Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN á www.visir alla daga „Það er mjög góð stemning hjá okkur varðandi þingsetning- una, okkur klæjar í fingurna að fá að takast á við ríkisstjórnina,“ segir Siv Friðleifsdóttir, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins. „Þingið er helsti vettvangurinn sem andstaðan hefur til að veita ríkisstjórninni aðhald.“ Hún segir blikur á lofti varðandi efnahagsmál, og þau verði ofarlega á baugi í þingsaln- um í haust. Vextir séu háir, krónan sveiflist og væntingar séu varðandi kjarasamninga. Hlakkar til að veita aðhald „Ég hugsa að mótvægisað- gerðir ríkis- stjórnarinnar, niðurskurður þorskkvótans og það sem af honum leiðir verði einna mest til umræðu á þinginu í haust,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins. „Síðan held ég að efnahagsmálin verði töluvert ofarlega á baugi.“ Hann segir stjórnarandstöðuna vissulega eiga við ofurefli að etja, en Alþingi sé þannig vettvangur að liðsstyrkurinn nýtist stjórninni ekki sem skyldi. „Ég tel að andstaðan geti verið nokkuð öflug.“ Þorskkvótinn og efnahagsmál „Þetta þing leggst afskap- lega vel í mig,“ segir Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar. „Það er klárt að þessi ríkis- stjórn ætlar ekki að vera í kyrrstöðu heldur koma hlutunum á hreyfingu.“ Hann segist telja að fjárlögin muni taka drjúgan hluta af haustþinginu, auk þess sem orkumál og efnahagsmál muni setja sterkan svip á þingið. „Það er það sem ég tel að muni standa upp úr.“ Engin kyrrstaða „Mér vitandi hefur ekki verið boðuð nein stór umræða af hálfu andstöðunnar um einhver afgerandi mál, en efnahagsmál og ríkisfjármál eru alltaf vinsæl umræðuefni,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. „Svo þarf að ræða frumvörp í sambandi við mótvæg- isaðgerðirnar vegna skerðingu þorskkvótans.“ Hún segir það munu hafa sitt að segja hversu mikill meirihluti ríkisstjórnarinnar er. „Málin ættu að ganga tiltölulega betur fyrir sig en áður.“ Engin afgerandi mál á dagskrá „Það er augljóst að efnahags- og atvinnumál verða ofarlega á baugi á haustþinginu og sömuleiðis allt sem snýr að orkugeiranum, bæði í efna- hagslegu tilliti og hvað umhverfið snertir,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna. Hann segir að þótt róðurinn verði þungur fyrir stjórnarand- stöðuna muni margir leggjast á árarnar. „Ég held að fólk muni ekki auðveldlega fyrirgefa þessum stóra meirihluta ef hann svíkur þau loforð sem hann var kosinn fyrir.“ Orkugeirinn í umræðunni „Ég á ekki von á að þetta verði tíðindamikið þing,“ segir Einar Mar Þórðarson stjórn- málafræðingur. Hann segir að sterk staða stjórnarinnar muni einkenna störf þingsins að þessu sinni en ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar hefur 43 þingsæti af 63. „Ég er hræddur um að það verði lítið um átök. For- menn beggja stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að samstarfið gangi vel og stjórnarandstaðan er ekki einungis lítil heldur er mikill skoðanamunur innan hennar. Það hefur andað frekar köldu milli Framsóknarflokks og Vinstri grænna og ýmislegt virðist einnig ganga á innan Frjálslynda flokks- ins,“ segir Einar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setur Alþingi í dag. Annað kvöld flytur Geir H. Haarde forsætisráðherra stefnuræðu sína og á fimmtudag mælir fjár- málaráðherra fyrir frumvarpi til fjárlaga. Búast má við að fjárlag- aumræðan verði fyrirferðarmikil á haustmánuðum og Einar á ekki von á neinum stórtíðindum úr Alþingishúsinu. „Menn verða uppteknir af fjár- lögunum fram að jólum. Þar munu mótvægisaðgerðirnar líta dagsins ljós sem og aðrar aðgerð- ir sem stjórnin er búin að boða, til dæmis í heilbrigðis- og fjöl- skyldumálum. Ríkisstjórnin þarf að halda vel á spöðunum og að mörgu leyti eru erfiðir tímar fram undan, sérstaklega í sjávar- útvegi. Ákveðin byggðarlög standa frammi fyrir erfiðleikum og það getur orðið þungur róður fyrir nýja ríkisstjórn,“ segir Einar. Einar segir sterka stöðu stjórn- arinnar gefa þingmönnum flokka meira frelsi til þess að hafa eigin skoðanir. „Það verður ekki eins mikill flokksagi og við þekkjum frá fyrri ríkisstjórn. Staða Samfylkingarinnar er sterk og hún ætlar að leyfa sér að vera ekki sammála Sjálfstæðisflokknum í öllum málum,“ segir Einar. Nokkrar breytingar verða á setningarathöfn Alþingis að þessu sinni. Strengjakvartett mun flytja tónverk í sal Alþingis og íslenska fánanum hefur verið komið fyrir í þingsalnum í fyrsta sinn. Eftir athöfnina verður gestum boðið í hanastél í mötuneyti Alþingis og þar verða makar þingmanna einnig boðnir velkomnir sem er nýmæli. Engra stórtíðinda að vænta úr þinghúsinu Alþingi verður sett í dag. Einar Mar Þórðarson stjórmálafræðingur býst við að þingið verði tíðindalítið og ríkisstjórnin farsæl. Hann segir anda köldu á milli Framsóknar og Vinstri grænna. Erfiðir tímar fram undan í sjávarútvegi. Tíu friðargæsluliðar Afríkusambandsins (AU) voru myrtir og tíu særðir þegar að tvö- þúsund uppreisnarmenn úr Frelsis- her Súdan réðust inn í stöð þeirra í Darfur-héraði í Súdan aðfaranótt sunnudags. Um 130 friðargæslu- liðar voru í stöðinni. „Þetta er mesta mannfall og stærsta árás sem gerð hefur verið á lið Afríkusambandsins,“ sagði talsmaður AU, Noureddine Mezni. „Hermenn okkar háðu varnar- baráttu til að verja stöðina en þrjátíu ökutæki réðust síðan inn. ...Stöðin er gjöreyðilögð.“ Meira en 50 friðargæsluliða og starfsfólks er saknað eftir árás- ina. Í gær voru þeir sem eftir voru í stöðinni fluttir á brott og síðar um daginn sáust stjórnarhermenn fara ránshendi um svæðið. Til ítrekaðra átaka hefur komið milli uppreisnarmanna og stjórn- arhersins frá því að tilkynnt var um friðarviðræður sem fyrirhug- aðar eru í október til að reyna að binda enda á átökin sem hafa varað í fjögur ár þar sem báðar hliðar reyna að styrkja sína stöðu fyrir viðræðurnar. Uppreisnarmenn, sem hafa gagn- rýnt friðargæslulið AU fyrir að vera hliðhollt stjórnarhernum, hafa stað- ið fyrir nokkrum árásum á friðar- gæsluliðið undanfarið ár. Ég er hrædd- ur um að það verði lítið um átök.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.