Fréttablaðið - 13.10.2007, Síða 35

Fréttablaðið - 13.10.2007, Síða 35
St. John‘s á Nýfundnalandi er litrík og lífleg borg sem á sér merka sögu. Þar er hagstætt að versla, heimamenn eru gest- risnir og hótelin fyrsta flokks. Tvær ferðir eru fyrirhugaðar þangað á vegum Hópferða- miðstöðvarinnar TREX í nóvember. St. John’s á Nýfundnalandi í Kanada er nútímaleg borg á stærð við Reykjavík. Hún á sér ríka sögu sem ein mikilvægasta hafnarborg á austurströnd Norður-Ameríku og er töfrandi blanda gamla og nýja heimsins sem birtist í aðlaðandi bygginga- stíl og menningu. Meðal annars eru keltnesk áhrif mjög ríkjandi. Líklega er vandfundin sú borg sem betra er að versla í en í St. John‘s og þar fyrir utan uppfyllir hún þær kröfur sem ferðamaður- inn sækist eftir í borgarferð, fyrsta flokks hótel, veitingastaði, spennandi afþreyingu og margt sem kemur á óvart. Andrúmsloft- ið er afslappað og gestrisni íbú- anna einstök. Haustferðir til St. John’s hafa verið farnar undanfarin ár á vegum TREX. Að sögn Kristjáns Baldurssonar hjá TREX hafa það verið vinsælar skemmti- og versl- unarferðir. „Margir hafa farið aftur og aftur en ferðirnar eru þó ekki síður fyrir þá sem vilja kynn- ast nýjum og spennandi ferða- möguleikum í borgarferðum,“ segir hann. Að þessu sinni verða tvær ferð- ir á vegum TREX til St. John’s. Sú fyrri er frá 17.-21. nóvember og sú síðari 21.-26 nóvember. Farið er í beinu leiguflugi með Boeing 757-200 og flugtíminn er aðeins 3- 3,5 klst. Í boði er gisting á þremur glæsilegum hótelum, Fairmont Newfoundland, Marriot sem er nýtt hótel í miðbænum og Holi- day Inn sem er stutt frá. Dæmi um verð með sköttum er kr. 62.800 á mann miðað við tvo á Holiday Inn, kr. 67.400 á Marriot og kr. 71.900 á Fairmont (fjórar nætur). Möguleiki er að tengja saman ferðirnar og dvelja í St. John’s frá 17.-26. nóvember eða í níu daga. Í boði eru skoðunarferðir um borgina og nágrenni hennar, meðal annars á útsýnisstaðinn Signal Hill, til Cape Spear á aust- asta odda Norður-Ameríku. Einnig í jólahúsið og verslunina Aldenberry Blum. Í seinni ferð- inni er árleg jólaskrúðganga í St. John´s sem gaman er að fylgjast með. „Í Kanada finnst varla annars staðar jafn lifandi menning og í St. John‘s, er birtist í leikhúslífi, tónlist og hátíðarhöldum, segir Kristján og bætir því við að fyrir árshátíðarhópa eða aðra sem þess óska sé hægt að útvega góða sam- komusali. Nú gefst Kanadamönnum færi á að kaupa flugsæti frá St. John’s til Íslands og hafa ýmsir hug á að nýta sér það flug að sögn Kristjáns. Nánari upplýsingar eru á www.info@trex.is. Nýr og gamall heimur mætast B e s t i r í D a n m ö r k u F e r ð a s k r i f s t o f a Dansk Julefrokost 2007 í Danmörku Flugfar og gisting Julefrokost með skemmtun og dansi Frekari upplýsingar á www.fylkir.is Sími 456 3745 Einstök áramótaferð til Rússlands þar sem okkur gefst tækifæri til að skoða frægustu borgir þessa stórbrotna lands. Við fljúgum til Helsinki og gistum þar í eina nótt áður en haldið er til Pétursborgar, sem án efa er miðstöð menningar og lista, en margir telja borgina eina af þeim fallegustu í heimi. Gistum í Pétursborg í 4 nætur og skoðum það markverðasta s.s. Vetrarhöllina, St. Isaccs dómkirkjuna, höll Katrínar miklu í Pushkin og upplifum kvöldverð að rússneskum sið með drykkjum í Podvorija. Við kveðjum árið með notanlegum kvöldverði í Pétursborg og síðan verður sérstakur nýárskvöldverður ásamt dansleik. Tækifæri gefst til að fara á tónleika áður en haldið er með næturlest til höfuðborgarinnar þar sem gist er í 2 nætur. Moskvuborg með sínum vetrarsjarma mun bjóða okkur velkomin en þar bíður okkar skoðunarferð um Kreml, Rauðatorgið, Tretjakov listasafnið og margt fleira. Saga Rússlands er heill heimur ævintýra og um leið og við skoðum markverðar byggingar og söfn skyggnumst við inn í þá veröld. Eftir ánægjulega daga er síðan haldið heim með beinu flugi frá Moskvu til Íslands. Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Verð: 189.800 kr. 28. desember 2007 - 5. janúar 2008 Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Moskvu s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Áramótaferð til Pétursborgar og Ferðaskrifstofa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.