Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 50

Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 50
 2. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið vetrarlíf SKÍÐAVERTÍÐ HEFST Í HLÍÐARFJALLI Vetur konung- ur er genginn í garð á Akureyri. Falleg snjódrífa liggur nú yfir Eyjafjarð- arsvæðinu eftir snjókomu undanfarinna daga. Þá er snjóframleiðslan hafin í Hlíðarfjalli og snjóframleiðslukerfið látið ganga allan sólarhring- inn þar sem nú er unnið hörðum höndum að því að gera skíðabrekk- urnar klárar. Vonast er til að skíðavertíðin geti hafist laugardaginn 10. nóvember. www.hlidarfjall.is Leifur Örn Svavarsson fjalla- leiðsögumaður hefur farið í nokkrar gönguskíðaferðir til Grænlands og rifjar hér upp sína fyrstu ferð þangað og upplifunina sem hann varð fyrir í landinu. „Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa boðið upp á skipulagðar göngu- skíðaferðir til Ammassalik, oft- ast í kringum páska, og stefnum við að því að fara í slíka ferð um næstu páska,“ segir Leifur en að- eins tekur einn og hálfan klukku- tíma að fljúga til Grænlands. „Í fyrstu ferðinni þangað fórum við beint úr flugvélinni inn í þyrlu sem flutti okkur í þorp sem núna er yfirgefið og heitir Kandorti- vit. Skíðunum á þyrlunni var bara tyllt niður og spaðarnir voru í gangi meðan við hopp- uðum út. Síðan hvarf þyrlan yfir höfuð okkar og skildi okkur eftir í þögn- inni þar sem við vorum komin inn í allt annan menningarheim á ótrúlega stuttum tíma.“ Leifur segir að á sama tíma og þyrlan hvarf úr augsýn hafi fólk á hundasleðum komið inn í þorpið úr veiði dagsins með fisk og seli sem gert var að fyrir utan hin örfáu hús þorpsins, í sólinni og hvítum snjónum. „Okkur fannst við vera komin áratugi aftur í tímann meðan við fylgdumst með þessu. Það var ekki bara landslagið sem var öðruvísi en við eigum að venjast með hvössum graníttindum og dal- og hvilftar- jöklum í bröttum fjöllunum, sem teygja sig sumir alveg niður í sjó. Öll menning, fólk og tungumál var þannig að okkur fannst við vera komin í allt aðra heimsálfu þrátt fyrir þetta stutta flug,“ segir Leifur og bætir því við að þetta hafi verið fyrsta upplifun hópsins af þessu svæði og hún hafi verið jafnsterk í hvert skipti sem hann hafi farið til Grænlands. „Við höfum lagað ferðir okkar að breyttum aðstæðum á Græn- landi því við hlýnun loftslagsins hefur lagnaðarísinn ekki verið nægilega traustur til ferða- mennsku milli þorpa. Nú förum við því þvert yfir Ammassalik-eyj- una á landi og gistum alfarið inni í skálum á leiðinni,“ segir Leifur og bætir því við að hápunktur ferðarinnar sé þegar stoppað er í þorpi við Sermiligaaq-fjörð- inn. „Það er mjög fallegur stað- ur þar sem gríðarlega stórir borgarísjakar berast út fjörðinn. Við gistum í tvær nætur í þorpinu þannig að við höfum heilan dag til að ganga þar um á milli jakanna og skoða landslagið í kringum þorpið.“ Leifur segist stundum velta því fyrir sér þegar hann sitji úti í snjónum, í sínum hlýjustu fötum, hvernig í ósköpunum fólk gat lifað við frumstæðar aðstæð- ur í þessu loftslagi. „Þarna hefur fólk búið kynslóð fram af kynslóð nánast við steinaldarskilyrði þar til fyrir rúmum hundrað árum,“ segir hann. „Gönguskíðaferðirnar okkar til Grænlands eru vikuferðir og há- marksfjöldi er tólf manns í hverjum hópi. Við erum með hundasleða með okkur sem taka allan farangur þannig að menn ganga bara léttir með dagsferðarbúnað fyrir dag- inn,“ segir Leifur og bætir því við að heilmikið sé fram undan hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum þannig að fólk ætti endilega að kynna sér ferðamöguleikana jafnt innanlands sem utan. sigridurh@frettabladid.is Gengið um Grænland Grænland er kjörið til skíðagöngu þar sem yfirleitt er bjart og stillt veður svo útsýni er gott að öllu jöfnu. MYND/LEIFUR ÖRN SVAVARSSON Hundasleðarnir eru gríðarlega mikið notaðir á Grænlandi enda einn fárra farkosta sem nýtilegir eru í landinu. MYND/LEIFUR ÖRN SVAVARSSON Borgarísjakarnir geta verið geysifallegir þar sem þeir gnæfa upp úr sjónum. MYND/LEIFUR ÖRN SVAVARSSON Leifur Örn Svavars- son fjallaleiðsögu- maður hefur farið nokkrum sinnum til Grænlands og segir upplifunina jafnsterka í hvert skipti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.