Fréttablaðið - 02.11.2007, Qupperneq 82
Afmælissýningin „George Michael í 25 ár“ var
frumsýnd á Broadway um helgina og hefur fengið
góða dóma. „Ég er búinn að vera í uppákomum á
Broadway í fjögur ár og hef aldrei upplifað annað
eins,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem syngur
lög George Michael í sýningunni. „Fólk var farið að
dansa uppi á stólum fyrir hlé og það hef ég aldrei
séð. Viðbrögðin komu okkur gjörsamlega í opna
skjöldu. Við vorum búin að halda þessu mikið til
fyrir okkur og fengum smá svartsýniskast nokkrum
dögum fyrir frumsýningu eins og gengur. Það
reyndist sem betur fer óþarft.“
Friðrik Ómar hlær þegar hann er spurður að því
hvort konur í salnum hafi rifið sig úr nærklæðunum
og fleygt þeim upp á svið. „Já, já, bæði konur og
karlar.“ Friðriki til halds og trausts er X-Factor
sigurvegarinn Jógvan Hansen. „Ég valdi hann með
mér af því við erum jafnháir,“ segir Friðrik Ómar og
skellir upp úr. „En svona í alvöru talað þá kom
enginn annar til greina. Jógvan er frábær strákur.“
Tuttugu manns eru á sviðinu á Broadway þegar mest
er; dansarar og söngvarar. „Við tókum vissa áhættu
þegar við ákváðum að gera ekki hefðbundna
Broadway-sýningu,“ segir Friðrik. „Við notum bæði
grafík og myndbönd og lögin spanna tímabilið frá
Wham! og fram til dagsins í dag. Fólk fær eitthvað
fyrir allan peninginn.“
Annars er nóg að gera hjá Friðriki Ómari, sem
syngur á balli eftir hverja sýningu með Guðrúnu
Gunnarsdóttur, er að gefa út plötu og fékk sína fyrstu
íbúð afhenta á dögunum. „Ég bý í Norðurmýrinni en
er að fara að færa mig í 101 og hlakka mikið til,“
segir Friðrik Ómar, sem er í sambúð. „Nú er bara að
drífa sig í málningargallann og fara að leggja
parkett.“
Áhorfendur upp á stóla fyrir hlé
Ítalski stórsöngvarinn
Andrea Bocelli fór á kostum
í Egilshöll í fyrrakvöld fyrir
framan á sjötta þúsund
áhorfendur. Söng hann
öll sín frægustu lög, þar á
meðal Con te partió sem
margir þekkja sem Time to
Say Goodbye.
Alls kom yfir eitt hundrað manna
fylgdarlið með Bocelli til Íslands,
þar á meðal 78 manns úr Tékk-
nesku sinfóníunni. Bocelli er
margverðlaunaður tenór og einn
söluhæsti tónlistarmaður heims
síðustu ár, enda kunnu íslensku
áhorfendurnir vel að meta undur-
fagra rödd hans.
Fyrrverandi fegurðarkóngurinn
Óli Geir Jónsson hefur ákveðið að
opna skemmtistaðinn Breiðina á
Akranesi á nýjan leik ásamt eig-
anda Trix í Keflavík. „Ég er
skemmtanastjóri Trix og verð yfir
Breiðinni líka,“ segir Óli Geir.
„Þetta er 700 fermetra staður sem
ég vissi að væri laus. Það er bara
einn lítill skemmtistaður á Akra-
nesi fyrir og það er grundvöllur
fyrir öðrum.“ Óli Geir er þó ekki
að fara út í miklar fjárfestingar
vegna nýja staðarins því húsið
verður tekið á leigu af núverandi
eiganda þess. „Það þarf að taka
þetta aðeins í gegn. Ég verð þarna
að hjálpa til, smíða DJ búr og þess
háttar. Við verðum með opnunar-
partí hinn 17. nóvember og ég
ætla að spila sjálfur þá. Svo byrj-
um við þetta á fullu með Á móti
sól og Páli Óskari þar á eftir. Þetta
verða bara endalaus partí og ham-
ingja.“
Óli Geir segist þó ekki ætla að
flytja upp á Akranes enda ætlar
hann að halda áfram starfi sínu
sem skemmtanastjóri Trix. Hann
segir að Breiðin verði opin allar
helgar. „Ég veit lítið um það hverj-
ir hafa stjórnað þessu og hvernig.
Við höfum allavega trú á þessu
enda förum við okkar eigin leið-
ir,“ segir hann.
Opnar skemmtistað á Akranesi