Fréttablaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 15
kl.
08
:00
Á FÖSTUDAGINN
Okkur hefur eins og
mörgum blöskr-
að sú umræða
og sú árás sem
Bónus hefur
þurft að þola síð-
ustu daga. Þegar
við stofnuðum Bónus fyrir 18 árum
var frá fyrsta degi ákveðið að fyr-
irtækið byði alltaf vörur sínar á
betra verði en samkeppnisaðilar
þess. Þessu hefur núverandi fram-
kvæmdastjóri Bónuss, Guðmund-
ur Marteinsson, fylgt í störfum
sínum, en hann tekur í dag allar
verðákvarðanir fyrir Bónus.
Í síðustu viku hóf ríkisfjölmiðill-
inn árás á fyrirtækið og það sem
það hefur staðið fyrir frá upphafi í
skjóli nafnlausrar ásökunar. Rann-
sóknarblaðamennska RÚV leiddi í
ljós að húsmóðirin frá RÚV fékk
vörurnar á sama verði og frétta-
konan frá RÚV. Ekkert óeðlilegt
kom fram í starfsemi Bónuss.
Engar blekkingar áttu sér stað í
Bónus. Þrátt fyrir það höfum við
frá þeim tíma þurft að sitja undir
því að Bónus sé þátttakandi í ólög-
mætu samráði á matvörumarkaðn-
um hér á landi og stundi blekking-
ar gagnvart viðskiptavinum sínum.
Margir hafa fjallað um málið, án
þess að nokkuð hafi verið borið á
borð, sem staðfestir að um samráð
eða blekkingar hafi verið að ræða.
Enginn hefur komið fram undir
nafni og staðfest verðsamráð,
þvert á móti hafa þeir sem komið
hafa fram undir nafni lýst því yfir
að þeir hafi enga trú á því að sam-
ráð sé tíðkað á matvörumarkaðn-
um, sem er hið rétta í málinu.
Nafnlaust bréf sem Morgunblað-
ið birti svo ósmekklega sl. föstu-
dag er algjörlega marklaust enda
nær daglegur viðburður að ráðist
sé að fyrirtækjum okkar í nafn-
lausum dálkum Morgunblaðsins.
Frægt er þegar upp komst að rit-
stjóri Morgunblaðsins hefði brugg-
að ráð um að koma okkur feðgum
fyrir kattarnef, eins og hægt var
að lesa um í þeim tölvupóstum sem
birtir voru í Fréttablaðinu í sept-
ember 2005.
Annað sem hefur komið upp í
umræðunni er að við beitum birgja
pressu við innkaup. Það er vissu-
lega rétt. Staðreyndin er sú að við-
skiptin ganga út á að fá vörur á
sem hagkvæmasta verði á hverj-
um tíma, enda er það krafa neyt-
enda, sem fyrirtæki okkar leitast
við að uppfylla. Við getum fullyrt
að heildsöluaðilar lækka ekki verð
að eigin frumkvæði, því er eðlilegt
að tekist sé á um verð. Fyrirtæki
okkar selja mat-
vörur í Bret-
landi, Færeyj-
um, Danmörku
og Íslandi. Við
getum sýnt fram
á að samkeppn-
in er mest á
Íslandi. Inn-
flutningshöft
eru einnig mest
á Íslandi sem er
eitthvað sem þjóðin getur ekki sætt
sig við til framtíðar, enda eru þau
eina ástæðan, ásamt fjarlægð
landsins, fyrir háu matvöruverði
hér á landi.
Við erum sannfærðir um að við
værum á sama stað með Bónus í
dag þótt aldrei hefði verið tekin
verðkönnun. Við höfum ávallt rekið
Bónus með því hugarfari að neyt-
endur eigi viðskipti við okkur aftur.
Við höfum ekki rangt við gagnvart
okkar viðskiptavinum. Neytendur
vita að lægsta verðið er í Bónus,
hefur verið það og verður það
meðan við ráðum. Það kostar mikla
fjármuni í rekstri Bónuss að halda
úti umsvifamiklu verðlagseftirliti,
en með því getum við staðið undir
þeim loforðum, sem við höfum
gefið íslenskum neytendum sl. 18
ár og munum gera áfram um
lægsta verðið í Bónus. Mikligarður
féll á sínum tíma með því að villa
um fyrir neytendum í verðkönnun.
Hið sama gerði Krónan í síðustu
viku. Það var ástæða þess að Bónus
dró sig út úr verðkönnun ASÍ. ASÍ
hefur í tvö ár neitað að viðurkenna
að helsti samkeppnisaðili Bónuss
hefði rangt við í verðkönnunum,
þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar.
Skyldi það vera vegna þess að
framkvæmdastjóri ASÍ er fyrrum
stjórnarformaður Kaupás, sem
rekur Krónuna og fyrrum sam-
starfsmaður núverandi fram-
kvæmdastjóra Kaupás, hver veit?
Að lokum viljum við þakka þann
stuðning sem okkur hefur borist á
síðustu dögum frá fjölda viðskipta-
vina og núverandi og fyrrverandi
starfsmanna og fyrrverandi starfs-
manna Bónuss. Við neytendur vilj-
um við segja: gerið ykkar eigin
könnun á verðlagi í verslunum. Við
höfum engum að treysta nema
ykkur og okkar starfsfólki.
Höfundar eru stofnendur Bónuss.
Ódýrastir í átján ár
Við höfum ekki rangt við
gagnvart okkar viðskiptavin-
um. Neytendur vita að lægsta
verðið er í Bónus, hefur verið
það og verður það meðan við
ráðum.