Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 6
Umdeilt er hvort ókeypis dreifing á sprautunálum til fíkla sé af hinu góða eða ekki. Fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu að slíkar hugmyndir væru uppi til að reyna að hindra hópsýkingar af völdum blóðsmitandi sjúkdóma. Sóttvarnaráð fundaði svo um málið í síðustu viku. Haraldur Briem, sóttvarna- læknir hjá Landlæknisembættinu, segir þessa aðferð umdeilda í öðrum löndum. Meðal annars beri á gagnrýni þess efnis að ókeypis sprautunálar geti beinlínis verið hvatning til fólks að sprauta sig. „A lþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með því að menn hugi að þessu. En þá kemur þessi stóra spurning um hvernig standa eigi að dreifing- unni. Og þá verður minna um svör,“ segir Haraldur og bætir við að hér á landi hafi verið sú stefna höfð að hafa gott aðgengi að sprautunálum í lyfjaverslunum. „En síðan hafa menn viljað ganga lengra og hafa þær enn aðgengi- legri. Ég verð hins vegar að játa að ég hef ekki getað komið auga á neina einhlíta lausn á ókeypis dreifingu.“ Að undanförnu hafa hópsýkingar látið á sér kræla meðal sprautu- fíkla, þar sem um er að ræða HIV- smit samhliða lifrarbólgu B. „Það furðulega er að gerast nú að þeir sem greinast með HIV-smit greinast samtímis með bráðalifrar- bólgu B,“ segir Haraldur „Þetta rennir stoðum undir að báðar þess- ar veirur séu að ganga manna á milli nú. Það má segja að um hóp- sýkingu sé að ræða.“ Þeir sem smitast af lifrarbólgu B verða veikir og gulir, að sögn sótt- varnalæknis. Um 95 prósent fá bata, en hjá fimm prósent sjúklinga verður sjúkdómurinn „krónískur“, sem getur þá verið ávísun á lifrar- skemmdir og fleira. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, segir að skipting Íraks upp í svæði eftir trú og þjóðerni yrði „stórslys“ en tillaga þess efnis var lögð fyrir efri deild Bandaríkjaþings í síðustu viku. Samkvæmt stjórnarskrá Íraks mætti koma á fót sambandsríki í Írak þar sem sjíar í suðri, kúrdar í norðri og súnníar í vestri og miðju landinu gætu sett upp svæði með takmarkaðri sjálfs- stjórn. Deilur, aðallega um nýtingu auðugra olíuauðlinda, hafa staðið í vegi fyrir viðræðum um slíkt. Skipting Íraks yrði stórslys Bandarísk stjórn- völd hafa nú veitt fjórtán „mikil- vægum“ föngum í Guantanamo- fangabúðunum heimild til að fá sér lögfræðing. „Eins og allir aðrir fangar í Guantanamo hafa mikilvægu fangarnir einnig tækifæri til að andmæla stöðu sinni sem óvin- veittir bardagamenn,“ segir J.D. Gordon, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Meðal fanganna fjórtán er Khalid Sheikh Mohammed, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar á tvíburaturnana í New York haustið 2001. Hvorki hann né hinir fangarnir þrettán hafa til þessa haft minnsta tækifæri til að leita til lögmanna, hvorki eftir að þeir voru fluttir til Guantanamo á Kúbu fyrir ári síðan, né þau ár sem bandaríska leyniþjónustan CIA hafði þá með leynd í haldi. Þeir höfðu þó allir svokallaðan „persónulegan talsmann“ þegar þeir mættu fyrir úrskurðarnefnd í Guantanamo fyrr á árinu, þar sem tekin var afstaða til þess hvort þeir teldust „óvinveittir bardaga- menn“ og ættu því samkvæmt skilningi Bandaríkjamanna að vera áfram í haldi í fangabúðun- um á Kúbu um ótilgreindan tíma og jafnframt verða dregnir fyrir þá sérdómstóla hersins sem fjalla um málefni fanganna þar. Fyrst eftir að bandaríski herinn setti á stofn fangabúðirnar við Guantanamo-flóa var föngum haldið þar án þess að nöfn þeirra væru birt opinberlega. Þeir fengu heldur ekki að hafa lögmenn sér til fulltingis. Með úrskurðum dómstóla hafa þó orðið breytingar á þessu. Meðal annars fengu fangarnir fyrir tveimur árum rétt til að leita til lögmanna. „Mikilvægu“ fangarnir fjórtán hafa hins vegar til þessa ekki fengið þann rétt, en nú hafa þeir fengið eyðublað í hendur til að leita eftir lögmanns- aðstoð vilji þeir andmæla því að þeir teljist „óvinveittir bardaga- menn“. Samkvæmt bandaríska dag- blaðinu Washington Post, sem fyrst skýrði frá þessu í lok síð- ustu viku, hafa bandarísk stjórn- völd til þessa ekki viljað veita þeim þennan rétt af ótta við að lögmennirnir fái frá föngunum fjórtán upplýsingar um yfir- heyrsluaðferðir og leynifangelsi CIA. Fjórtán fangar fá lögmannsaðstoð „Mikilvægu“ fangarnir fjórtán, sem CIA hélt í leynifangelsum þangað til þeir voru fluttir til Guantanamo fyrir ári, hafa nú fengið leyfi til að leita eftir lög- mannsaðstoð eins og hinir fangarnir í Guantanamo höfðu á endanum fengið. Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Túrkmenistans, bauð Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinbera heimsókn, þegar þeir hittust í Nýju Jórvík í síðstu viku. Túrkmenistan liggur við Kaspíahaf og sagði Ólafur að Íslendingar gætu hugsanlega aðstoðað Túrkmena við sjávar- útvegsmál. Mögulega mætti koma á sterkum viðskiptatengslum milli landanna. Ólafi boðið til Túrkmenistans „Hefurðu orðið var við að Íslendingar beiti sér mikið til að rétta hjálparhönd hinni ofsóttu þjóð Palestínumanna?“ spyr Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrum utanríkisráðherra. Í Lesbók Morgunblaðsins um helgina varpar Jón fram þeirri spurningu hvort Íslendingar geti verið lengi í „varnarbandalagi við heimsveldið [Bandarík- in]“. Jón var staddur erlendis þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagðist þá ekki hvetja til úrsagnar úr NATO, „ekki að svo stöddu“: „Ég er að vísa til þess að við eigum að beita okkur meira innan NATO. Aðildin er partur af okkar öryggisstefnu en við eigum ekki að vera þar þegjandi þátttakendur. Við höfum áður veitt kúguðum lið, til dæmis Eystrasaltsþjóðum og Króötum, og það var NATO- þjóðin Ísland sem gerði það, þrátt fyrir að það væri ekki ríkjandi skoðun alþjóðasamfélagsins á þeim tíma.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsótti Palestínu á dögunum og ræddi við þá leiðtoga landsins sem eiga í viðræðum við Ísraels- menn. Hún ræddi ekki við leiðtoga stærsta stjórn- málaflokksins, Hamas. Ísland beiti sér meira í NATO Á að fella niður allt veiðigjald? Hefurðu séð kvikmyndina Börn?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.