Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 29

Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 29
Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylk- inguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa eftirlaunafrum- varpið ill- ræmda sem skammt- aði æðstu embætt- ismönn- um ríkis- ins, alþingis- mönnum og síðast en ekki síst ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenn- ingur í landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á Alþingi fékk frumvarp- ið þá einkunn af hálfu undirrit- aðs, að verið væri að búa til „doll- arabúð lífeyrisréttinda“ og var þar skírskotað til aðstæðna sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með aðgangi að sérstökum doll- arabúðum með lúxusvarning á boðstólum sem ekki var að finna annars staðar. Á Alþingi hefur komið til tals að breyta þessum eftirlauna- lögum lítillega og hef ég jafnan lagst gegn því og lýst yfir að kæmi fram slík tillaga myndi ég koma með breytingartillögu um algert afnám laganna. Lýta- aðgerð – breytingar til að sýnast – eru nefnilega verri en ekkert. Þær eru til þess eins að villa fólki sýn. Á Alþingi hefur til þessa ekki verið meirihluti til að rífa lögin upp með rótum. Nú kann hins vegar sá meirihluti að hafa skapast enda gefin loforð um afnám laganna af hálfu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, fyrir síðustu kosningar. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur afnemur ekki þau réttindi sem þegar hafa myndast með eftirlaunalögunum en myndi hins vegar verða til þess að koma í veg fyrir frekari eignamyndun á grundvelli þeirra. Með því að leggja frumvarp sitt fram stígur Valgerður Bjarnadóttir skref sem ég tel vera mjög lofsvert. Stundum hefur þingmálum verið hraðað í gegnum Alþingi. Þótt ég mæli ekki almennt með slíkum vinnubrögðum væri ég því fylgj- andi í þessu tilviki. Málið liggur nefnilega kristaltært fyrir. Allir ættu að gerþekkja málið enda auðskilið. Til er lífeyrissjóður sem stendur öllum hlutaðeigandi opinn, Lífeyrissjóður ríkis- starfsmanna. Hann skapar prýðileg réttindi en byggir ekki á þeirri fráleitu forréttinda- hugsun sem eftirlaunafrum- varpið var reist á. Höfundur er þingmaður VG. Gott hjá Valgerði Ítilefni af skýrslu verk-efnisstjórnar um olíu- birgðastöðina í Örfirisey er ástæða til að íhuga málið nánar. Núverandi staðsetn- ing olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey er nefnilega alls ekki besti kosturinn ef grannt er skoðað. Annar kostur er fyrir hendi sem er miklu vænlegri og frá þeim stað mætti trúlega afgreiða yfir 90% af því eldsneyti sem þörf er fyrir á öllu Suðvesturlandi án telj- andi flutninga á þjóðvegum lands- ins. Lítum á málið með opnum huga. Skýrsla samráðsnefndar samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar um framtíðarskipan flugmála rakti ýmsa kosti en forðað- ist að nefna þann kostinn sem gefur mesta mögu- leika, þ.e. Skerjalandið. Ástæðan er ekki tæknileg en virðist vera pólitísk. Hvað felst svo í Skerja- landshugmyndinni: Hugmyndin er mjög stór og felur í sér 2.300 hekt- ara af nýju landsvæði vestast á höfuðborgarsvæðinu. Fram- kvæmdin er ódýr, aðeins um 3 milljarðar. Öll tækni er vel þekkt. Næstum engin landfylling. Hug- myndin var m.a. kynnt og rökstudd í tímaritinu Arkitektúr, verktækni og skipulag, 3.tbl. 2005, bls. 55-61. og lauslega kynnt í dagblöðum. Engar tæknilegar athugasemdir eða gagnrýni hafa komið fram. Engir stjórnmálamenn hafa þorað að nefna Skerjalandið og það er ekki nefnt í opinberum skýrslum og athugunum. Skerjalandið myndi kæfa allar Vatnsmýrardeilur og gera Vatnsmýrina næsta verðlausa. Kröfur um tafarlausan flutning olíutankanna eru ástæðulausar. Málið þarf að skoða miklu betur. 1. Skammtímasjónarmið: „Sam- tök um betri byggð“ halda því fram að fjármagnstap vegna vannýt- ingar á um 150 hektara svæði Vatnsmýrarinnar nemi um 3,5 milljörðum kr. á ári. Þetta tap renn- ur út í sandinn í samanburði við Skerjalandið. Fjármagnstapið við að nýta ekki Skerjalandið, 2.300 hektara, nemur um fimmtán sinn- um hærri upphæð eða um 50 millj- örðum kr. á ári með sömu rökum. Það liggur greinilega ekkert á að rýma Reykjavíkurflugvöll og sam- göngumiðstöð í Vatnsmýrinni er í hæsta máta eðlileg. 2. Langtímasjónarmið: Skerja- landið þarf pólitískan aðlögunar- tíma vegna þess að möguleikarnir sem 2.300 hektarar lands skapa á miðju höfuðborgarsvæðinu krefj- ast verulegs pólitísks hugrekkis sem ekki er ennþá fyrir hendi. Verði flugvöllurinn fluttur úr Vatnsmýrinni einhvern tíma í fram- tíðinni má byggja nýjan flugvöll á Skerjalandinu og allt farþegaflug, innanlands- og millilandaflug flyst þangað. „Reykjavik International Airport“ verður vestast á Skerja- landinu með flugstefnur yfir sjó eða (eina) í mikilli hæð til austurs. Olíuhöfn og olíutankar koma í næsta nágrenni. Vöruflutningar og varnarmálin verða áfram á Kefla- víkurflugvelli. Á heimasíðu minni − http://brunn- ur.rt.is/bk − eru ýtarlegar upplýs- ingar um Skerjalandshugmyndina. Ég hvet til þess að borg og ráðu- neyti sýni þá pólitísku dirfsku að láta kanna alla þá stórkostlegu möguleika, sem Skerjalandið býður upp á og kynna almenningi. Höfundur er fyrrverandi prófessor og einkaflugmaður. Örfirisey, olíubirgðastöðin og framtíðarflugvöllur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.