Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 56
BLS. 10 | sirkus | 2. NÓVEMBER 2007 HEITUSTU PIPARSVEINAR LANDSINS PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON LEIKARI Glaðlegi grínarinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur ekki enn fundið hina einu sönnu ást í lífinu. Sagt er að hláturinn lengi lífið og eitt er víst að sú heppna mun lifa vel og lengi með Pétri. Pétur hefur heldur betur slegið í gegn sem leikari og er nú tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir stjörnuleik sinn í Næturvaktinni. Pétur þykir afar heillandi og uppátækjasamur og er góður karl- kostur fyrir hverja hláturmilda konu og hver veit nema að hann bregði sér í líki villikattarins góðkunna á góðum degi, eitt er víst að sá villiköttur inniheldur ekki margar kaloríur. VIGNIR SVAVARSSON HANDBOLTAMAÐUR Hann er ekki bara handboltakappi heldur Hafnfirðingur og golfari með meiru og hefur heillað marga stúlkuna með töktum sínum innan vallar sem utan. Hann þykir með eindæmum myndarlegur og ekki spilla breiðar karl- mannlegar axlir fyrir honum. Vignir hefur mikla unun af mat og matargerð og því gæti leiðin að hjartanu farið í gegnum magann. Faðmur hans er efalaust einn af þeim heitustu á landinu og sú kona sem mun krækja í hann verður ekki svikinn enda toppleikmaður á ferð sem reikar einsamall um enn sem komið er. MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON LEIKHÚSSTJÓRI Hann er búinn að sanna sig en hann var lengi ein af vonarstjörnum íslensks leikhússlífs. Gárungar segja hann næsta Borgarleikhússtjóra en það verður tíminn að leiða í ljós. Eftir að Magnús fluttist norður um heiðar hefur aðsókn í leikhúsið þar margfaldast og þykir hann mikill kraftaverka- maður í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Svo spillir útlitið ekki fyrir honum. Sú kona sem mun vinna hug og hjarta leikhússtjórans mun eiga blómlegt og fagurt leiksvið fyrir höndum í fram- tíðinni. GUÐMUNDUR ARNARSSON, RITSTJÓRI GOLFBLAÐSINS Hann hefur ekki slegið hina einu réttu holu í lífinu enn þá en hefur sveiflu sem leynist engum þeim sem til hans þekkja. Hann þykir hrókur alls fagnaðar á mannamótum og vinirnir sogast að honum. Guðmundur er ekki bara fjallmyndarlegur heldur er hann með höfuðið rétt skrúfað á þegar kemur að húmor og orðheppni. Þeirri sem krækir í Guðmund ætti ekki að leiðast eina mínútu. KARL SIGURÐSSON BAGGALÚTUR Baggalúturinn glaðhýri, Karl Sigurðsson, eða Kalli eins og hann er kallaður, hefur boðað alla íslensku þjóðina með sér í gamlárspartí við miklar vinsældir án þess þó að rekast á yngismey sem hann hefur viljað fagna með næstu 30 áramótum eða svo. Ómþýð rödd hans og glaðleg augun bræða hverja þá konu sem kynnist Baggalútnum síkáta og ætti hann að geta sungið sig inn í hjarta hverrar tengdamóður án þess að blikna. GUÐJÓN MÁR GUÐJÓNSSON ATHAFNAMAÐUR Galdrakarlinn oftast kenndur við Oz hefur ekki framið ástargaldurinn í lífinu. Hann hefur hins vegar náð langt í tölvubransanum og hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Oz-ævintýrið leið undir lok. Guðjón festi kaup á Næpunni í Þingholtunum fyrir nokkrum misserum, sem endurspeglar fágaðan smekk hans og næmt auga. Galdrahöllin þykir eitt fegursta hús Reykjavíkur og ætti að rýma mikið af ást. JÓN ARNÓR STEFÁNSSON KÖRFUBOLTA- MAÐUR Körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson er talinn einn af efnilegustu íþróttamönnum sem Ísland hefur getið af sér. Jón Arnór hefur sagt skilið við Ameríkuna og NBA-deildina og leikur nú körfuna í mekka Húlíóanna, Róm á Ítalíu, þar sem hann gefur hinum súkkulaðibrúnu sísætu töffurum ekkert eftir. Kappinn þykir svo heillandi og myndarlegur að stúlkur hafa sett mynd af piltinum á desktoppið hjá sér og sumar hverjar hafa sofið með mynd af honum undir koddanum. FJÖLNIR ÞORGEIRSSON ATHAFNAMAÐUR Hestamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson er sannur íslenskur víkingur. Hann hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að kvennamálum og þekkir kvenmannshjartað af dýpstu raun. Fjölnir þykir herramaður af guðs náð og ekki spillir karlmannlegur vöxtur hans, sem lætur hverja konu kikna í hnjánum. Á meðan Fjölnir riddari þeytist um á hvíta hestinum einsamall ætti engin kona að örvænta. ORRI HAUKSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI Framkvæmdastjórinn Orri Hauksson kemur ár sinni vel fyrir borð hvar sem hann stígur fæti. Hann var á sínum tíma aðstoðar- maður forsætisráðherra í tíð Davíðs Oddssonar og er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Símans og er nú eigandi Tæknivara. Orri þykir einstaklega vel gefinn og kemur vel fyrir sig orði. Hann er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Duran Duran og því gæti hliðartagl og snefill af 80‘s stemningu hitt Orra beint í hjartastað. Það þýðir ekkert fyrir kvenpeninginn að kvarta yfir dræmu úrvali á markaðnum. Sirkus tók saman heitustu pipar- sveinana og eins og listinn sýnir þá eru engar smámurtur í boði heldur stórlaxar..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.