Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 12
„Þetta fólk heldur að það
sé yfir allt og alla hafið og er eins
og í fílabeinsturni um leið og búið
er að kjósa það. En það situr í
sínum stólum í umboði þjóðar-
innar,“ segir Ævar Sveinsson.
Hann reyndi í tvö ár að fá viðtal
við Þorgerði Katrínu Gunnars-
dóttur menntamálaráðherra og
minnti á sig í ráðuneytinu mánaðar-
lega, áður en hann gafst upp.
Á mánudaginn birtist í Frétta-
blaðinu yfirlit um viðtalstíma ráð-
herranna. Í því kom fram að „þó
nokkrir“ væru að bíða viðtals við
Þorgerði Katrínu, en í ráðuneyt-
inu fengust ekki nákvæmar upp-
lýsingar um fjölda þeirra, né um
hugsanlegan biðtíma hvers og
eins.
Því rifjar Ævar upp að hann hafi
á sínum tíma eytt miklum tíma og
kröftum í að ná tali af Þorgerði.
„Við vorum nokkrir sem vorum
ósáttir við afnotagjald Ríkis-
útvarpsins og við lögðum fram
undirskriftalista til að mótmæla
því á bensínstöðvum og víða um
bæinn. Við fengum tæplega 20.000
undirskriftir, þótt talsverður hluti
þeirra hafi skemmst. Að lokum
áttum við um 14.000 undirskriftir
og fórum með þær til ráðherra.“
Eftir langan biðtíma hafi hann
loks fengið að afhenda undirskrift-
irnar Birni Bjarnasyni, þáverandi
menntamálaráðherra, en lítið
mark hafi verið tekið á þeim.
„Svo þegar Þorgerður tekur
við segist hún ætla að fara að
hræra upp í þessu Ríkisútvarpi.
Ég fór því af stað og óskaði eftir
viðtali við hana. Mér fannst að
þessar undirskriftir ættu auðvit-
að að vera til hliðsjónar við laga-
breytinguna. Þær ráku úr mér
garnirnar í ráðuneytinu og sögðu
svo að hringt yrði í mig. Svo leið
og beið og ég hringdi mánaðar-
lega. Eftir nokkra mánuði var
mér boðið upp á að Þorgerður
hringdi í mig og ég féllst á það.
En hún hringdi aldrei.“ Ævar hélt
áfram að hringja, einu sinni í
mánuði, í heil tvö ár, áður en hann
gafst upp.
„Ég var flokksbundinn hjá Sjálf-
stæðisflokki og talaði við skrif-
stofuna í Valhöll. Þar var mér líka
sagt að haft yrði samband við mig,
en ekkert gerðist.“
Ævar skilur ekki hvers vegna
honum hafi ekki einfaldlega verið
vísað frá. Hann hafi beðið um stað-
festingu í ráðuneytinu á því að
ráðherra vildi ekki tala við hann,
en ekki fengið.
„Ég sá mína sæng upp reidda og
kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn
aftur. Með sinni frekju og einræði
kom Þorgerður því svo í gegn að
afnotagjaldið var gert að nef-
skatti,“ segir Ævar og dæsir.
Menntamálaráðherra svaraði
ekki beiðni Fréttablaðsins um við-
tal vegna þessa máls, en hún er
stödd erlendis.
Beið eftir ráðherra
í tvö ár til einskis
Ævar Sveinsson safnaði eitt sinn 20.000 undirskriftum gegn afnotagjaldi RÚV
og vildi ræða við Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra, þegar breyta átti lög-
um um RÚV. Hann hringdi mánaðarlega í tvö ár áður en hann gafst upp.
Hæstiréttur hefur
staðfest níu mánaða fangelsisdóm
yfir manni á þrítugsaldri sem
ákærður var fyrir að hafa í fórum
sínum tæp sjötíu grömm af
amfetamíni og gramm af kókaíni.
Maðurinn játaði að eiga efnin
við yfirheyrslu, en sagðist fyrir
dómi ekki muna eftir játningunni.
Hann dró þó ekki í efa að hafa
gefið skýrsluna. Í ljósi þess að
gild játning lá fyrir sá Hæstirétt-
ur ekki ástæðu til að endurskoða
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
síðan í mars.
Maðurinn var á skilorði þegar
fíkniefnin fundust.
Með 70 grömm
af amfetamíni
Lögregla í Minnesota
í Bandaríkjunum skoðar hvort
ákæra eigi konu fyrir að fita
gælusvín um 50 kíló á meðan
hún gætti þess fyrir samstarfs-
mann sinn. Eigandi svínsins
segir þetta vera slæma meðferð
á dýrinu.
Svínið vóg 25 kíló þegar það
fór í pössun en níu mánuðum
seinna var það orðið 75 kíló.
Eiganda svínsins er mjög annt
um það og hefur nafn þess
húðflúrað á líkama sinn. Hún
segist hafa grátið í marga daga
vegna skyndilegrar offitu
svínsins.
„Svínið er líf mitt,“ sagði
eigandinn. „Það er ekki samt og
áður.“
Lögreglu er nokkur vandi á
höndum enda málið afar
sérstakt.
Svín fitnaði um
fimmtíu kíló
Forseti Írans, Mahmoud
Ahmadinejad, varar ríki Evrópu
við að fylgja fordæmi Bandaríkj-
anna og leggja
einhliða
viðskiptahöft á
Íran.
Forsetinn
hótar því að
Íran muni svara
slíkum aðgerð-
um í sömu
mynt. „Ef
Evrópuríkin
vilja starfa með
óvini írönsku
þjóðarinnar
getum við ekki
túlkað það sem vinalega hegðun.
Við munum bregðast við því.
Evrópubúar vita vel hvað gerist í
alþjóðaviðskiptum ef Íran kýs að
bregðast alvarlega við.“
Varar Evrópu
við aðgerðum
Hotel Føroyar ****
krónur 36.167,-
Gisting í tveggjamanna herbergi
m / morgunmat.
Verð pr. per.
Farfuglaheimilið
Kerjalon
krónur 28.520,-
Gisting í tveggjamanna herbergi
uppábúið án / morgunmat. Verð pr. per.
Hotel Tórshavn ***
krónur 34.270,-
Gisting í tveggjamanna herbergi
m / morgunmat.
Verð pr. per.
sími: 482 2426 . davidsam@eyjar.is . www.faereyjaferdir.is
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Tilboðið gildir frá 26. okt. 2007 – 31. mar. 2008.
Verð með sköttum.
frá krónum 28.520,- Flug og gisting frá föstudegi til mánudags
Helgartilboð
til Færeyja í vetur
K
R
E
A
Kynbundinn launamun-
ur alþingismanna er fjögur til sex
prósent að því er rannsókn Sam-
taka atvinnulífsins sýnir. Launa-
munurinn orsakast af því að karl-
menn á þingi gegna fleiri
ábyrgðarstöðum en þingkonur og
fá því hærri álagsgreiðslur.
Meðallaun karlkyns þingmanna
eru rúmlega 602 þúsund krónur á
mánuði, en meðallaun kvenkyns
þingmanna rúmlega 34 þúsund
krónum lægri. Samkvæmt rann-
sókninni spilar starfsaldur inn í,
en þingmenn með lengri starfs-
aldur eru líklegri til að fá álags-
greiðslur, til dæmis fyrir for-
mennsku í flokkum eða nefndum.
Launakerfi þingmanna byggist
á þingfararkaupi, en þingmenn fá
álag ofan á það fyrir að gegna ráð-
herraembætti, formennsku í
nefnd eða vera varaforseti svo
fátt eitt sé nefnt. Álagsgreiðslurn-
ar eru misháar eftir embættum.
59 prósent karla á þingi eru með
álagsgreiðslur, en 49 prósent
kvenna. Í greinargerð frá Sam-
tökum atvinnulífsins segir að eina
leiðin til að leiðrétta þennan mun
sé að þingkonur fái aukna ábyrgð.
Til dæmis sé hægt að fjölga konum
sem eru formenn stjórnarand-
stöðuflokka.
Minni ábyrgð skýrir
launamun kynjanna
Auglýsingasími
– Mest lesið