Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 36
Kl.14 Japönsku anime-myndirnar The Well-ordered Restaurant og Night on the Galactic Railway eru sýndar í Norræna húsinu í dag kl. 14. Aðgangur er ókeypis. Mikil fjölbreytni er í tónleikahaldi Salarins í októbermánuði og margar glæsilegar stjörnur frá ýmsum þjóðlöndum stíga á sviðið á næstunni. Vigdís Esradóttir, forstöðumaður Salarins, segir dagskrána í október óvenju spennandi. „Mánuðurinn hefst á því að við fáum hóp kínverskra listamanna frá Wuhan sem heldur hér tvenna tónleika 3. og 5. október. Þessi hópur inniheldur bæði söngvara og hljóðfæraleikara sem hafa sér- hæft sig í varðveislu hefðbundinn- ar kínverskrar alþýðutónlistar og ferðast um heiminn til þess að kynna hana. Þau koma hingað í tengslum við kínverska menningar- hátíð í Kópavogi og það er aldrei að vita nema þau spreyti sig á íslenskri tónlist á tónleikunum.“ Í vikunni þar á eftir er von á hinum heimskunna kúbverska gítarleikara Manuel Barrueco, en hann heldur tónleika í salnum 10. október. Í tengslum við komu hans sýnir Sjónvarpið heimildarmynd í tveimur hlutum sem fjallar um ævi hans og störf, en Manuel Barr- ueco er jafnan álitinn einn af bestu gítarleikurum heims. „Hann hélt einleikstónleika á listahátíð í Hafnarfirði árið 1993 og kom fram með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands árið 1999 og fékk í bæði skiptin afburðagóða dóma. Það er því mikill fengur að því að fá hann hingað í Salinn,“ segir Vig- dís. Á efnisskrá Barrueco í Saln- um má finna Sónötu eftir Bach, Tango-Études eftir Piazzolla, auk verka eftir Turina og Albeniz. Pétur Grétarsson slagverksleik- ari og Kristjana Stefánsdóttir söng- kona kynna tónlist Richard Rodgers á tónleikum sunnudagskvöldið 14. október. „Þetta verða afar fræð- andi og skemmtilegir tónleikar. Richard Rodgers var annar af tví- eykinu góðkunna Rodgers og Hammerstein. Hann samdi meira en 900 lög á ferli sínum, en eðli málsins samkvæmt fáum við aðeins að heyra úrval þeirra á tón- leikunum,“ segir Vigdís. Á meðal annarra atriða sem verða á dagskrá í október má nefna óperustjörnur frá Þjóðar- óperunni í Riga sem flytja aríur og dúetta hinn 12. október. Tanya Anisimova, framúrskarandi og margverðlaunaður sellisti frá Moskvu, flytur hinn 21. október glænýtt verk eftir sjálfa sig sem er innblásið af íslenskri kórtónlist og byggt á sönglaginu Lilju frá árinu 1340. Dagskránni lýkur svo með tónleikum ísraelska stórpían- istans Albert Mamriev sem leikur umritanir Franz Liszt á stefum og þáttum úr óperum Wagners hinn 27. október. Nánari upplýsingar um dagskrá Salarins og miðaverð má finna á www.salurinn.is FRUMS ÝND 28 . SEPT EMBER Miðvikudaginn 3. október kl. 20 Föstudaginn 5. október kl. 20 Í KÓPAVOGI 29. SEPTEMBER - 7. OKTÓBER 2007 Þjóðlagahljómsveit og einsöngvarar Söngleikja- og dansstofnunar Wuhan flytja hefðbundna og nýja kínverska tónlist og spreyta sig á íslenskri tónlist á tvennum tónleikum í Salnum. Konunglega danska bókhlaðan hefur sett síðustu bindin af dagbókum Georg Brandes á netið. Þetta tiltæki sætir nokkrum tíðindum, en þetta eru síðustu dagbækur hans, en Brandes dó 1927 en var fæddur 1842 og var mikill áhrifamaður í dönsku menntalífi og bókmenntum, skrifað- ist á við menn á borð við Matthías Jochumsson og Hannes Hafstein. Dagbækurnar eru skannaðar inn og er skriftin smá og erfið í lestri en hægt að stækka hana. Gallinn er sá að dóttir Brandesar hefur ritskoðað textann og látið nema burt hluta í dagbókunum, stundum æði langa. Aðgengið á netinu er öllum frjálst sem vilja gera sér mat úr textum Brandesar. Netið er tekið að gera söfnum fært að bjóða upp á þjón- ustu sem þessa og verður gaman að sjá hvaða efni í handritum íslensk söfn gera fyrst aðgengilegt á vef. Dagbók Brandes á netinu Íslenska óperan leitar um þessar mundir að söngnemendum héðan af höfuðborgarsvæðinu og víðar til þátttöku í næsta Óperustúdíói Íslensku óperunnar, sem nú er starfrækt í fimmta sinn. Eins og áður stendur til að ráðast í flutn- ing á fullmannaðri óperu og fá hinir ungu listamenn tækifæri til að takast á við stór og smá hlut- verk á sviði og er frumsýning áætluð um mánaðamótin mars- apríl 2008. Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri er umsjónar- maður Óperustúdíósins. Prufusöngur verður haldinn mánudaginn 8. október og þriðju- daginn 9. október næstkomandi kl. 10.30-14 í Íslensku óperunni. Til að bóka tíma í prufusöng skal hringja í síma 511-6400. Þátttakendur eru beðnir að syngja aríu eftir Mozart eða annað frá sama tímabili sem bendir til að forráðamenn óperu- stúdíósins hyggist leita á þær slóðir eftir verkefni. Þeir sem vilja kynna sér betur feril þessa merka fyrirbæris í rekstri Óper- unnar ættu að líta á heimasíðuna: www.opera.is. eða snúa sér til umsjónarmanns. Óperustúdíó vantar raddir Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Akureyrar á verðlaunaverkinu Ökutímar eftir Paulu Vogel. Meðal annars hlaut það hin virtu Pulitzer-verðlaun þegar það var frumsýnt í Bandaríkjunum fyrir sjö árum. Hópur lista- manna var við vinnu í síðustu viku á verkinu í Reykjavík en flytur sig nú um set norður yfir heiðar. Meðal þeirra er tónlistarkonan Lay Low en hún semur tónlist fyrir uppsetn- inguna og flytur í sýningunni. Ökutímar verða frumsýndir á Akureyri 2. nóvember. Ökutímar er margslungið leikrit sem segir þroskasögu ungrar stúlku, Lillu. Fjölskylda hennar er allt annað en venjuleg. Mamma og amma keppast við að leggja henni lífsregl- urnar. En er Peck bara góður frændi þegar hann býðst til að kenna henni á bíl? Höfund- ur fjallar hér um kynferðislega misnotkun en nálgunin er óvænt. Hér er á ferðinni þroska- og fjölskyldusaga sem fær áhorf- endur til að súpa hveljur en er þó drifin áfram af heillandi húmor. Með aðalhlutverk fara leikarinn góð- kunni Þröstur Leó Gunnarsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir en hún er nýútskrif- uð leikkona og nýkomin á fastan samn- ing hjá LA. Þýðingu gerir Sigtryggur Magnason en María Reyndal leikstýrir. Leikmynd og búningar gerir Filippía Elísdóttir en Björn Bergsteinn Guð- mundsson lýsir. Leikarar eru, auk Þrastar og Kristínar, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson og Þrúður Vilhjálms- dóttir. Ökutímar á Akureyri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.