Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 10
BÓNUS BÝÐUR BETUR 40% 750 kr/ kg. 40% afsláttur 450 kr/kg. forkrydduð Holta kjúklingalæri með legg tilbúin beint í ofninn! 450 kr/kg 490 Auglýsingasími – Mest lesið Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 26 þingmenn og Samfylking 20 ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 40,2 prósent sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Skekkjumörk eru 4,4 prósentustig. Flokkurinn hlaut 36,6 prósent atkvæða í þing- kosningunum í vor og 25 þingmenn kjörna. Helsta breytingin frá síðustu könnun blaðsins, sem gerð var daginn eftir kosningar, er aðeins aukinn stuðningur íbúa á landsbyggðinni við flokkinn. 29,8 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna. Skekkjumörk eru 4,1 prósentustig. Flokkurinn hlaut átján þingmenn í kosningunum og 26,8 prósent atkvæða. Konum sem kjósa flokkinn hefur fjölgað nokkuð á milli kannana. Af stjórnarandstöðuflokkunum bæta einungis Vinstri græn við sig fylgi frá kosningum. Nú segjast 16,5 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæti fært honum ellefu þing- menn ef gengið yrði til kosninga nú. Skekkjumörk eru 3,3 prósent. Í kosningunum í vor hlaut flokkurinn níu þingmenn kjörna og 14,3 prósent atkvæða. Sé miðað við könnun blaðsins 15. maí eykst fylgið á höfuðborgarsvæðinu. Fylgi hinna stjórnarandstöðu- flokkanna tveggja dalar frá kosn- ingum. 8,8 prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Út á það gæti flokkurinn fengið sex þingmenn kjörna. Skekkjumörk eru 2,5 prósentustig. Þingmenn flokksins eru nú sjö og hlaut flokkurinn 11,7 prósent atkvæða. Sé miðað við síðustu könnun blaðsins hefur fylgi flokks- ins dregist saman á landsbyggð- inni, meðal kvenna og karla. 4,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Vegna þess að flokkurinn mælist undir fimm prósenta markinu sem nauð- synlegt er til að fá uppbótarþingmann er ekki reiknaður þingmaður á flokkinn nú. Hins vegar eru vik- mörk 1,8 prósentustig. Færi flokkur- inn yfir fimm prósent fylgi myndi hann fá þrjá þingmenn og taka mann frá Framsóknarflokki, Sjálf- stæðisflokki og Samfylkingu. Hringt var í 800 manns á kosn- ingaaldri laugardaginn 29. sept- ember og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 60,0 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Fylgistap hjá Framsókn og frjálslyndum Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsóknar- flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn tapa fylgi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.