Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 42
Powerade-bikar karla Powerade-bikar kvenna N1-deild kvenna í handbolta Meistaradeild kv. í handb. Enska úrvalsdeildin Norska úrvalsdeildin Ítalska A-deildin Keflavíkurkonur eru Powerade-meistarar í körfubolta eftir 95-80 sigur á Íslandsmeistur- um Hauka í úrslitaleik í gær. Bandaríski bakvörðurinn í Kefla- víkurliðinu, Kesha Watson, skoraði 36 stig í leiknum og bætti stiga- metið í úrslitaleik keppninnar. Haukaliðið var komið 14 stigum yfir, 34-20, eftir fyrsta leikhluta en tveir sprettir Keflavíkurliðsins þar sem þær skoruðu annars vegar 12 stig í röð og hinsvegar 11 stig í röð komu þeim yfir 44-48 fyrir hálfleik. Haukaliðið lék síðan án Bandaríkjamannsins síns allan seinni hálfleik eftir að Kiera Hardy var borin út af eftir 18 sekúndur í seinni hálfleik. Kefla- víkurliðið gekk á lagið og vann öruggan sigur. „Þetta var fyrsti titillinn af mörgum sem eru í boði og kær- komið að byrja þetta svona og við ætlum okkur auðvitað að keppa um þessa titla. Við erum búin að vinna fyrsta bikarinn og það hlýtur að vera ákveðin yfirlýsing um áætlanir okkar í vetur,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. „Við byrjuðum betur, en stelp- urnar í Keflavík komu grimmar inn í annan leikhluta og við lentum í smá vandræðum með pressuna hjá þeim og náðum ekki fara eftir því sem upp var lagt gegn henni. Í upphafi seinni hálfleiks urðum við náttúrlega fyrir áfalli þegar við misstum Kieru Hardy út af, sem er okkar aðalleikstjórnandi, þannig að við lentum í miklu basli eftir það,“ sagði Yngvi Gunnlaugs- son, þjálfari Hauka. „Við þurfum að fínpússa okkar leik og Kiera Hardy á eftir að koma betur inn í þetta hjá okkur en ég tel að við eigum alveg að geta verið með í baráttunni um titilinn í vetur,” bætti Yngvi við. Pálína Gunnlaugsdóttir vann Powerade-bikarinn þriðja árið í röð en hún var í Haukum áður en hún fór í Keflavík í sumar. „Ég er bara mjög sátt með mig hjá Keflavík. Mótið er að fara af stað og við vinnum bara í okkar málum og ég hef fulla trú á því þetta komi smátt og smátt hjá okkur,“ sagði Pálína, sem átti fínan leik, skoraði 10 stig og gaf 6 stoð- sendingar. Kesha bætti stigametið í Keflavíkursigri Lið Þjóðverja varði í gær heimsmeistaratitil sinn í fótbolta kvenna þegar liðið vann Brasilíu í úrslitaleik í Shanghai, 2-0, með mörkum frá Birgit Prinz og Simone Laudehr. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem að ríkjandi heimsmeist- arar náðu að verja titil sinn í kvennaboltanum. Marta frá Brasilíu varð markadrottning mótsins en hún skoraði 7 mörk í 6 leikjum. Lið Bandaríkjamanna tók bronsið með því að leggja norska liðið auðveldlega að velli 4-1. - Lið Þjóðverja varði titilinn Hinn breski Lewis Hamilton hjá McLaren, er kominn með 12 stiga forystu í stigakeppni ökuþóra eftir sigur sinn í japanska Grand Prix kappakstrinum í gær. „Ég kemst auðvitað ekki hjá því að hugsa um stöðuna sem ég er í, en ég verð samt bara að einbeita mér að næsta kappakstri og sjá til þess að undirbúningur minn sé réttur fyrir hann,“ sagði Hamil- ton, sem getur orðið fyrsti nýliðinn til þess að verða heimsmeistari í Formúlu 1. - Með titilinn innan seilingar Snæfell er Powerade- bikarmeistari karla í annað sinn á þremur árum eftir 72-65 sigur á Íslandsmeisturum KR í miklum baráttuleik í Höllinni í kvöld. Bæði lið spiluðu grimma og harða vörn og sóknarleikurinn gekk lítið sem ekkert. Snæfell var með frumkvæðið nánast allan tímann, komst í 8-2, 20-9 en KR skoraði 11 stig í röð í lok þriðja og byrjun fjórða leikhluta og komst yfir í leiknum. Hinn 18 ára gamli Atli Rafn Hreinsson skoraði þá átta stig Snæfells í röð og hélt sínum mönnum inn í leiknum áður en þriggja stiga körfur frá Jóni Ólafi Jónssyni og Sigurði Þorvaldssyni komu Snæfelli í 53-57. Lokamínúturnar voru jafnar og spennandi en úrslitin réðust þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Fannar Ólafsson fékk þá sig sína fimmtu villu og síðan tæknivillu fyrir mótmæli. Snæfell fékk fjög- ur víti og boltann, náði sex stiga sókn og komst um leið átta stigum yfir, 61-69. Eftir það var aðeins formsatriði að klára leikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR var ekki ánægður með sína menn sem náðu sér ekki á strik fyrir utan Helga Má Magnússon sem var algjör yfirburðamaður í liðinu með 23 stig á þeim 25 mínút- um sem hann spilaði. „Mér fannst þetta alveg ömur- legur leikur og ég trúi varla hversu illa við spiluðum. Við náðum okkur fannst mér aldrei á strik en auðvitað má segja að við hefðum verið inn í leiknum alveg fram að því að við fengum á okkur tæknivíti í lokin. Það má segja Snæfells liðinu til hróss að þeir vildu þennan sigur bara meira en við,” sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR. KR liðið var að prófa nýjan leikstjórnanda í leiknum og Bene- dikt viðurkenndi að þeir væru í erfiðleikum með að fylla þá stöðu. „Liðið mun ekki virka rétt fyrr en við finnum leikstjórnanda sem hentar okkur og eins og staðan er núna þá er þetta óráðið og því vantar allan heildarbrag á sóknar- leik okkar,” sagði Benedikt. Jón Ólafur Jónsson kom sterkur inn af bekknum hjá Snæfelli og setti niður 23 stig á 27 mínútum. „Þetta var kannski ekki fallegur leikur en það er alltaf gaman að vinna svona leiki. Það má kannski segja að við hefðum átt harma að hefna gegn þeim og það var sætt að vinna þá, en það virðist vera sem að leikirnir á móti KR fari alltaf í einhverja stimpingar þar sem varnarleikurinn er í fyrirrúmi,” sagði Jón Ólafur sem var ánægður með stuðningin sem liðið fékk í leiknum. „Þetta var magnað og virðist alltaf vera svona þegar við komum í bæinn að við erum með fleiri stuðningsmenn en heimaliðið. Stemmningin í kringum liðið er frábær og við stefnum að því að vinna allt sem er í boði, það er ekkert flóknara en það,” sagði Jón Ólafur sigurreifur í leikslok. Jón Ólafur átti mjög góðan leik fyrir Snæfell og var besti maður liðsins. Fyrirliðinn Hlynur Bær- ingsson var mjög traustur með 15 stig og 13 fráköst og þótt að Justin Shouse hafi oft spilað miklu betur sóknarlega þá var hann góður í vörninni og stjórnaði sókknar- leiknum vel hjá liðinu í lokaleikhlutanum. Snæfell vann Powerade-bikarinn eftir 72-65 sigur á KR í Höllinni í gær. Þetta var fjórði úrslitaleikurinn í röð sem Vesturbæingar tapa í þessari keppni. Fimm lið eiga möguleika á að vinna titilinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.