Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 11

Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 11
A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Þróun Kína síðastliðin sextíu ár verður til umfjöllunar í fyrirlestri sem Göran Malmqvist, einn þekktasti Kínafræðingur Norðurlanda, heldur í Háskóla- bíói kl. 16.15 á mánudag. Markmqvist er prófessor emeritus við Stokkhólmsháskóla og félagi í sænsku vísindaaka- demíunni. Í fyrirlestrinum hyggst hann fjalla um langa reynslu sína af Kína, sem hófst á námsárum hans þar 1948-1950. Að fyrirlestr- inum standa Asíusetur Íslands og Kínversk-íslenska menningarfé- lagið (KÍM). Aðgangur er öllum opinn, að því er segir í fréttatil- kynningu. Ræðir breytta ásýnd Kína Kennslukona og þrettán ára drengur sem hún hljópst á brott með voru handtek- in í Mexíkó í gær. Drengurinn er fyrrverandi nemandi kennslukon- unnar, en þau flúðu Bandaríkin þegar lögregla hóf rannsókn á hvort samband þeirra væri kynferðislegs eðlis. Kennslukonan sætir meðal annars ákæru fyrir mannrán og misnotkun á barni. Í tölvupóstum sem hún sendi drengnum kemur fram að hún hafi verið ástfangin af honum og viljað eyða með honum ævinni. Fjölskylda drengsins sakar hana einnig um að hafa keypt farsíma handa drengnum, svo að hún gæti auðveldlega haft samband við hann. Hljópst á brott með nemanda Kristján Gunn- arsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, SGS, er fullviss um að það verði algengara á íslensk- um vinnumarkaði að fyrirtæki borgi fólkinu sínu í evrum eða öðrum erlendum gjaldmiðli. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að Marel hygðist bjóða upp á slíkt um eða eftir áramót- in. „Það er óhætt að segja að þetta komi á óvart og mér finnst gleðilegt að menn séu að stíga þessi skref. Ég held að þetta eigi að auðvelda heimilunum rekstur- inn,“ segir Kristján. Gleðilegt skref stigið hjá Marel

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.