Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 55
læsan á menningu annarra þjóða og gerði mig þakklátari. Ég hvet alla til að fara í svona ferð. Ég er samt helvíti hrædd um að ég sé komin á fulla ferð í neyslusamfélaginu á ný en samt er ég meðvituð um það og er því stöðugt á bremsunni.“ Meðan á ferðinni stóð bloggaði Andrea. Þegar heim kom settist hún við skriftir og skrifaði bókina, Spenn- ið beltin – til Asíu með Andreu Róberts, sem kom út hjá JPV fyrir síðustu jól. „Ég er algjör busi í bókabransanum og er ekki viss um að þessi bók hefði átt að vera í jólabókaflóðinu. Kannski átti hún betur heima í jólabókafjör- unni. Bókin átti að hvetja fólk til að ferðast og í henni má finna margar gagnlegar upplýsingar um bakpoka- ferðalag. Það prumpaði einn gagn- rýnandi á bókina en Silja Aðalsteins, bókaormur Íslands, kom þá og hældi bókinni á heimasíðu sinni, www.tmm. is, fyrir það sem hún var. Silja taldi blaðamanninn ekki vera að rýna til gagns og hún var ekki ein um það, það voru margir glaðir með bókina. Samt fannst mér þessi mikli metnaður bókaútgáfunnar detta niður í kjölfarið og bókin var sama og ekkert auglýst. Ég er lítið að velta mér upp úr því hvað gerst hefur og segi sjaldan „hefði“ heldur dreg af þessu mikinn lærdóm. Ég er tilfinningahlunkur en ég meina, það eru engin leiðindi. Mér þótti ótrúlega vænt um ummæli Silju og síðan þykir mér frábært að hafa fengið bréf og póst frá fólki sem fór í ferðalag eftir mína hvatningu og sagð- ist ekki hafa getað gert það án minna ráða. Ég er þakklát fyrir þetta tæki- færi og dæmi hver fyrir sig, bókin á að vera til í betri bókabúðum. Ég útiloka ekki aðra bók en þá verður margt gert öðruvísi en ég held að ég geri bíó- mynd fyrst,“ segir hún með dularfullum rómi. „Ég hef verið að vinna að handriti í nokkur ár og verð að fara að finna mér tíma til að klára það. Geri ráð fyrir að það þarfnist andlitslyftingar þar sem það er líklega farið að slá aðeins í það.“ Hlakkar til að útskrifast Um þessar mundir er Andrea að ljúka meistaranámi í mannauðsstjórnun við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. „Námið hefur verið ótrúlega gefandi en það má kannski segja að mér hafi stundum liðið eins og fíl í kristalsverslun þar sem ein- staklingshyggja er áberandi innan mannauðsstjórnunar. Ég gef nefni- lega lítið fyrir einstaklingshyggju þar sem sumir eru jafnari en aðrir. Ég hef upplifað valkvíða þegar ég hef þurft að velja á milli spennandi námsleiða og námskeiða. Áhugasvið mitt er breitt og mig grunar að ég sé ekki hætt. Próf er ein súrsætasta tilfinning sem ég hef kynnst; eftir síðasta próf á önn eða skil á stóru verkefni fæ ég svaðalegt kikk og upplifi sæluvímu. Ég er mikið fyrir að fá tíu.“ Þrátt fyrir það er hún ekki búin að ákveða hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór. „Mig grunar að ég eigi eftir að vinna í starfsmannamálum eða við einhvers konar hönnun. Það er margt sem kemur til greina þar sem ég hef mik- inn metnað fyrir hönd míns sjálfs en einnig fyrir hönd annarra.“ Fór út af sporinu Það er vel á annan áratug síðan fót- leggir Andreu voru meðal annars vald- ir flottustu leggirnir í Fegurðarsam- keppni Íslands. Áratug síðar hefur hún allt aðrar skoðanir. „Það má frekar segja að ég hafi farið út af brautinni. Ég var helvíti gott efni í femínista en síðan grunar mig að ég hafi dottið á hausinn. Ég sé samt ekki eftir neinu sem ég hef gert því það hefur gert mig að því sem ég er í dag. Ég hefði þó stundum átt að hlusta betur á eigið brjóstvit og síðan hefði verið hel- víti huggulegt að hafa fundið orðin fyrr en það gerði ég í kynjafræðinni. Mér líður betur í eigin skinni með aldrinum og hef mikinn áhuga á að berjast fyrir viðurkenndri samfélagsstöðu kvenna og fullu jafnrétti. Samkvæmt bók- stafnum eru íslenskar konur nú vel varðar lagalega séð fyrir kynjamisrétti en niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun og bakslag. Ég sit í stjórn Uni- fem sem er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og finnst mikilvægt að leggja mitt af mörkum. Árið 2000 dóu fimm konur á Indlandi dag hvern vegna „slysabruna“ í eldhúsi sem eiginmenn eða tengdaforeldrar ollu, tvær milljónir stúlkna eru umskornar á hverju ári og talið er að ofbeldi gegn konum dragi jafnmargar konur til dauða á alheimsvísu og krabbamein. Meðan að ástandið er svona finnst mér full ástæða til að ljá krafta mína í baráttunni fyrir betri heimi.“ Þótt Andrea sé rétt skriðin yfir þrí- tugt hefur hún verið lengi í umræð- unni. Hún var mjög áberandi í skemmt- analífinu og það var varla hægt að opna blað nema að rekast á mynd af henni. „Það er ekki eins og ég hafi verið alveg: „Hei, hér er ég – taktu mynd!““ segir hún og hlær og bætir við: „Að stórum hluta held ég að þetta tengist fjölmiðlastarfinu þar sem erfitt er að neita um viðtal þegar þú vinnur sjálf við að fá fólk í viðtal. Svo stjórnar þú umræðunni ekki beint sjálf. Ég komst snemma inn á skemmtistaðina, var á undan í skóla, oftast með eldra fólki og fullorðinsleg miðað við aldur. Það var ávísun á inngöngu á skemmtistaðina. Mér finnst ég hafa verið svo lengi til. Ætli fólk haldi ekki bara að ég sé sex- tug eða eitthvað.“ Ertu hætt að djamma? „Nei, nei, en að vakna snemma um helgar er snilld og ég vil frekar eiga innileg samtöl og vera í matarboði með góðum vinum í heimahúsi eða á næsta bæ. Mitt djamm er ekki endi- lega að vera full í glansgalla í mið- bænum eða díla við slefandi fólk á skemmtistað. Það er samt nauðsyn- legt annað slagið.“ Í gegnum tíðina hefur Andrea verið fastagestur á listum yfir best klæddu konur landsins. Hún segist þó alls ekki eyða miklu í föt en henn- ar fatamottó er að föt séu ekki dýr ef þau eru bara notuð nógu mikið. „Ég kaupi alveg meiri háttar lítið af fötum. Ég breyti og hanna slatta sjálf og finnst það gaman. Er dugleg að blanda og svo er ég svo heppin að vera Þórhallur miðill þegar kemur að fötum, ég veit yfirleitt hvað er í tísku eftir tvö ár. Þannig hefur það alltaf verið og því fæ ég oft föt á mörkuðum og annars staðar á klink. Fatnaður er mjög merkingarbær og ég er meðvituð um að samfélagið tekur á móti manni á ólíkan máta eftir útliti og klæðaburði. Mér finnst gaman að vera í fötum sem ekki allir eru í, annars er ég lítið að hamast í lúkkinu og legg áherslu á þægindi. Flottasta útkoman er þegar ég tek mig til á örskotsstundu.“ Þegar hún er spurð út í hvernig við hinar eigum að vera í vetur mælir hún með fötum í anda Jacqueline Kennedy og Audrey Hepburn. Þá vitum við það! martamaria@365.is 2. NÓVEMBER 2007 | SIRKUS | BLS. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.