkra tón- leika eftir að við hættum og þeir hafa verið ömurlegir,“ sagði Plant. Hann segist jafnframt vera að hugsa um að gefa tónlistar- ferilinn upp á bátinn eftir tónleikana í London. „Alltaf þegar ég kem heim af tónleikaferðum frétti ég af vinum mínum sem fara í háttinn langt á undan mér. Það þýðir líklega að ég ætti að gera það sama. Kannski ætti ég að hætta að skemmta mér svona vel og leyfa aldrinum að færast yfir mig.“ Tuttugu milljón aðdáendur Zepp- elin reyndu að fá miða á tónleika sveitarinnar en aðeins tuttugu þúsund voru dregnir út. Engin tónleikaferð Tamra Rosanes, frægasta kántrísöngkona Dana, og Birgitta Haukdal verða gestasöngv- arar á heljarinnar kántríballi að Ásvöllum í Hafnarfirði 3. nóvember þar sem kántrí- sveitin Klaufar treður upp. Fyrsta plata sveitarinnar stefnir hraðbyri í gullsölu og hugsanlega fá Klaufarnir afhenta gullplötu á ballinu. „Ég kynntist henni á sama tíma og Stuðmannamyndin var tekin upp í tívolíinu í Kaupmannahöfn árið 2003,“ segir Sigurjón Sigurðsson, sem stendur fyrir tónleikunum, um vinkonu sína Tamra Rosanes. „Hún er mjög þekkt í kántríheiminum. Þetta er mjög mikill fengur fyrir okkur og fyrir hana að komast inn á þennan markað því kántrí- hópurinn hér er alltaf að stækka, enda er þetta aðgengileg tónlist sem höfðar til flestra.“ Sigurjón fékk hugmyndina að ballinu eftir að hafa keypt fyrstu plötu Klaufanna um síðustu verslunarmannahelgi. „Ég setti mig í samband við þá því mér finnst þeir flottir. Það að kasta til gullplötu á Íslandi með kántríi er magnað og það án þess að fara í gegnum þetta stóra batterí sem Skífan og 365-miðlar er, með fullri virðingu fyrir þeim,“ segir hann en platan hefur eingöngu verið seld í N1-búðunum og á Selfossi. Birgir Nielsen, forsprakki Klaufanna, segist ekki hafa átt von á þessum miklu vinsældum sveitarinnar. „Þetta er hálfgerður saumaklúbbur nokkurra drengja á Selfossi sem allir hafa mikinn áhuga á kántríi. Við ákváðum að fara alla leið og fórum í flottasta stúdíóið í Nashville og það var ótrúleg upplifun,“ segir hann. Sveitin hefur þegar bókað hljóðver í Nashville næsta sumar þar sem leikurinn verður endurtekinn. Dönsk söngkona á kántríballi B&L Nýafstaðin fangelsisvist Parisar Hilton er víðfræg, en sjálf vill Paris sem minnst um hana tala, sem kom glöggt í ljós þegar hún mætti í spjallþátt David Letterman síðastliðinn föstudag. Eins og flestir vita varði Paris Hilton bróðurpartinum af júní síð- astliðnum í fangelsi. Eitthvað virt- ist David Letterman hafa lengt eftir tækifæri til að spyrja erf- ingjann spjörunum úr um sama efni. Þegar Paris mætti í spjall- þátt hans síðastliðið föstudags- kvöld voru það nánast einu spurn- ingarnar á dagskrá, sem var stjörnunni ekki beinlínis að skapi. Letterman hóf viðtalið á að þaul- spyrja Hilton um matinn í fangels- inu, hvað hún hefði borðað, hve- nær, hvar og í hvaða röð, við góðar undirtektir áhorfenda sem góluðu af hlátri. Hótelerfingjanum var ekki jafn skemmt. Eftir mataræðis- yfirheyrsluna snéri Letterman sér að öðru, og spurði hvort Hilton þætti ekki ótrúlegt að þetta hefði í raun komið fyrir hana, að hún hefði lent í fangelsi. „Ég trúi því ekki heldur, en það gerði mig að sterkari manneskju,“ svaraði Hilton, sem var þá farin að sýna greinileg merki þess að hún væri ekki ánægð með spurn- ingarnar. Skömmu síðar sagði hún: „Ég hef haldið áfram með líf mitt, svo mig langar ekki að tala um þetta lengur.“ Svar Letterman við þessari augljósu tilraun til að skipta um umræðuefni var eftirfarandi: „Þar erum við ólík, því það er það eina sem mig langar að tala um,“ við mikinn fögnuð áheyrenda. Næstu spurningu neitaði Paris að svara. „Ég er hérna til að tala um fatalínuna mína, kvikmyndina mína og ilmvatnið mitt. Ég er ekki hérna til að tala um þetta,“ sagði hún ákveðin. Þegar Letterman hélt enn áfram kvaðst hótel- erfinginn nú sjá eftir því að hafa komið í þáttinn. „Þú særir tilfinningar mínar,“ sagði hún og setti upp fýlusvip. Letterman féllst á að skipta um umræðuefni, en fregnir herma að Paris sé enn allt annað en sátt. Eftir upptökurnar ku hún hafa brostið í grát, og tilkynnt að hún myndi aldrei heimsækja Letter- man aftur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.