Fréttablaðið - 13.10.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 13.10.2007, Síða 10
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi þá ákvörðun lög- reglustjóra höfuðborgarsvæðis- ins að fella niður mál meints dýra- níðings, sem sást lúberja hest á myndbandi. Barsmíðarnar voru sýndar í Kompásþætti Stöðvar 2 í apríl síð- astliðnum. Í kjölfarið kærði Gunn- ar Örn Guðmundsson, héraðs- dýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis, málið til emb- ættis lögreglustjóra höfuðborgar- svæðisins. Í byrjun ágúst barst héraðs- dýralækni síðan bréf frá lögfræði- deild embættis lögreglustjóra þar sem tilkynnt var, að málið hefði verið fellt niður vegna erfiðrar sönnunarstöðu. Erfitt sé að sanna að höggin sem sakborningur veitti hestinum hafi verið svo þung að þau hafi meitt hestinn. „Í málinu skortir skrifleg gögn um hvað teljist til viðurkenndra tamningaaðferða sem torveldar sönnun ákæranda á því að sak- borningur hafi ekki beitt viður- kenndum tamningaraðferðum,“ sagði í rökstuðningi fyrir niður- fellingu málsins. Dýralæknafélag Íslands lýsti „furðu sinni og hneykslan á ákvörðun lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins“ að ákæra ekki í málinu og héraðsdýralæknirinn kærði niðurfellinguna til emb- ættis ríkissaksóknara. Ríkissak- sóknari hefur nú ákveðið að leggja fyrir lögreglu að taka málið til áframhaldandi rann- sóknar. „Það er lögreglu að afla gagna í opinberum málum“ segir meðal annars í rökstuðningi ríkissak- sóknara fyrir ákvörðun sinni um áframhaldandi rannsókn máls- ins. „Er því ekki unnt að fella mál niður með hliðsjón af því að ekki sé nægilegum gögnum fyrir að fara í málinu þar sem rannsókn máls er ekki lokið. Er lagt fyrir lögreglustjóra að afla mats kunn- áttumanna um hvort háttsemi kærða sé til þess fallin að fara illa með hest, hrekkja hann og meiða. Enn fremur hvort kærði hafi beitt viðurkenndum aðferð- um við hestinn í umrætt sinn.“ „Ég er bara ánægður með þetta,“ segir Gunnar Örn um ákvörðun ríkissaksóknara. Dýraníðsmál í rannsókn Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi þá ákvörðun lög- reglustjóra höfuðborgarsvæðisins að vísa frá máli um meint dýraníð. Lögreglurannsókn skal framhaldið. Lech Kaczynski, forseti Póllands, og Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, lýstu í gær bjart- sýni á að á leiðtogafundi Evrópu- sambandsins í Lissabon í næstu viku tækist samkomulag um end- urskoðaðan stjórnarskrársáttmála sambandsins. Innan ESB er útbreiddur ótti um að Pólverjar – sem ganga til þingkosninga þremur dögum eftir leiðtogafundinn – kunni svo nærri kosningum að gera jafnvel enn meira en áður úr andstöðu sinni við vissa þætti sáttmálans í nafni pólsks fullveldis. Kaczynski tjáði fréttamönnum að „þótt enn væru smáatriði sem ætti eftir að leysa“, tryði hann því einlæglega að sam- komulag gæti náðst. Meginþorri eigenda vatnsréttar sem nýttur er vegna Kárahnjúkavirkjunar hefur ákveðið að hafna úrskurði mats- nefndar sem mat verðmætin á samtals 1,6 milljarða króna. Jón Jónsson, lögmaður þorra landeigenda við Jökulsá á Dal, segir að af 63 landeigendum hafi 61 ákveðið að fara fyrir dóm með málið. Nú hafi lögmenn landeig- enda sex mánuði til að höfða mál fyrir héraðsdómi. Jón segir líklegt að kallaðir verði til matsmenn fyrir dóminn til að meta verðmætin upp á nýtt. Málið getur því tekið nokkurn tíma, enda má búast við því að það endi fyrir Hæstarétti. Flestir ætla fyrir dóm Sia Home Fashion Laugavegur 86 101 Reykjavík Sími 511 6606 Full búð af nýjum vörum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.