Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 05.11.2007, Qupperneq 2
Friðrik, var Davíð fræ / sem fékk þann dóm / að falla í jörð / en verða aldrei blóm? Tveir piltar undir lögaldri voru stöðvaðir af lögreglu við Þverás í Reykjavík um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags. Piltarnir höfðu bakkað á kyrrstæðan bíl og við athugun lögreglu kom í ljós að í bíl þeirra var mikið magn áfengis. Viðurkenndu þeir að hafa ætlað að selja það ungu fólki í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan lagði hald á áfengið. Drengirnir voru fluttir á lögreglustöð þar sem haft var samband við foreldra þeirra sem því næst komu og sóttu börn sín. Foreldrar sóttu unga sprúttsala Eigendur tveggja jarða við bakka Þjórsár hafa slitið við- ræðum við Landsvirkjun. Þeir segja tilgangslaust að reyna að semja við fyrirtækið, og saka það um að beita landeigendur þrýst- ingi við undirbúning virkjana í Þjórsá. Landsvirkjun hafnar þess- um ásökunum alfarið. „Þó að Landsvirkjun segist vera að semja við landeigendur eru þeir að gera það með afarkostum,“ segir Guðbjörg Friðriksdóttir. Hún á hluta af jörðinni Haga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur verið með sumarhús þar í um áratug. „Það er í raun verið að snúa upp á handleggina á landeigendum. Ef þeir semja ekki verður landið tekið af þeim, því Landsvirkjun á vatns- réttindin eftir því sem þeir segja,“ segir Guðbjörg. Lögmaður sumarhúsaeigend- anna hefur sent Landsvirkjun bréf þar sem fram kemur að þeir legg- ist alfarið gegn fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum við Þjórsá og mótmæla harðlega áformuðum skerðingum á lóðum þeirra vegna framkvæmda. Guðbjörg segir að hún og aðrir sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi átt einn fund með fulltrúum Landsvirkjunar. „Það er alveg gagnslaust að vera á fundum með þessum mönnum, þeir hlusta ekki á það sem aðrir segja. Þeir gera bara nákvæmlega það sem þeir vilja. Þeir sýndu okkur það sem þeir ætla að gera, við vorum einskis spurð,“ segir Guðbjörg. Eftir fundinn ákváðu tveir af fjórum eigendum sumarhúsa og lóða nærri þar sem áformað er að reisa Hvammsvirkjun að hafna fyrirhuguðum framkvæmdum, sem og frekari fundum með full- trúum Landsvirkjunar. Snúið upp á hand- leggi landeigenda Eigendur jarða við bakka Þjórsár segja tilgangslaust að ræða við Landsvirkj- un um virkjanir. Semja með afarkostum segir einn landeigenda. Þegar gerðar breytingar á virkjunum að ósk landeigenda segir talsmaður Landsvirkjunar. Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti skrapp til Tsjad í gærmorgun, átti fund með hinum umdeilda Idriss Deby forseta og hélt til baka síðar um daginn með sjö af þeim sautján Evrópubúum sem handteknir voru og sakaðir um að hafa ætlað að ræna 103 börnum til ættleiðingar. „Þeir eru frjálsir. Þetta er búið. Þetta eru málalokin,“ sagði Jean- Bernard Padare, lögmaður hinna handteknu. Hin sjö frjálsu eru þrír fransk- ir fréttamenn og fjórar spænskar flugfreyjur. Eftir sitja þó enn tíu Evrópubúar í fangelsi í Tsjad. Fólkið var handtekið 25. októb- er þegar mannúðarsamtökin L‘Arche de Zoé urðu uppvís að því að ætla að flytja 103 börn frá Tsjad til Evrópu án leyfis. Sam- tökin sögðu börnin vera frá hinu stríðshrjáða Darfúr-héraði og þeim yrði komið fyrir hjá fjöl- skyldum í Evrópu. Þegar rætt var við börnin kom hins vegar í ljós að flest þeirra höfðu búið hjá foreldrum sínum í þorpum skammt frá landamærum Súd- ans. Þetta er í annað sinn frá því Sarkozy komst til valda í vor sem hann blandar sér í deilur um afdrif evrópskra fanga í Afríku. Þeir sem enn sitja í fangelsi eru starfsmenn hjálparsamtakanna, þar á meðal sex Frakkar. Lögreglan á Grænlandi hefur stefnt danskri konu eftir að afi í bænum Qaanaaq kærði hana fyrir ærumeiðingar. Karen Littauer stýrði verkefni á vegum samtakanna Red Barnet í bænum Qaanaaq. Þegar hún sneri heim til Danmerkur sagði hún frá skelfilegum aðstæðum sem mörg börn þar byggju við. Þar á meðal var ungbarn með heilahimnubólgu. Afi þess kom því undir læknis- hendur að sögn vegna þess að foreldrarnir stóðu ekki í fæturna vegna drykkju. Þar sem Qaanaaq er lítið samfélag telur afinn að hægt sé að þekkja fjölskyldu hans af lýsingunni og því hafi Littauer vegið að æru hennar. Kærir Dana fyr- ir ærumeiðingu Met verður líklega slegið í Belgíu nú á miðvikudaginn, nema sigurvegurum þingkosning- anna í sumar takist að koma sér saman um ríkisstjórn fyrir þann tíma. Aldrei fyrr hefur landið nefnilega verið án ríkisstjórnar í meira en 150 daga. Yves Leterme, leiðtoga Kristilegra demókrata, hefur ekki enn tekist að ná samkomulagi við Frjálslynda flokkinn um stjórnarsáttmála, þótt reynt hafi verið af miklum krafti. Flokkarnir deila enn efnahags- mál, aukna sjálfstjórn handa Flandri og Vallóníu, og kjördæma- skiptingu í Brussel. Metið verður slegið í vikunni Íslensk skip veiddu 18.928 tonn af norsk- íslenskri síld í september síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Rúmlega 9.715 tonn voru veidd á norsku hafsvæði, 2.558 tonn á íslensku hafsvæði og 5.119 tonn á alþjóð- legu hafsvæði. Alls hafa verið veidd 134.014 tonn af norsk- íslenskri síld það sem af er árinu, þar af 106.760 tonn á íslensku hafsvæði eða um 80 prósent aflans. Íslensk skip veiddu í sama mánuði 1.669 tonn af úthafskarfa. Mest af aflanum fékkst á alþjóðlegu hafsvæði eða 1.305 tonn. Heildarafli íslenskra skipa er nú 19.199 tonn sem er litlu minna en í fyrra. Í september veiddust um 443 tonn af makríl og 769 tonn af kolmunna. Mest veitt í ís- lenskri lögsögu „Við höfum verið að byggja upp heilbrigðiskerfi og styðja við skóla. Þarna er verið að byggja upp þessa innviði samfélagsins,“ segir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. „Við afhend- um aldrei peninga beint yfir borðið.“ Í viðtali í Fréttablaðinu í gær sögðu Sigríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðmundsson frá reynslu sinni í þróunarverkefni í Malaví. Þau gagnrýndu að vestræn ríki dældu peningum til Afríku án árangurs. Sighvatur tekur undir það sjónarmið. „Við erum ekkert að afhenda spilltum stjórnvöldum peninga. Það er ekki okkar háttur,“ segir Sighvatur. „Við höfum óháðar úttektir á öllum okkar verkum, hvort það hafi tekist vel eða illa. Þessar úttektir hafa yfirleitt komið mjög vel út.“ ÞSSÍ rekur þróunarverkefni í sex löndum í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku. Stofnunin fer með um 35 prósent af allri opinberri þróunaraðstoð Íslendinga. „Við höfum gert talsvert af því að byggja upp gæðamál varðandi útflutningsafurðir eins og fisk,“ segir Sighvatur. „Við viljum tryggja að þessar vörur þróunarríkjanna komist á markaði, til dæmis í Evrópusambandinu. Þau eiga að fá sama markaðsaðgang og við njótum.“ Afhenda aldrei peninga beint

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.