Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 18
Chuck Mack er kannski þekktastur fyrir hönnunina á gíraffastólnum. Hann kynnir tvo nýja muni til leiks á sýningu Handverks og hönnunar sem verður í Ráðhúsinu 5. til 8. október. Hönnuðurinn Chuck Mack fylgir fimm reglum við vinnu sína: Vertu frumlegur, gefðu því tilgang, láttu það virka, láttu það endast og gerðu það fallegt. Chuck er hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkja- maður en er búsettur hér á landi þó hann starfi að hluta til í Ameríku. Þekktasta verk Chuck er líklega gíraffastóllinn sem er kollur með langri stöng sem nýtist til ýmissa verka, bæði sem sæti og sem lítill stigi. Chuck mun kynna tvo nýja hluti á sýningunni Hand- verk og hönnun sem verður í Ráðhúsinu dagana 5. til 8. október næstkomandi. Yfir fimmtíu sýnendur taka þátt í sýningunni, sem sló í gegn í fyrra. (Sjá nánar á www.handverkoghonnun.is) Hinir nýju hlutir eru sófaborð og tölvuborð. Sófaborðið er úr svokölluðu grænu efni sem kall- ast Richlite sem hefur hingað til verið notað í borðplötur í eldhúsum, baðherbergjum og á vinnustöðum, svo og í skurðarbretti fyrir eldhús. Efnið er hlýlegt, sterkt og fæst í mörgum lita- tónum. Sófaborðin eru þegar komin í framleiðslu og verður hægt að panta þau á sýningunni. Þá sýnir Chuck fartölvuborð sem hægt er að standa við. Borðplatan er einnig úr Richlite en hægt er að fella borðið saman líkt og málaratrönur sem þjóna listmálurum. Virkni, fegurð og ending ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.