Fréttablaðið - 13.10.2007, Síða 88

Fréttablaðið - 13.10.2007, Síða 88
Þetta gerðist allt svo hratt. Skyndilega fannst fólki sjálf- sagt að segja: „Ég er góð/ur“ í stað- inn fyrir „sama og þegið“ eða „nei, takk“. Mánaðarheiti voru skrifuð með stórum staf og engin ástæða þótti lengur til að þýða nöfn kvik- mynda eða sjónvarpsþátta. Dans- verk hétu nær undantekningarlaust enskum nöfnum. Engar mótbárur heyrðust. Loks barst sú ósk frá banka að enskunni yrði gert enn hærra undir höfði en nú þegar hefur verið gert. Ekki hefði átt að koma á óvart að hún bærist einmitt úr þeirri átt. Bankagjaldkerar voru strax í framvarðasveit þeirra sem tömdu sér kveðjuna: „Eigðu góðan dag“ – bara svona til að varpa örugglega skugga á daginn hjá þeim sem þykir vænt um móður- mál sitt. styrkja barna- tímann hans Sveppa á Stöð 2 og stendur í auglýsingunum: „Spari- sjóðirnir færa þér Algjör Sveppi“. Engin ástæða til fallbeyginga. Þær eru hvort sem er ekki til í ensku. Í einum af fyrstu þáttunum með Sveppa (eða á ég að segja með Sveppi?) sletti hann ensku með því að tala um „extremely“ og að eitt- hvað væri alveg „beyond“. Stöð 2 fékk fyrst sjónvarpsstöðva leikara til að lesa inn á teiknimyndir en nú er ætlast til að foreldrarnir sitji við hlið barnanna og þýði íslenska skemmtikraftinn. þjóðar- innar gagnvart enskunni varð Guð- mundi Andra Thorssyni rithöfundi að umfjöllunarefni í pistli hér í Fréttablaðinu á mánudaginn. Þar segir: „Þegar tungumál hverfur þá hverfur með því heill heimur, hugs- unarháttur, horf við veruleikanum og sögunni, verklag, heil siðmenn- ing – auðlegð.“ Við lestur þessara orða fannst mér íslenskan vera orðin að lúinni handtösku í ljóði eftir Steinunni Sigurðardóttur en í Nokkrar gusur um dauðann og fleira stendur: „Þegar manneskja deyr þá deyr með henni heil hár- greiðsla/og ef það er gömul kona sem dó þá deyr líka kvenveski lúið/ og handtökin við að opna veskið og róta í því.“ fara að verða forréttindi fyrir þessa þjóð að búa að hæfileikaríku fólki sem kann að leika sér með tungumálið, getur samið vandað barnaefni og þýtt erlend mál yfir á tilgerðarlausa íslensku. Þegar eng- inn kann lengur að meta þessa hæfi- leika eigum við eftir að rýna skiln- ingsvana ofan í skjóðu sem enginn man lengur hvaðan kom og heyra berast af botni hennar sömu tvö orðin og langlífust hafa orðið í Vest- urheimi; „amma“ og „kleina“. „…deyr líka kvenveski lúið“ Lína og Emil leika lausum hala Bjarni töframaður Wally trúður fer á kostum Fleiri trúðar bregða á leik Andlitsmálun ÞAÐ MÁ LEIKA SÉR Í STOFUNNI OG ALLS STAÐAR! Við eigum afmæli um helgina ÓKEYPIS! Morgunmatur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.