Fréttablaðið - 05.11.2007, Qupperneq 12
Þau safna fyrir
Hjálparstarf
kirkjunnar
5. og 6. nóvember
Paratabs®
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
9
0
2
5
-
A
c
ta
v
is
7
0
8
0
0
3
Notkunarsvið:
Skömmtun:
Varúðarreglur:
Meðganga og brjóstagjöf:
Aukaverkanir:
Sigurður Líndal,
prófessor emeritus, hefur verið
ráðinn prófessor við lagadeild
Háskólans á Bifröst. Sigurður
mun kenna réttarsögu og þætti í
stjórnskipun-
arrétti,
réttarheim-
speki og
lagahugsun
auk almennrar
lögfræði og
sinna rann-
sóknum við
skólann.
„Sigurður
Líndal hefur
verið fremsti
kennari í
lögfræði hérlendis um áratuga
skeið og hann hefur kennt hér
við Háskólann á Bifröst við
frábæran orðstír,“ sagði Ágúst
Einarsson, rektor Háskólans á
Bifröst, í tilkynningu um
ráðninguna.
„Þetta mætti verða til eftir-
breytni að nýta starfskrafta
þeirra sem komnir eru yfir þau
aldursmörk sem starfsgengi
manna er oftast miðað við,“
sagði Sigurður sjálfur um
ráðningu sína en hann er 74 ára
gamall.
Segir ráðning-
una mega verða
til eftirbreytni
Stýrivextir hafa áhrif á
útlánsvexti á óverðtryggðum
lánum hjá bönkunum og má búast
við að vextirnir hækki á næstu
dögum og vikum. Útlánsvextir á
óverðtryggðum lánum hafa nú
þegar hækkað hjá Kaupþingi og
Ólafur Haraldsson, framkvæmda-
stjóri hjá SPRON, býst við að vext-
irnir hjá SPRON hækki um allt að
0,45 prósentum í næstu eða
þarnæstu viku.
„Einn banki er þegar búinn að
tilkynna hækkun. Við endurskoð-
um vexti á tíu daga fresti og ég á
ekki von á að við breytum vöxtum
hjá okkur fyrr en 11. nóvember,“
segir Ólafur.
Algengir yfirdráttarvextir á
platínu- eða gulldebetkorti eru um
19-20 prósent hjá SPRON og segir
Ólafur að algengt sé að yfirdráttar-
lán beri 17-22 prósenta vexti. Búast
megi við að stýrivextir standi fyrir
hátt í þrjá fjórðu. Við bætist kostn-
aður og fleira. Ólafur bendir á að
stýrivaxtahækkun Seðlabankans í
síðustu viku hafi takmörkuð áhrif
og komi helst niður á þeim sem séu
með yfirdráttarlán og kortalán. Þó
að innlánsvextir hækki sé það ekki
sama fólkið sem eigi innlán og
útlán í bönkunum.
Stýrivaxtahækkunin hafi „mest
áhrif á þá sem eru skuldsettari.
Flest fyrirtæki og efnameira fólk
eru komin í erlend lán og því hefur
þetta mest áhrif á þá sem síst
skyldi og eru ekki mikið að pæla í
öðrum lánamöguleikum,“ segir
hann.
SPRON endurskoðar vextina
Ákvörðun skipu-
lagsráðs Reykjavíkur um að
synja umsókn um rekstur
kaffihúss á Lokastíg 28 hefur
verið ógilt af úrskurðarnefnd
skipulags- og byggingarmála.
Eigandinn sótti um að fá að
reka kaffihús á annarri hæð
hússins þar sem áður hefur verið
söluturn á jarðhæð. Úrskurðar-
nefndin segir synjun skipulags-
ráðs ekki byggða á haldbærum
rökum. Í umsögn kemur fram að
kaffihúsið yrði með sömu aðkomu
og söluturninn og að ekki væru
líkur á auknu áreiti af vínveit-
ingalausu kaffihúsi með sama
afgreiðslutíma.
Borgina skorti
rök fyrir synjun
„Ég tel það áhyggjuefni að þeim fækki
sífellt sem búa yfir fagþekkingu á garðyrkju hér á
landi,“ segir Ingólfur Guðnason, garðyrkjufræð-
ingur á Engi í Laugarási. Hann segir að síðustu
tuttugu ár hafi nánast engin nýliðun orðið meðal
garðyrkjubænda og stöðu starfsmenntanáms í
Garðyrkjuskóla ríkisins hafi hnignað mjög,
sérstaklega eftir að skólinn var sameinaður
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
Á haustfundi garðyrkjubænda sem haldinn var í
síðustu viku var ályktun um að skorað yrði á
menntamála- og landbúnaðarráðherra um að
bregðast við hnignandi stöðu Garðyrkjuskólans
samþykkt samhljóða.
Í ályktuninni segir meðal annars að óviðunandi
ástand hafi skapast í starfsnámi í garðyrkju við
Garðyrkjuskólann á Reykjum, aðstaðan fari
hnignandi, starfsmannaflótti sé úr stéttinni, sífellt
dragi úr gæðum menntunarinnar og við þetta
dragi úr aðsókn nemenda. Sinnuleysi stjórnvalda á
þessu máli sé á góðri leið með að sundra þeim
greinum sem kenndar eru við skólann.
„Ég geri mér grein fyrir því að tilhneigingin er
sú að störfum fækkar og einingar stækka. Sem
fagmaður tel ég það þó áhyggjuefni hve þeim sem
þekkingu hafa hefur fækkað mikið,“ segir
Ingólfur.
Undir orð hans tekur Magnús Á. Ágústsson,
garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna. Hann
telur einnig að of mikil óvissa hafi skapast um
framtíð Garðyrkjuskólans og að atgervisflótti hafi
orðið meðal kennara skólans vegna ástandsins. Nú
sé svo komið að kennara vanti við skólann, einkum
á ylræktardeild. „Stjórnvöld hafa ekki sýnt nein
spil í þessum málum og enginn veit hver þróunin
verður. Það er því ekki að undra þótt fólk leiti í
önnur störf en með því hverfur mikilvæg þekk-
ing,“ segir Magnús.
Ófremdarástand í
Garðyrkjuskólanum
Á haustfundi garðyrkjubænda var ákveðið að skora á menntamála- og landbún-
aðarráðherra að bregðast við óviðunandi ástandi í Garðyrkjuskólanum. Nánast
engin nýliðun hefur orðið í stéttinni í 20 ár og því dregið úr fagþekkingu.