Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 34
Ég er ekki fyrsta
manneskjan til að
fetta fingur út í
mannasiði
Íslendinga, og vænt-
anlega ekki sú síð-
asta. Í ljósi reynslu
síðustu vikna verð
ég samt að pústa aðeins.
Það eru nokkur ár síðan ég setti
djammdrottningarskóna á hilluna
og kom mér þægilega fyrir í
sófanum. Ég hef ekki stundað
næturlífið stíft síðan, þó að ég
takist auðvitað af og til á hendur
könnunarför í miðbæinn. Nú hef
ég, í fyrsta skipti í umrædd ár,
afrekað það að kíkja í bæinn þrjár
helgar í röð.
Kannski eru það ekki beint
mannasiðir Íslendinga, almennt,
sem fara í taugarnar á mér. Það eru
eiginlega mannasiðir drukkinna
Íslendinga, eða öllu heldur yfir-
þyrmandi skortur á þeim. Á þessum
þremur helgum hef ég komist í of
náin kynni við mann sem fannst
alveg réttlætanlegt að draga mig
að sér þar sem ég stóð í blásakleysi
mínu við bar ásamt vinkonum.
Hann talaði þar að auki um sjálfan
sig í þriðju persónu, sem flokkast
reyndar varla sem skortur á
mannasiðum heldur heilbrigðri
skynsemi. Ég hef fengið óteljandi
olnboga í rifbeinin, það hefur verið
öskrað í andlitið á mér, hellt yfir
mig og troðið á tánum á mér.
Ítrekað. Ein umræddra vinkona
fékk pinnahæl í ristina af þvílíkum
krafti að einu skórnir sem hún
kemst í þessa dagana, vegna mars
og bólgu, eru svona bláar skóhlífar
sem maður fær í sundi.
Hvað er málið? Þetta er ekki
spurning um að vera ofurölvi, því
það eru það alls ekki allir sem
hætta sér út á dansgólfin, eða
dauðagildrurnar eins og ég vil kalla
þau. Það er alveg hægt að samræma
það að fá sér í glas og geta átt
samskipti sem felast í öðru og
meira en hrindingum og hártogi.
Prófið það! Þið gætuð haft gaman
af því.
Já, og djammdrottningarskórnir.
Þeir eru úr rúskinni. Það er blett-
ótt, með kertavaxi, rifið, þvælt,
brennt og slitið. Ég ætla að henda
þeim.