Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 14
greinar@frettabladid.is
Ná ekki endar saman?
Vantar þig góða aukavinnu eða viltu breyta um starfsvettvang?
Pósthúsið leitar að kraftmiklu samstarfsfólki til íhlaupastarfa. Um
er að ræða dreifingu á Fréttablaðinu og fylgiritum í breytilegum
hverfum á höfuðborgasvæðinu milli kl. 2 og 9. Í boði eru góð
laun fyrir duglegt fólk, hressandi útivera og sveigjanlegur
vinnutími.
Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa bíl til umráða.
Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma
585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is.
– ódýrari valkostur
Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is
Pósthúsið er ungt og öflugt
dreifingarfyrirtæki á sviði
blaða- og vörudreifingar.
Hjá Pósthúsinu starfa um
sjöhundruð manns að
uppbyggingu á fjölbreyttum
og skemmtilegum vettvangi.H
im
in
n
o
g
h
af
/
S
ÍA
Nixon-stjórnin í Banda-ríkjunum þótti sérlega
ófyrirleitin í garð andstæðinga
sinna á fyrri hluta áttunda
áratugarins. Meðal þeirra sem
urðu fyrir barðinu á njósnum og
öðru áreiti FBI, sérsveitum
stjórnarinnar, var John Lennon
en eftir að slitnaði upp úr bandi
hans og Pauls og hinna Bítlanna
sótti hann það fast að fá að búa í
New York með Yoko.
Þeirri sömu Yoko sem nú er að
koma til landsins að vígja
friðarsúlu – og ætlar að hafa með
sér Paul og Ringo til marks um
löngun sína til að lifa í friði við
aðra menn.
Nema hvað: Í Bandaríkjunum
fást birt gömul skjöl þótt
óþægileg séu fyrir ráðamenn. Og
þau votta að Nixon-stjórnin og
sérsveit ríkislögreglustjórans J.
Edgars Hoovers töldu það miklu
varða að koma John Lennon úr
landi og réru að því öllum árum
að honum yrði neitað um
dvalarleyfi í landinu. Þetta var
vegna þess að hann tók á þessum
árum virkan þátt í mótmælum
gegn stefnu stjórnarinnar í
Víetnamstríðinu sem náði þá sínu
villimannlega hámarki með
glórulausum loftárásum á
Víetnam og Kambódíu.
Þeir töldu að mótmæli Lennons
stríddu gegn þeim „grunn-
gildum“ sem þeir trúðu á og töldu
vera grunngildi samfélagsins. En
jafnvel þessir ofstækisfullu og
óprúttnu menn sáu að þeir
myndu þurfa að bera fram
haldbetri ástæðu fyrir því að vísa
honum úr landi en að hann bryti
„gegn grunngildum
samfélagsins“.
Þessi í stað vísuðu þeir til þess
að í fórum Ono-hjónanna hefði
fundist lítilræði af marjúana í
London nokkrum árum fyrr. Eins
og skjölin votta var þetta augljóst
yfirvarp, ekki síst á þessum
árum þegar flestir töldu
hampefni skaðlítinn gleðigjafa og
áhrif þeirra á geðheilsu manna
voru mjög vanmetin.
Í síðustu viku flutti fréttastofa
Ríkisútvarpsins okkur þær
fregnir að íslenska lögreglan
hefði farið fram á það við
Útlendingastofnun að enskum
jarðfræðingi Miriam Rose yrði
meinuð landvist hér þótt hún eigi
íslenskan unnusta og íslenska
tengdafjölskyldu og hafi þannig
þegar skotið rótum hér. Ekki mun
hún uppvís að glæpastarfsemi í
landinu en klifraði víst einhvern
tímann upp í krana í mótmæla-
aðgerðum Saving Iceland og
truflaði vinnu um hríð.
Ástæðan sem lögreglan gefur
fyrir beiðni sinni er þessi:
Miriam Rose ógnar „grunn-
gildum samfélagsins“ með
mótmælum sínum gegn stóriðju.
Af einhverjum ástæðum virðist
ríkislögreglustjóri standa í þeirri
trú að helsta hlutverk lögregl-
unnar hér á landi sé að standa
vörð um álversframkvæmdir. Í
því skyni að bæla niður ímynd-
aðar óeirðir kringum þær hefur
hann stóreflt óeirðalögreglu,
svonefnda „sérsveit“, á kostnað
annarra deilda með þeim
afleiðingum að sárlega hefur
skort lögreglumenn til raunveru-
legra löggæslustarfa, en eins og
kunnugt er felast slík störf hér á
landi einkum í því að stöðva
séríslenskar ölæðisaðgerðir.
Skörin er farin að færast upp í
bekkinn hvað þessa ál-meinloku
lögreglunnar varðar þegar hún er
farin að senda út tilmæli um að
manneskja sem allt bendir til að
geti orðið nýtur borgari skuli
flæmd úr landi fyrir þær sakir að
hafa barist fyrir náttúruvernd.
Vissulega hefur manni á
köflum fundist Saving Iceland
fremur sýna veikleika andstöð-
unnar við virkjanir hér á landi en
styrk, og þá verr af stað farið en
heima setið í aðgerðum í mál-
efnum þar sem helst þyrfti að
höfða til almennings og
smáborgaranna alveg
sérstaklega.
En það er bara eins og hver
önnur skoðun á aðgerðum fólks í
frjálsu landi, röng eða rétt eftir
atvikum. Lögreglan á hins vegar
ekki að hafa skoðun á réttmæti
mótmælaaðgerða. Almennt á hún
ekki að skipta sér af mótmæla-
aðgerðum nema greiða fyrir
þeim og passa að þær fari ekki úr
böndunum. Framganga lög-
reglunnar við Saving Iceland
hefur vitnað um einhvern
hvimleiðan kylfukláða og sýnir
vanþroskað lýðræðisskyn.
Það fer vel á því að hugleidd
séu „grunngildi samfélagsins“
þegar umsókn Miriam Rose
verður tekin fyrir af Útlendinga-
stofnun því hluti af þeim er
rétturinn til að mótmæla,
rétturinn til að hafa aðra skoðun
en stjórnvöld og rétturinn til að
láta óvinsæla skoðun í ljós með
þeim hætti að eftir sé tekið – allt
þetta sem Hirsi Ali var á
dögunum að hrósa okkur fyrir.
Ætli niðurstaðan verði ekki sú að
Miriam Rose hafi einmitt starfað
í anda þessara grunngilda.
Heiðra skaltu grunngildin
Leikskólanefnd Kópavogs hefur kynnt
aðgerðaáætlun til að bregðast við mann-
eklu á leikskólum í rekstri bæjarins.
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi
minnihlutans, reynir að bregða fæti fyrir
framtakið með grein í Fréttablaðinu þar
sem hún fer rangt með staðreyndir, kastar
ryki í augu lesenda og gerir úlfalda úr
mýflugu. Það er lítið sem hundstungan ekki finnur.
Fulltrúar Samfylkingarinnar studdu aðgerða-
áætlunina enda er hún metnaðarfull. Hún eykur
stöðugleika í starfsmannahaldi og laðar starfsfólk
að leikskólum bæjarfélagsins. Aðgerðaáætlunin
felur í sér aukin tækifæri starfsmanna til náms í
leikskólafræðum og aukið faglegt öryggi í starfi.
Stjórnendur geta sótt stjórnunarnám sem er
sérsniðið að þörfum þeirra. Vinnuaðstaðan verður
bætt og kjörin sömuleiðis, t.d. verða greiðslur
hækkaðar vegna kostnaðar í starfi og námsstyrkja.
Það vantar starfsfólk í 26 stöðugildi á leikskóla
sem bærinn rekur. Guðríður gefur í skyn að við í
meirihlutanum gerum of lítið úr vandanum með
því að telja ekki lausar stöður á einkareknum
leikskólum með. Samt veit hún að bærinn ræður
aðeins í stöður á þeim skólum sem eru í
rekstri Kópavogsbæjar.
Nú virðist stuðningur Samfylkingar-
innar fara minnkandi. Guðríður segir að
það vanti að gera ráð fyrir beinhörðum
peningum sem sé eina raunhæfa lausnin.
Það er ekki rétt. Bæjarráð hefur
samþykkt aðgerðaáætlunina, bæjar-
sjóður greiðir kostnaðinn og undir-
búningur að framkvæmd áætlunarinnar
er í fullum gangi.
Við þetta má bæta að Kópavogsbær
hefur aukið framlög til leikskóla, er að úthluta
tímabundnum viðbótarlaunum, svonefndum TV-
einingum, í annað sinn og hefur samþykkt að fella
niður 2 ára aldursmörk fyrir heimgreiðslum og
framlengja þær til þess tíma að börn fá inni á
leikskóla.
Er þá viðeigandi að oddviti Samfylkingarinnar
spyrji hvort góð rekstrarniðurstaða bæjarins sé á
kostnað þjónustunnar við börnin í bænum? Er ekki
stundum eðlilegt að leggja pólitíkina til hliðar og
byggja upp frekar en að rífa niður? Ég held að
oddviti Samfylkingarinnar ætti að spyrja sig að
því.
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Umbætur í leikskólamálum
Þ
að er gott veganesti sem ríkisstjórnin fær á fyrsta
starfsdegi Alþingis. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Fréttablaðsins segjast nú sjötíu prósent þjóðarinnar
myndu kjósa annan hvorn ríkisstjórnarflokkinn og bæta
báðir flokkarnir við sig fylgi frá síðustu kosningum.
Til samanburðar var samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks yfirleitt í kringum fimmtíu prósent allt síðasta
kjörtímabil. Yfirleitt gerist fátt í stjórnmálum yfir sumartímann
en af nægu hefði átt að vera að taka þetta sumarið til að hafa áhrif
á fylgi stjórnarflokkanna, til að mynda Grímseyjarferjudeilan,
deilur innan stjórnar um evruna og Evrópusambandið og áhrif
verulegrar kvótaskerðingar þetta árið.
Þingmeirihluti núverandi ríkisstjórnar er 43 þingmenn
af 63. Því geta ellefu stjórnarþingmenn gengið úr takti við
flokksforystuna og vilja framkvæmdavaldsins án þess að hafa
áhrif á vilja ríkisstjórnarinnar. Af þessu getur tvennt leitt; dregið
getur úr flokksaga innan stjórnarflokkanna og minna mál verður
fyrir framkvæmdavaldið að breyta frumvörpum í lög. Með
tæpum meirihluta getur lítill hópur stjórnarþingmanna haldið
frumvörpum í gíslingum, en sá hópur þarf nú að vera nokkuð
stór.
Stjórnarandstaðan hefur ekki enn sýnt þann styrk að hún verði
til mikilla stórræða á komandi þingi. Ef af verður, eins og líklegt
er, að stjórnarþingmenn verði frjálsari nú til að fylgja sannfær-
ingu sinni en áður hefur tíðkast með litlum meirihluta, er alveg
eins líklegt að helsta andstaðan komi frá ósáttum stjórnarþing-
mönnum eins og stjórnarandstöðunni. Margir gætu fallið í þá
gryfju að túlka slík andmæli sem veikleikamerki ríkisstjórnar-
innar og óánægju þingmannanna með stjórnarsamstarfið. Slíkt
ætti frekar að túlkast sem heilbrigt merki lýðræðisins.
Við þessar aðstæður er komið upp tilvalið tækifæri fyrir annan
ríkisstjórnarflokkinn að rifja upp orð sín um mikilvægi þess að
styrkja löggjafarvaldið gegn framkvæmdarvaldinu þegar flokk-
urinn var enn í stjórnarandstöðu. Sérstaklega var Jóhönnu Sig-
urðardóttur, núverandi félagsmálaráðherra, annt um þetta mál,
en það naut verulegs stuðnings formanna flokksins. Jóhanna
lagði meðal annars fram frumvarp á þingi 2001 þar sem lagt var
til að sérstakar þingnefndir gætu, að eigin frumkvæði, fjallað um
og rannsakað mál eins og „framkvæmd laga, meðferð opinberra
fjármuna og önnur mikilvæg mál er almenning varða,“ eins og
stóð í frumvarpinu.
Sjálfstæði löggjafarvaldsins birtist einna helst í starfi þing-
nefndanna, þar sem í raun og sann er komist að samkomulagi um
framgang mála. Með því að efla starf þingnefndanna, jafnt þeirra
sem fyrir eru og ad hoc nefnda, er hægt að vinna gegn því ofurvaldi
sem núverandi ríkisstjórn og þar af leiðandi framkvæmdarvald
getur haft í krafti þrettán þingmanna meirihluta.
Með styrkri stjórn
Við þessar aðstæður er komið upp tilvalið tækifæri
fyrir annan ríkisstjórnarflokkinn að rifja upp orð sín
um mikilvægi þess að styrkja löggjafarvaldið gegn
framkvæmdarvaldinu.