Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 6
Grafísk hönnun
FAXAFEN 10
108 REYKJAVÍK
GLERÁRGATA 36
600 AKUREYRI
WWW.TSK.IS
SKOLI@TSK.IS
SÍMI: 544 2210
Einnig læra þátttakendur að ganga frá verkefnum sínum
í Acrobat Distiller (PDF).
Námskeiðið felst í því að kynna nemendum virkni og
uppbyggingu forritanna og að nýta möguleika þeirra til
sjálfstæðra vinnubragða.
Kennslan byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum
og fá þátttakendur hagnýt verkefni í tengslum við
innihald náms.
Kennsla hefst 8. nóvember. Lengd 105 std .
Verð kr. 116.000,- Allt kennsluefni innifalið.
Vinsælt og hagnýtt
nám fyrir skapandi fólk
sem og þá sem vilja
forskot til frekara
hönnunarnáms t.d. á
háskólastigi.
Hentar einnig vel þeim
sem vilja hanna sínar
eigin auglýsingar.
Kennt er á mest notuðu
hönnunarforritin í dag
Photoshop
Illustrator
InDesign
Ónæði vegna fólks
í mikilli fíkniefnaneyslu við-
gengst í íbúðarhúsnæði á vegum
Félagsbústaða þrátt fyrir síend-
urteknar kvartanir, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins. For-
svarsmenn Félagsbústaða vilja að
nágrannar láti félagið og lögreglu
undantekningarlaust vita af ónæði
frá leigjendum því kvartanir séu
forsenda þess að hægt sé að upp-
ræta vandann. Útburðir úr hús-
næði félagsins eru oftast vegna
óreglu og ónæðis.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru dæmi um stöðuga
óreglu í húsnæði á vegum Félags-
bústaða í langan tíma. Einn við-
mælandi lýsti ástandi sem varði í
rúmt ár. Leigjandinn var í mikilli
fíkniefnaneyslu og gestir hans
einnig. Á löngum tímabilum var
húsráðandi ekki heima en óreglan
hélt samt áfram. Viðmælandi
Fréttablaðsins segir ástandið hafa
verið mjög slæmt og varð hann
vitni að því þegar fólk sprautaði
sig með fíkniefnum fyrir utan
íbúðina og brotist var inn í geymsl-
ur og þær tæmdar. Á tímabilinu
var ítrekað haft samband við
Félagsbústaði og lögreglu án þess
að viðkomandi einstaklingi væri
gert að fara.
Spurður hversu langt mál þurfi
að ganga áður en leigjendum sé
gert að yfirgefa íbúð í eigu félags-
ins segir Birgir Ottósson, for-
stöðumaður þjónustudeildar
Félagsbústaða, að verklag félags-
ins vegna brota á húsreglum sé
skýrt. Þrjú sannanleg brot hús-
reglna þurfi til að gera það að
verkum að leigusamningi sé rift.
„Þá er málið falið lögfræðingi til
að koma viðkomandi út úr hús-
næðinu með aðstoð dómstóla.
Eftir riftun tekur ferlið einn til
þrjá mánuði.“ Spurður hve lengi
vandinn geti verið viðvarandi
áður en komi að riftun samnings
segist Birgir þekkja mál sem
tekið hafi eitt ár. Það geti þó átt
sér þá skýringu að kvartanir hafi
borist yfir langt tímabil og því
hafi ekki verið brugðist við fyrr.
Á árunum 2000 til 2006 voru
íbúar bornir út úr 74 íbúðum
Félagsbústaða en slíkum tilvikum
hefur farið fækkandi með árun-
um, að sögn Birgis. Hann útilokar
ekki að 74 útburðir segi ekki alla
söguna því fólk taki sig oft á og
mál gangi ekki alla leið. „Flest
málin þar sem kemur til þess að
leigjendur eru bornir út eru vegna
óreglu og ónæðis. Það má líka
segja að í tilfelli þolandans sé einn
útburður of mikið, en við tökum
ábyrgt á kvörtunum, könnum
sannleiksgildi þeirra og
bregðumst við samkvæmt verk-
lagsreglum.“
Fólk oftast borið út
vegna óreglusemi
Óregla og ónæði í húsnæði Félagsbústaða virðist viðgangast þrátt fyrir ítrekað-
ar kvartanir nágranna. Félagið tekur ábyrgð á öllum kvörtunum og bregst við
þeim, segir forstöðumaður. Útburðir eru í flestum tilvikum vegna óreglu.
Var það rétt ákvörðun hjá
lögreglu að vísa Vítisenglum úr
landi?
Á Barði Jóhannsson erindi í
aðalkeppni Eurovision með lag
sitt Ho, ho, Ho we say hey, hey,
hey?
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Fyrirtæki í fiskvinnslu
eiga oftar tilkall til styrkja til að
borga starfsmönnum sínum í
vinnslustöðvun, samkvæmt
frumvarpi Jóhönnu Sigurðardótt-
ur félagsmálaráðherra sem lagt
var fram á fimmtudag.
Atvinnuleysistryggingasjóður
hefur hingað til takmarkað styrki
sína við tuttugu daga samfellda
vinnslustöðvun, en getur greitt
laun fiskvinnslufólk í þrjátíu
daga vinnslustöðvun ef frum-
varpið nær fram að ganga.
Hámarksfjöldi greiðsludaga á ári
verður jafnframt hækkaður úr 45
í sextíu.
Frumvarpinu er ætlað að
sporna við áhrifum vegna
samdráttar í þorskveiðiheimild-
um.
Styrkir til fisk-
verkafólks í
vinnslustöðvun
Nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins
í félagsmálanefnd vilja breyta ýmsum
atriðum frumvarps Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla.
„Það hefur verið umræða um það innan
okkar þingflokks að í ákveðnum þáttum sé
gengið fulllangt,“ segir Jón Gunnarsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, sem situr í
nefndinni. Fyrir hönd flokksins sitja einnig
Ármann Kr. Ólafsson, Árni Johnsen og Pétur
Blöndal í nefndinni, en Guðbjartur Hannes-
son úr Samfylkingu er formaður hennar.
„Menn hafa sagt að í þessu megi ekki vera
of íþyngjandi kaflar fyrir fyrirtæki til að
vinna eftir í ráðningarferli,“ segir Jón. „Það
mætti gera greinarmun á opinberum fyrir-
tækjum og einkafyrirtækjum í frumvarpinu.“
Frumvarpið kveður á um að fyrirtæki með
25 starfsmenn eða fleiri setji sér jafnréttis-
áætlun. „Þetta er hugmynd sem ég tel að
breyti litlu ef ekki er farið eftir henni,“ segir
Pétur Blöndal. „Ég vil síður lyfta refsivendin-
um, heldur frekar verðlauna fyrirtæki sem
standa sig vel með sérstakri jafnréttisvott-
un.“
Í frumvarpinu er einnig lagt til að úrskurð-
ir kærunefndar jafnréttismála verði bind-
andi. Pétur segir þetta varhugaverða hug-
mynd. „Frumvarpið leggur of miklar kvaðir á
smáfyrirtæki og ber þess merki að það sé
samið af embættismönnum, sem sjálfir hafa
greinilega ekki verið í þeim sporum að reka
fyrirtæki,“ segir Ármann Kr. Ólafsson.
„Það liggur í loftinu að þetta frumvarp
gangi svolítið langt miðað við það sem menn
gætu sæst á,“ segir Árni Johnsen. „Það þarf
bara að skoða það.“
Vilja breyta atriðum jafnréttisfrumvarps