Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 39
Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey er langtekjuhæsta per- sónan í bandarísku sjónvarpi sam- kvæmt niðurstöðu tímaritsins Forbes. Frá júní í fyrra þar til í júní á þessu ári hlaut hún um sex- tán milljarða króna í laun. Er það fjórum sinnum meira en grínist- inn Jerry Seinfeld þénaði, sem lenti í öðru sæti. Mestar tekjur fær hann fyrir endursýningar á þætti sínum Seinfeld. Dómarinn Simon Cowell úr American Idol náði þriðja sætinu með tekjur upp á rúma 3,7 milljarða króna. Fyrr á árinu var Oprah efst á lista Forbes yfir valdamestu stjörnurnar. Þá voru teknar með í reikninginn tekjur hennar og það hversu áberandi hún hefur verið á netinu og í öðrum fjölmiðlum. Hún var einnig nefnd ríkasta konan í skemmtanabransanum í sama tímariti í janúar. Oprah tekjuhæsta stjarnan Tíu ára drengur fær tækifæri til að leika lítið hlutverk í nýjustu mynd Will Ferrell, Step Brothers, eftir að pabbi hans keypti hlut- verkið á uppboði til styrktar góð- gerðarmálum. Faðirinn, sem er frá Dallas, borgaði tæpar þrjár milljónir króna fyrir hlutverkið og rennur allur peningurinn til krabbameins- sjóðsins Cancer for College, sem fyrrverandi samnemandi Ferrell við Háskólann í Suður-Kaliforníu stofnaði. Ferrell, sem átti hugmyndina að uppboðinu, var ánægður með við- brögðin sem hann fékk. „Þessir peningar eiga eftir að hjálpa mörgu ungu fólki að láta drauma sína um að sækja háskóla rætast.“ Pabbi vann uppboð Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opið virka daga: 10-18 og laugardaga 11-16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.