Fréttablaðið - 02.11.2007, Page 16

Fréttablaðið - 02.11.2007, Page 16
Sumir heimildarmanna Frétta- blaðsins halda því fram að sala Reykjavíkurborgar og Akureyrar- bæjar á helmingshlut í Lands- virkjun hafi fyrst og fremst verið „pólitísk eignafærsla“ mánuði áður en grundvallarbreyting varð á orkumálum í landinu með sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suður- nesja (HS). Gerð var grein fyrir þessum viðhorfum í Fréttablaðinu í gær. Við söluna á hlutnum í HS hófst ferli sem að grunni til er ein af ástæðum pólitískra og viðskipta- legra átaka um málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Reykjavík Energy Invest (REI), Geysis Green Energy (GGE) og HS. Undir- liggjandi er síðan sú spurning hvort nýtingarréttur á orku- auðlindum eigi að vera í höndum hins opinbera eða hjá einkaaðilum. Landsvirkjun var verðmetin á 59 milljarða út frá forsendum sem raktar voru í Fréttablaðinu í gær. Umdeilanlegar segja margir, rök- réttar segja aðrir. Meðal þess sem innifalið er í verðinu er 68 prósenta eignarhlutur í Landsneti hf. sem starfar á grundvelli raforkulaga frá því í maí árið 2003. Hann er metinn á 4,7 milljarða. Samkvæmt því verðmati er heildarverðmæti Landsnetsins um 6,8 milljarðar. Eigendahópur Landsnets tók breytingum í september síðast- liðnum en þá varð Orkuveita Reykjavíkur eigandi 6,78 prósenta hlutar í Landsneti. Félagið hefur það hlutverk að annast flutning á raforku og kerfis- stjórnun samkvæmt lögum. Einn heimildarmanna Fréttablaðsins telur Landsneti ekki vera gert nægilega hátt undir höfði í verð- matinu. „Landsnet á flutningsvirki fyrir raforku í landinu. Hvers vegna í ósköpunum eru þau ekki metin sem meiri verðmæti en raun ber vitni?“ Þessu viðhorfi eru ekki allir sammála en flestir telja að í raun sé Landsnet „ómetanlegt“ í ljósi mikilvægis flutningsvirkja fyrir raforku. „Samfélagið reiðir sig á flutningsvirkin, bæði fyrir- tæki og fjölskyldur. Það má spyrja sig að því, hvort ekki sé tilefni til þess að taka öll málefni er tengjast flutningsvirkjum á raforku til endurskoðunar í ljósi þess að einka- fyrirtæki eiga orðið hlut í þeim,“ segir einn heimildarmanna. Eigendur Landsnets hf. eru Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins, Orkubú Vestfjarða og Orkuveita Reykjavíkur. Flutnings- virki eru að einhverjum hluta lögð inn í félagið sem hlutafé. Landsnet fellur undir það sem nefnt er „órekstrartengdar eignir“ í verðmatinu á Landsvirkjun. Matið var framkvæmt á grundvelli núvirtra áætlaðra arðgreiðslna til ársins 2019. Heimildarmenn Fréttablaðsins, sem voru vel á annan tug, voru flestir sammála um að pólitísk yfir- sýn í orkumálum „væri lítil sem engin“ eftir að ákveðið var að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til einkaaðila. Sumir telja þetta gæfuspor sem auki líkurnar á því að „raunveruleg samkeppni“ myndist á raforkumarkaði. Aðrir segja slík sjónarmið fráleit. „Þetta er einokunarrekstur og raunveru- leg samkeppni getur aldrei ríkt í svoleiðis rekstri, nema gengið sé alla leið.“ Salan á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun til ríkisins er að mati margra heimildarmanna undanfari grund- vallarbreytinga á orkugeiranum, jafnvel hlutafélagavæðingar á Landsvirkjun eða uppstokkunar á fyrirtækinu. Án þeirrar eignatil- færslu hefði ríkið ekki getað „hald- ið vopnum sínum“ nægilega vel að lokinni sölu á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja, þar sem fyrirsjáanlegt væri að „boltinn myndi halda áfram að rúlla“; það er að nýtingar- réttur á orkuauðlindum héldi áfram að fara frá opinberum fyrir- tækjum til einkaaðila. „Við sjálfstæðismenn erum á móti því að hið opinbera sé að standa í áhætturekstri,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgar- stjóri, á blaðamannafundi í Valhöll hinn 8. október þar sem mælt var fyrir því að hlutur Reykjavíkur- borgar, í gegnum OR, í REI yrði seldur á „næstu mánuðum.“ Þessi yfirlýsing borgarstjóra reyndist afdrifarík eins og fram hefur komið en hún hafði áhrif á það að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sleit meiri- hlutasamstarfi við sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Slitin varpa ljósi á augljósan pólit- ískan átakapunkt að mati margra heimildarmanna, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Spyrja má hvernig þátttaka hins opinbera á samkeppnismarkaði eigi að vera á sviði orkumála. Opinber fyrirtæki hafa tekið þátt í áhættufjárfest- ingaverkefnum í samkeppnis- rekstri um áratugaskeið, hér á landi og erlendis, meðal annars með sölu á raforku til stóriðju. Þá hafa opin- ber fyrirtæki stofnað félög með einkaaðilum á undanförnum árum með það fyrir augum að nýta endur- nýjanlega orkugjafa erlendis. Frumvarpi Össurar Skarphéðins- sonar iðnaðarráðherra er ætlað að taka á þessu umdeilda máli en stefnt er að því að taka það til umræðu og afgreiðslu á Alþingi í vetur. Landsnetið ómetanlegt en þó ekki Pólitísk og viðskiptaleg átök um orkumálefni landsmanna hafa verið í brennidepli að undanförnu. Verðlagning á flutningsvirkjum fyrir raforku, sem Hitaveita Suðurnesja á meðal annars, er eldfimt deilumál. 68 prósenta hlutur Landsvirkjunar í Landsneti hf. sem á og rekur flutningsvirki fyrir raforku í landinu er metinn á 4,7 milljarða. Stenst þessi verðmiði skoðun?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.