Fréttablaðið - 05.11.2007, Síða 35

Fréttablaðið - 05.11.2007, Síða 35
Bylgja Dís Gunnarsdóttir er ung söngkona sem hefur nýverið lokið mast- ersnámi frá Royal Scott- ish Academy of Music and Drama. Annað kvöld kl. 20 fara fram í Salnum í Kópa- vogi fyrstu tónleikar Bylgju Dísar á Íslandi eftir að hún útskrifaðist. Píanóleikarinn Julia Lynch leikur með Bylgju á tónleikunum, en þær hafa mikið unnið saman í tengsl- um við námið í Skotlandi. Þær opna tónleikana með kons- ertaríu Mozarts, Ch´io mi scordi di te?...Non temper, amato bene, en þar fá bæði söngvari og píanóleikari vel að njóta sín. Vel þekktar óperuarí- ur eftir Puccini, Mascagni og Verdi verða á dagskrá, en einnig eintal og bæn úr óperunni Jenufa eftir Jan- acek sem heyrist sjaldnar á tónleikum. Nokkur yndisleg söng- lög eftir Jean Sibelius og Richard Strauss binda efnisskrána saman þetta þriðjudagskvöld. Því má gera ráð fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri kvöldstund. Almennt miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. Ung söngkona í Salnum Hópurinn sem setti galleríið Kling og Bang á stofn fyrir fáum árum er ekki aðgerðalaus þótt húsið sem hýst hafi galleríið sé nú yfir- gefið. Hljómalind mun setjast þar að tímabundið en lóðir á Lauga- veginum og gömul hús sem á þeim standa ganga nú kaupum og sölum. Kling og Bang er enn á göt- unni. Þessi átta manna hópur hefur þegar sett mark sitt á íslenska samtímalist. Hann efndi til samstarfs við Landsbankann um rekstur á Klink og Bank í gamla Hampiðjuhúsinu, hefur staðið fyrir fjölda eftirminnilegra sýninga á Laugaveginum og var nú nýlega með stóra sýningu eða projekt í Berlín. Fram undan er þátttaka í Listahátíðinni í vor og samkvæmt síðustu fréttum sam- starf um sýningarhald á Frieze í London. Frieze-hátíðinni er nýlega lokið en þar sýndi Elín Hansdóttir sér- pantað verk. Kristján Þór, tals- maður þeirra Klingara, segir hóp- inn hafa fengið boð um viðræður við Frieze á liðnu vori og hafi nýlega verið rætt við forstöðu- menn Frieze. Samhliða kaupstefn- unni er haldið úti árlega metnað- arfullu verkefni er kallast Frieze Project/commission og velja stjórnendur þess á hverju ári ákveðna samstarfsaðila, en í ár tóku einmitt m.a. Elín Hansdóttir og Richard Prince þátt í verkefn- inu og Frankfurter Kunstverein var samstarfsaðili. Þar voru líka mættir Klingarar að funda með helstu stjórnendum kaupstefnunnar þar sem Kling & Bang gallerí hefur hlotið þann mikla heiður að vera valið til sam- starfs á næsta ári. Kling & Bang verður aðalsamstarfsaðilinn og fær algjörlega frjálsar hendur um hvað hópurinn gerir og hverja hann kallar til verksins. „Þetta verður eitt af okkar stærri verk- efnum og verðum við umkringd 150 helstu samtímagalleríum í heiminum sem koma þarna saman árlega, því er ekki seinna vænna en að fara að undirbúa sig,“ segja fulltrúar Kling & Bang. „Þetta er stórkostlegt fólk sem skipuleggur Frieze Projects og eftir að hafa fundað með þeim erum við full eftirvæntingar, enda eru ekki allir sem geta starfað með okkur þar sem við erum þekkt fyrir allt annað en „playing it safe“ eins og þeir segja.“ Telja fulltrúar Kling & Bang þetta vera gífurlega mikilvægt fyrir galleríið og þá sérstaklega íslenska myndlistarmenn, þar sem Kling & Bang stefnir að því að kynna eingöngu íslenska mynd- listarmenn þar. Kling & Bang telur sig hafa gott veganesti og reynslu til að fylgja þessu verk- efni eftir, enda er ekki hver sem er valinn til samstarfs. „Þannig að við hljótum að hafa verið að gera góða hluti síðustu fimm árin sem við höfum starfað. Við vitum að margir sem hafa starfað miklu lengur en við hafa reynt margoft að komast þarna inn en án árang- urs.“ Vitað er að gallerí i8 hefur haft áhuga á að komast að á Frieze en þröng er á kaupstefnunni og hún stendur aðeins yfir langa helgi. Aðsókn að henni og vin- sældir hafa neytt aðstandendur til að endurskoða stefnuna, en svo gæti farið að hún færi fram úr ýmsum stefnum sem eru snemm- hausts í Evrópu. Kling og Bang á Frieze Morgunverðarfundur Bændasamtaka Íslands verður í Sunnusal Hótel Sögu þriðjudaginn 6. nóvember nk. frá kl. 8:15 til 10:00. Ræðumaður verður Martin Haworth, yfirmaður stefnumótunar ensku bændasamtakanna National Farmers’ Union (NFU). Hann fjallar um þróun landbúnaðar og búvöruverðs í heiminum. Hver er líkleg þróun til framtíðar? Mun eftirspurnin halda verði uppi? Hvaða áhrif eru líkleg af hlýnun andrúmsloftsins og aðgerðum til að sporna gegn henni? Haworth mun ræða um afleiðingar þurrka í Ástralíu, aukna eftirspurn í Asíu, framleiðslu á lífeldsneyti úr korni og vaxandi umhverfisvitund neytenda. Spurt verður hvaða áhrif þessir þættir hafa á framleiðslu landbúnaðarafurða í Norðvestur-Evrópu og hvar íslenskir bændur standa í umróti framtíðarinnar. Martin Haworth var í nokkur ár áhrifamikill embættismaður ESB í Brussel áður en hann réðst til NFU árið 1980. Haworth hefur gengt mörgum ábyrgðarmiklum störfum hjá NFU og annast nú stefnumótun samtakanna. Hann hefur mikla þekkingu á landbúnaðarframleiðslu og sölu afurða á evrópskum neytendamarkaði. Fyrirlestur: Hvað kostar maturinn minn á morgun? Martin Haworth, yfirmaður stefnumótunar NFU Pallborðsumræður, spurningar og svör. Þátttakendur ásamt Haworth: Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur, ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu. Daði Már Kristófersson, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum Fundarstjóri verður Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á þessum málefnum. Aðgangur er ókeypis og veitingar verða í boði bænda. Martin Haworth Salvör Jónsdóttir Sigurður Jónsson Daði Már Kristófersson Bændasamtök Íslands Hvað kostar maturinn minn á morgun? Morgunverðarfundur Bændasamtakanna 6. nóvember 2007

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.