Fréttablaðið - 13.10.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 13.10.2007, Síða 1
20-50% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM Opið 10-18 í dag vegna Árshátíðarferðar starfsmanna laugardaginn13.okt.Lokað HÖNNUN Í lausu lofti LEIRLIST Japönsk og íslensk áhrif INNLITHörður Torfa í miðbænum hús&heimiliLAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra mun gera Alþingi sérstaklega grein fyrir Evrópu- og EES-málum í vetur í þeim tilgangi að auka umræðu þingmanna um mála- flokkinn. Þetta kemur fram í grein eftir Ingibjörgu og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Opinská umræða um Evrópu- mál var boðuð í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á vordögum. Evrópuumræða á Alþingi er í sam- ræmi við skýrslu Evrópunefndar Alþingis sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veitti forsæti. Í stjórnarsáttmála er einnig kveðið á um skipan nefndar sem í sitja þingmenn úr öllum flokkum. Sú nefnd hefur samráð við sér- fræðinga um Evrópumál. Ísland og Noregur standa bæði utan Evrópusambandsins og eru aðilar að EES-samningnum. Ingi- björg Sólrún heimsótti Noreg í júní í boði utanríkisráðherrans. Á fundi þeirra var rætt um hvernig þjóðirnar gætu haft áhrif á stefnu- mótun ESB. Kynnir Evrópumál fyrir Alþingi „Ég gerði bara það sem mér fannst eðlilegt að gera en Ís- lendingar hafa endurgoldið mér þúsundfalt.“ Forystumenn innan Sjálfstæðis- flokksins, meðal annars í borgarstjórnar- flokknum, telja starf Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest (REI) hafa einkennst af því að verja hagsmuni fjárfesta tengda Framsóknarflokkn- um. Það sama eigi við um ákvörðun hans að slíta meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn í borginni. Einkum eru það eignarhaldsfélögin Landvar ehf. og Þeta ehf. sem kastljósið beinist að. Þau eiga saman helmingshlut í VGK-Invest á móti verkfræðistofunni VGK-Hönnun og Rafhönn- un sem fer með um 5,75 prósenta hlut í GGE. Sá hlutur nemur um tveggja prósenta hlut í sameinuðu félagi GGE og REI. Svava Bjarnadóttir hjá VGK-Hönnun stað- festi þessa eigendaskiptingu við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt verðmati á sameinuðu félagi GGE og REI, sem þó er ekki gengin lögform- lega í gegn enn, er verðmæti hlutar VGK- Invest á bilinu 1,3 til 1,5 milljarðar króna. Helgi S. Guðmundsson, sem er fyrrverandi formaður fjármálanefndar Framsóknarflokks- ins og bankaráðs Seðlabanka Íslands, er skráð- ur stofnandi og forsvarsmaður Landvar ehf. sem fer með um 35 prósenta hlut í VGK- Invest. Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður er skráður eigandi Þeta ehf. sem á fimmtán prósenta hlut í VGK-Invest. Hann segir aðra eigendur í félaginu vera lögmenn á lögmanns- stofunni Fulltingi en Kristinn er einn fjögurra eigenda stofunnar. „Okkur var boðið, ásamt Landvar ehf., að verða hluthafar í VGK-Invest af forsvarsmönnum VGK-Hönnunar,“ sagði Kristinn. Björn Ingi neitar því alfarið að hann sé að verja hagsmuni framsóknarmanna með ákvörðun sinni eða starfi fyrir OR og REI. „Það gefur auga leið að það væri betra fyrir fjár- festa að Orkuveitan seldi hlut sinn í REI,“ segir Björn Ingi. Hann segir fyrst og fremst vera um að ræða persónulegar árásir á hann, sem hann hafi verið varaður við áður en hann sleit sam- starfinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Helga í gærkvöld. Þá fengust ekki upplýsingar um hverjir væru aðrir í hluthafahópi Landvar. Vilja láta kanna eignarhlut framsóknarmanna í REI Forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins telja Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, hafa verið að verja hagsmuni fjárfesta tengda Framsóknarflokknum með samstarfsslitum í borgarstjórn. Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að banna sölu á ofskynjunarsveppum Ákvörðunin er tekin í kjölfar slysa sem rakin eru til neyslu ofskynjunarsveppa. Meðal annars fótbrotnaði 19 ára Íslendingur illa á báðum fótum eftir að hafa neytt sveppa og stokkið út af svölum á hóteli í Amsterdam. Banna sölu á eitursveppum Bjórinn sem framleiða á í Vestmannaeyjum á næsta ári fær líklega nafnið Volcano. Fyrsti bjórinn á að verða til í júní 2008. „Það er ekkert nafn sem mér finnst eiga betur við Eyjar en Volcano, það er nánast búið að ákveða að bjórinn komi til með að heita það,“ segir Björgvin Þór Rúnarsson, annar eigandi fyrirtækisins 2B. Volcano-bjór
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.