Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 14

Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 14
greinar@frettabladid.is Undirritaður er búinn að vera leið-sögumaður í þrjátíu ár og hefur upp- lifað margs konar stjórnir í félaginu sínu. Nokkuð hefur verið spunnið í flestar. Ein hefur unnið félögum mínum meira ógagn en einbeittum andstæðingi hefði tekizt. Stundum virðist sem stjórnarfólk okkar geti vart verið skyni skroppnara um félags- mál, lausara við virðingu fyrir lögum og reglum og verr að sér í mannasiðum. Því miður ríkir stundum svipað ástand annars staðar. Ein stjórn braut félagið í tvennt og kippti burðarstólpunum undan því. Félagið varð að athlægi og ómerkingi, þegar ófaglærðu fólki var gert hærra undir höfði innan þess en upphaflegum og faglærð- um leiðsögumönnum. Engin félagsstjórn hefur komizt í pínlegri aðstöðu af eigin frumkvæði. Önnur stjórn þverskallaðist og lagði tálma í veg allra heiðarlegra tilrauna til að breyta þessari stöðu. Hún afrekaði m.a. að draga boðun fundar um úrsögn eða veru í ASÍ frá framhaldsaðalfundi félagsins í apríl til þessa dags og hann hefur ekki verið boðaður enn þá. Um miðjan október og spurði formaður félagsins, hvort ekki væri hægt að sættast á frekari frestun fundarboðunar vegna komandi kjarasamninga. Undirritaður kvaðst sér vera orðið ósárt um flest, sem snertir þetta félag, en bað formanninn um tölvupóst í þessa veru. Hann barst ekki fyrr en 2. nóvember, eftir að erindi um tafarlausa boðun fundar var sent stjórn félagsins. Þar sem pistill af þessu tagi virðist ólíklegur til að birtast óritskoðaður í fréttabréfi félagsins, telur undirritaður nauðsynlegt að koma honum á framfæri í almennum fjölmiðli, svo að hann berist sem flestum okkar íhlutunarlaust. Félagar, sem hafa nennt að fylgjast með framvindu réttindabaráttu okkar, vita, að úrsögn úr ASÍ er leiðsögumönnum nauðsynleg til framdráttar. Veran þar varð til þess, að meðvitundarlausri stjórn tókst að opna öllum aðgang að félaginu án samráðs við kóng eða prest. Mjög er efast um lögmæti þess gernings og lögfræðingaálit styður efann. Félagar eru hvattir til að leggja viðsnúningi lið og sækja fund um þetta mál, ef hægt verður að töfra fram fundarboðun. Höfundur er leiðsögumaður. Hvað er það og hvar er það? HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ Í tarlegar fréttaskýringar í síðustu viku um afmarkaða þætti í einkavæðingu orkugeirans á Íslandi vekja fleiri spurningar en svör. Það var hárrétt hjá Hannesi Smárasyni í FL-grúppunni að greina vandamál GGE og REI svo að samrunasamningur- inn stæðist þar til annað kæmi í ljós, vandi borgarstjórnar væri hik, stjórnunar- og stjórnsýsluvandi. FL-grúppan seilist leynt og ljóst inn í eignarhald og umsýslu á jarðorku hér á landi til að geta hert sókn sína í Kína, Bandaríkjunum, Indónesíu og víðar. Ef litið er yfir blaðaumfjöllun um einkarekstur í orkugeiranum undanfarin ár vakna ósjálfrátt grunsemdir um að þar hafi margt farið saman og hending ein ráði ekki: lög eru sett um samkeppni, hlutafélög stofnuð um orkuveitur, smærri veitur keyptar upp af stærri, hlutur sveitarfélaga í Landsvirkjun seldur á undirverði, Landsvirkjun selur hlut sinn GGE í reyndasta útrásarfyrirtækinu, Enex sem OR á enn hlut í. Samrunaferli GGE og REI er smurt með kaupréttarsamningum þannig að samningurinn er ógildur í fljót- ræðinu. Eins og Megas kvað: Formsatriði var ekki fullnægt. Óþarfi er að dvelja hér við tvískinnung sjálfstæðismanna til þátttöku í einkarekstri og heldur óklára afstöðu Samfylkingarinnar – enn síður hið furðulega sjálfstæði stjórnenda OR til að hygla sjálfum sér – öll sú endaleysa hefur veikt pólitíska fulltrúa í borgar- stjórn mikið og mun líklega kosta einhverja embættismenn ferilinn í opinberri þjónustu eftir stjórnsýsluúttekt. Vaknar sú spurning hvort fólk sem vasast hefur í pólitík eigi eitthvað í harðsnúna karla úr einkageiranum. Í samanburði við jaxla eins og Hannes verða blíðlyndir borgarstjórnarmenn eins og börn í höndum misindis- manna: heltekin af Stokkhólmseinkenninu. Kyndugur í öllu þessu óskýra ferli er hlutur Bjarna Ármanns- sonar: hann gengur úr Glitni með úttroðna vasa og hefur þá lagt línurnar um sérstaka orkudeild í þeirra húsum og bankinn sett fé í GGE, væntanlega undir vakandi auga hans. Áður en varir dúkkar hann upp í REI sem aðalfjárfestir og stendur hratt fyrir samruna við GGE sem stórir hluthafar í Glitni eiga. Það er mikil peningalykt í loftinu, fnykur, eins og þegar Geir gamli bræddi grútinn og Reyk- víkingar þekkja. Og nú hika sveitarfélögin á Suðurnesjum að nýta forkaupsrétt sinn í Hitaveitu þar. Hvar skyldu þau vera með viðskipti? Hafa bankar slík tök á sveitarstjórnum að þær verða að lúta hagsmunum hluthafa bankanna í óskyldum rekstri? Eign í íslenskum orkufyrirtækjum gefur einkafyrirtækjum for- skot á erlendum mörkuðum. En þær fjárfestingar þurfa þolinmóða sjóði og getur brugðið til beggja vona. Þátttaka opinberra aðila í slíkum ævintýrum gæti veitt aðgang að þolinmóðu fjármagni með lægri ávöxtunarkröfu en heimtuð er víða annars staðar. Eru skatt- greiðendur til í þá lánastarfsemi? Kapphlaupið um einkavæðingu orkugeirans er langhlaup. Verst er að ekki er alveg ljóst hverjir er liðstjórar í keppnisliðunum, hverjir setja takmörkin eða ráða reglunum, né hverjir eru styrktar- aðilar í því maraþoni. Um vélar og vélamenn Samkvæmt frétt BBC hinn 23. október hefur magn koltvísýr- ings í andrúmsloftinu aukist hraðar en Vísindanefnd Samein- uðu Þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar gerði ráð fyrir. Aukningin er 35% hraðari en á síðasta áratug 20. aldarinnar og er einkum rakin til hagvaxtar í Kína og öðrum fjölmennum ríkjum. Einnig hefur nýting á hverjum olíulítra minnkað hvað sem líður fagurgala bílaframleiðenda. Aukin losun gróðurhúsaloft- tegunda skýrir þó ekki nema 17% af þessari tölu. 18% prósent eru til komin vegna minnkandi getu jarðarinnar til að binda kolefni. Það þarf með öðrum orðum að gera miklu betur – á öllum vígstöðvum. Það þarf að auka þrýstinginn á bílaframleiðendur og herða leitina að öðrum orkugjöfum. Það þarf að minnka losun, það þarf að auka bindingu. Og það þarf að vernda regnskóga en skógareyðing veldur um 25% af losun kolefnis árlega. Ekki er nóg að binda kolefni með skógrækt eins og manni virðist að Íslendingar séu að reyna að telja sér trú um að dugi, með hinum undurþægilegu aflátsbréfum sem kennd eru við Kolvið: um leið og við endur- heimtum mýrlendi og gróður- setum tré þar sem það á við þurfum við að hætta að aka um á pallbílum og jeppum og öðrum eyðslufrekum bílum nema brýna nauðsyn beri til. Ýmislegt bendir til þess að vitundarvakning sé að verða um allan heim, sem birtist í smáu og stóru: til dæmis áhuga ýmissa Asíuþjóða á að nýta jarðvarma- orku, sem gæti orðið að veru- leika með atbeina Íslendinga ef menn hér hætta að vera svona miklir endemis klaufar við að stofna fyrirtæki. Vottur um þessa vakningu voru friðarverðlaun Nóbels til handa Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóð- anna og Al Gore fyrir málflutning hans og einkum myndina An Inconvenient Truth. Víða var þessu fagnað en Íslandsdeild Repúblík- anaflokksins brást ókvæða við. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hóf ritun greinaflokks þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að okkur bæri að láta reka á reiðanum og ekki fara í björgunarbátana fyrr en öruggt væri að við færumst. Og Egill Helgason taldi Al Gore í hópi óverðugustu verðlaunahafa allra tíma í pistli á heimasíðu sinni; fékk svo Hannes Hólmstein í þátt til sín sem sérlegan sérfræðing og ráðu- naut í loftslagsmálum. Málflutningur þessara nýkóna einkennist af stöðugu undanhaldi en þó er barist um hvert hús. Svona skrifa þeir: 1) Ég má alveg segja þetta þó það sé kannski rangt og fólk sem andmælir mér er haldið pólitískri rétthugsun og vill ritskoðun og bókabrennur. 2) Það er ekkert að hlýna í veröldinni. 3) Þó að það sé að hlýna í veröldinni þá er það ekki vegna gróðurhúsaáhrifa heldur eru þetta bara eðlilegar sveiflur. 4) Þó að það sé að hlýna í veröldinni vegna gróðurhúsaáhrifa þá er hlýnunin góð vegna þess að okkur líður vel í sólbaði og gróðurinn vex hér hjá okkur. 5) Þó að hlýnunin sé slæm er of seint að bregðast við. Það er of dýrt að hætta að nota olíu og nær að einbeita sér að því að útrýma hungri. 6) Ég má alveg segja þetta. Og svo framvegis: umfram allt úrtölumenn. Rök sín og málflutn- ing þiggja þeir einkum frá vísinda- menntuðum málaliðum banda- rískra olíurisa, en ástríðan í málflutningnum virðist vakin af löngun til að vera á móti einhverju ímynduðu „vinstra liði“. Gagnrýnin hugsun er vissulega meðal dýrmætustu eiginleika í mannlegu félagi og virðingarleysi við andleg og veraldleg yfirvöld svo sannarlega líka höfuðdyggð. En þegar vísbendingar hrannast upp um þann voða sem í vændum kann að vera þá hlýtur maður að spyrja sig hversu ábyrgur sá þjóðfélagsrýnir sé sem lætur stjórnast af allt að því barnalegum mótþróa í garð einhvers sem hann kallar „pólitískan rétttrúnað“ og hugsar málið fyrst og fremst út frá sinni eigin stöðu í stigveldi umræðunnar. Það er brýnt að ná málinu úr skotgröfum vinstri og hægri því að sjálfsögðu þarf að nýta kraft og hugkvæmni einkaframtaks og markaðslausna í samstarfi við opinbera aðila. Engum dettur í hug að telja snjóflóðavarnir eitthvert prívatmál vinstri manna. Ég man líka eftir sannfærandi greinum gegn bílbeltanotkun á sínum tíma. Sökum kunnuglegrar tilhneig- ingar til að breyta andmælendum jafnharðan í óða bókabrennara og kuflklædda pólitíska rétttrúnaðar- menn er rétt að taka fram að Egill Helgason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafa að sjálfsögðu fullan rétt til að halda fram úrtölum sínum... Þeir mega alveg segja þetta – en það er ekki heilagur réttur þeirra að við tökum mark á þeim. Úrtölumenn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.