Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 20
fréttir og fróðleikur Stuðla að samstarfi Síðan Hæstiréttur Banda- ríkjanna heimilaði aftökur á ný árið 1976 hafa meira en þúsund dauðadæmdir fangar verið teknir af lífi þar í landi, síðustu árin nánast allir með banvænni sprautu. Sú aðferð þykir nú vafasöm og bíður úrskurðar hæstaréttar Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði nú í vikunni að fresta skyldi aftöku morðingjans Earl Wesley Berry í Mississippi. Þessi afstaða dómstólsins þykir ótví- rætt merki um að hann vilji fresta flestum aftökum í Bandaríkjunum fram á vorið. Ástæðan er sú að í vor er reikn- að með því að Hæstiréttur taki afstöðu til þess hvort framkvæmd dauðarefsinga með banvænni sprautu samræmist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Earl Wesley Berry var dæmdur til dauða árið 1988 fyrir að hafa rænt og myrt 56 ára gamla konu, Mary Bounds. Ættingjar hennar brugð- ust ókvæða við þegar tilkynnt var um úrskurð hæstaréttar seint á miðvikudagskvöld, rétt áður en framkvæma átti verknaðinn. „Þið skulið aldrei hleypa þessum manni út úr fangelsi,“ sagði eftirlifandi eiginmaður hennar, Charles Bounds, „því annars fáið þið mig. Ég mun drepa hann.“ Berry hafði reynt allar aðrar leiðir til að fá dómnum áfrýjað þar til lögmönnum hans hugkvæmdist nú síðast að leita til hæstaréttar um að fá úrskurð um réttmæti aðferðarinnar, að beita hinni ban- vænu sprautu. Mánuði fyrr, hinn 25. september, hafði Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega fallist á að taka til með- ferðar mál fanga í Kentucky þar sem úrskurðað verður um lög- mæti þessarar líflátsaðferðar. Síðan þá hefur aðeins einn fangi verið líflátinn, en Hæstiréttur hefur í þrígang stöðvað aftöku sem átti að framkvæma. Á árinu hafa auk þess yfirvöld í Kaliforníu, Illinois, Flórída og fleiri ríkjum Bandaríkjanna tekið þá ákvörðun að bíða með aftökur þar til fundin hefur verið lausn á þeim hnökrum sem komið hafa í ljós á þessari líflátsaðerð. Reynslan af banvænu spraut- unni, sem átti að vera mannúð- legri dauðarefsing en aðrar, hefur nefnilega verið sú að stundum virka lyfin ekki rétt. Dauða- dæmdir fangar hafa hvað eftir annað þurft að engjast í kvölum langa hríð áður en dauðinn misk- unnar sig yfir þá. Hugmyndin er sú að þremur efnum sé sprautað í æð fangans í þessari röð: fyrst er svæfingarlyfið natríum-thiopental notað til að svæfa fangann; næst er sprautað í hann pancuronium-brómíði sem lamar vöðvakerfið og stöðvar öndun; loks stöðvar kalíum-klóríð hjartað og fanginn deyr. Vandinn við sprautuna er meðal annars sá að siðareglur lækna banna þeim að taka þátt í að lífláta fólk. Þeir sem taka að sér fram- kvæmdina hafa oft litla reynslu og eiga erfitt með að reikna út réttan lyfjaskammt auk þess sem oft er erfitt að finna nothæfar æðar í föngum sem jafnvel hafa árum saman notað eiturlyf. Afleiðingin hefur því verið sú að stundum virka lyfin ekki eins og ætlast er til þannig að hinn dauða- dæmdi getur verið enn með með- vitund, þótt svæfingarlyfið sé byrjað að virka til hálfs, þegar næsta lyf, sem lamar vöðvana og stöðvar öndunina, byrjar að virka. Samkvæmt stjórnarskrá Banda- ríkjanna er bannað að beita fanga „ómannúðlegum eða óvenjulegum refsingum“, og undir það fellur refsing sem fólgin er í því að fang- inn eigi langt og kvalafullt dauða- stríð. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld allt frá síðustu áratug- um 19. aldar reynt að finna aðferð- ir til að lífláta dauðadæmda fanga með mannúðlegum hætti. Gamla aðferðin, henging, þótti ekki henta nægilega vel til þess að tryggja mannúðlega aftöku vegna þess hve erfitt er að meta hve löng snaran þarf að vera miðað við líkamsþyngd fangans. Stundum reyndist snaran of stutt, sem gerði það að verkum að hann kafnaði hægt í staðinn fyrir að deyja strax. Ekki þótti mikið skárra að stilla hinum dauðadæmda upp fyrir framan skotsveit. Hætta er á því að ekkert skot fari beint í hjartað, og þá er næsta víst að fanganum blæði hægt út og hann kveljist óstjórnlega á meðan. Fyrsta „nútímalega og mannúð- lega aðferðin“ var rafmagnsstóll- inn, sem fundinn var upp árið 1888 og fyrst notaður 1890. Með tíman- um kom þó í ljós að oft vantar upp á mannúðina þar líka. Iðulega þarf að gefa fanganum raflost hvað eftir annað þangað til hann deyr og dauðastríðið þykir ófagurt upp á að horfa: fanginn missir þvag og saur með tilheyrandi fnyk sem berst til áhorfenda, stundum skjót- ast augun út úr tóftunum, líkam- inn fær á sig æ rauðari lit eftir því sem hann hitnar meira og bruna- lykt berst um herbergið. Stundum kviknar í fanganum. Gasklefar áttu sömuleiðis að vera mannúðlegri en hengingin, en reynslan er sú að dauðastríðið verður oft langt og kvalafullt. Til dæmis vegna þess að fanginn reynir ósjálfrátt að halda niðri í sér andanum þegar gasið byrjar að streyma og dregur þannig and- látið á langinn. Fyrir þrjátíu árum töldu menn sig hins vegar loks hafa fundið lausnina á þessum vanda, nefni- lega banvænu sprautuna. Síðustu árin hafa nánast allar aftökur í Bandaríkjunum farið fram með þessum hætti, þótt raf- magnsstóllinn hafi einnig verið notaður í einstaka tilfellum. Í þrjá- tíu af ríkjum Bandaríkjanna er dauðarefsing eingöngu fram- kvæmd með banvænni sprautu. Aðeins í einu ríki, Nebraska, er rafmagnsstóllinn enn notaður stöku sinnum. Nú er staðan breytt. Búast má við að fáum dauðarefsingum verði fullnægt í Bandaríkjum fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp úrskurð sinn, sem væntanlega verður ekki fyrr en í vor. Flestum aftökum frestað til vors Grínframboð íhaldssamrar gervipersónu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.