Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 31

Fréttablaðið - 13.10.2007, Page 31
Hann er smár og knár Smart Roadster-bíllinn hans Péters Szklenár. Svo er hann líka geysilega sparneytinn. „Mig hefur alltaf langað í tveggja manna bíl og Smart- týpan hefur heillað mig frá því ég sá hana fyrst en hún er frekar sjaldgæf hér á Íslandi. Ég keypti bílinn í sumar, hann er af árgerð 2003 og hefur alveg staðist mínar væntingar,“ segir Péter þegar hann er yfir- heyrður aðeins um bílinn sinn. Segir hann framleidd- an hjá Bens í Þýskalandi og inntur eftir verði svarar hann. „Smart er ekki dýr bíll miðað við til dæmis BMV. Ég held að miðað sé við að sem flestir geti keypt þá.“ Péter er á öðru ári í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Hann er ungverskur að uppruna en hefur átt heima hér á landi í tíu ár og talar málið lýtalaust. Hingað til hefur hann aðallega sportað sig á Smartinum á götum borgarinnar og lengstu ferðir eru í Borgarnes og Keflavík. Hann segir bílinn vekja meiri athygli en hann hafi búist við. „Ég segi ekki að allir snúi sér við en ég hef verið stoppaður af og til og spurður út í bif- reiðina. Það kom mér á óvart.“ Spurður nánar um eiginleika bílsins kveðst Péter ekki hafa mikið vit á tækniatriðum. „Ég veit bara að hann eyðir mjög litlu og það er mikill kostur,“ segir hann. „Framleiðandinn gefur upp 5,1 lítra eyðslu á 100 kílómetra og ég er því svikinn um að fá að leggja ókeypis í miðborg Reykjavíkur því þar er 5 lítra hámark. Mér finnst það frekar fúlt því bíllinn minn tekur varla neitt pláss. Ég er stundum í mestu vand- ræðum með að finna hann á stórum bílastæðum innan um fjallajeppana.“ Týnist á bílastæðunum Aukin ökuréttindi Næsta námskeið byrjar 22. ágúst Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Meirapróf- Nýlegir kennslubílar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.