Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 16
Njósnarinn Sidney Reilly myrtur
„Tímaritin eiga að benda
á brestina bæði í þjóð-
félaginu yfir höfuð og
líka á annmarkana á
einstökum sviðum.“
„Sandgræðsla Íslands hét þessi stofn-
un þegar hún var sett á laggirnar
fyrir hundrað árum. Við teljum að
þetta sé elsta starfsemin á sviði jarð-
vegsverndar í heiminum sem starf-
að hefur óslitið síðan,“ byrjar Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri, beð-
inn að segja í stórum dráttum sögu
Landgræðslu ríkisins sem fagnar ald-
arafmæli um þessar mundir. Heldur
síðan áfram: „Um aldamótin 1900 var
Ísland eitt fátækasta ríki í Evrópu og
ástand gróðurmála víða skelfilegt.
Eyðing skóganna hafði haft afdrifa-
rík áhrif á búsetu Íslendinga og sand-
fok og auðn var að leggja byggðir í
eyði. Þá voru það nokkrir framfara-
sinnaðir menn eins og Hannes Haf-
stein Íslandsmálaráðherra sem gerði
sér grein fyrir hvert stefndi og með
baráttu og harðfylgi fengust haust-
ið 1907 samþykkt á Alþingi lög um
skógrækt og varnir gegn uppblæstri
lands.“
Sveinn segir Hafnfirðinginn Gunn-
laug Kristmundsson hafa verið send-
an á vegum stjórnvalda til Danmerk-
ur að læra um sandgræðslu því þar
höfðu menn reynslu af slíku starfi á
jósku heiðunum. Hann kom til baka
vorið 1907 og byrjaði þá, ásamt Agn-
ari Kofoed Hansen, að leggja á ráðin
um aðgerðir. „Það var á Reykjum
í Árnessýslu sem formlegt sand-
græðslustarf hófst. Þá var ekki annað
að sjá en Skeiðin mundu leggjast al-
gerlega undir sand. Framkvæmdir
sandgræðslumála fyrstu 40 árin fól-
ust fyrst og fremst í að girða og friða
verstu sandfokssvæðin fyrir ágangi
búfjár. Síðan að hlaða varnargarða og
sáldra melfræi meðfram görðunum.
Gunnlaugur starfaði óslitið að sand-
græðslumálum í 40 ár og vann ótrú-
legt afrek. Á því tímabili var þó að-
eins varið 40-50 milljónum króna til
landgræðslu á verðlagi ársins 2006.
Það er ótrúlegt hverju frumherjun-
um tókst að koma í verk við erfiðar
aðstæður. Eitt er víst að kaupið hefur
ekki verið hátt og ekki verið dvalið
lengi í mat og kaffi.“
Faðir Sveins, Runólfur Sveinsson,
tók við sandgræðslustarfinu 1947.
Hann flutti inn grasfræ og tilbúinn
áburð, lagði áherslu á að draga úr
beit á viðkvæmu landi og nýtti þá vél-
tækni sem var að ryðja sér til rúms.
Hann féll frá 1954 og bróðir hans
Páll tók við sem sandgræðslustjóri.
Páll tók flugvélar í sína þjónustu og
það var stórt skref. Þær voru notað-
ar alveg fram á síðustu ár en nú hafa
bændur með sín tæki tekið við hlut-
verki flugvélanna og Sveinn kveðst
afskaplega ánægður með það.
„Það er mikið atriði að virkja bænd-
ur sem hafa beitarumráð yfir öllu Ís-
landi í því að endurheimta landgæði.
Árið 1990 hófst formlegt samstarf við
þá sem við köllum „Bændur græða
landið“ og í dag eru um 650 bændur
aðilar að því verkefni. Landgræðslan
hefur þannig breyst frá því að vera
framkvæmdastofnun þar sem starfs-
fólk hennar vann við að girða, sá og
bera á í stórum stíl í það að vera ráð-
gjafarstofnun fyrir landeigendur og
aðra landsmenn sem taka þátt í upp-
græðslunni.“
Lög um landgræðslu voru sett
1965. Eftir það heitir stofnunin Land-
græðsla ríkisins. „Stóra skrefið í
starfinu var þjóðargjöfin 1974,“ segir
Sveinn. „Hún hafði gríðarleg áhrif í
landgræðslu, skógrækt og rannsókn-
um því í henni fólust stærri fjárfram-
lög til þeirra mála en áður.
„Okkur telst til að varið hafi verið
14 milljörðum króna í þessi hundrað
ár til að græða landið okkar, á verð-
lagi ársins 2006. Það er nokkurn veg-
inn sama upphæð og varið var til
vegamála árið 2006.“
Sveinn segir gróður og jarðveg eyð-
ast víðs vegar um landið enn í dag.
Ástandið sé verst á hálendisbrúninni
sunnanlands og á Norðausturlandi,
það er að segja á eldfjallasvæðunum.
Þó sé í fyrsta sinn í ellefu hundruð ár
meira land að gróa upp en það sem
eyðist árlega.
„Okkar reynsla og þekking í barátt-
unni við landhnignun vekur athygli
erlendis,“ lýsir Sveinn og er ánægð-
ur með þá ákvörðun stjórnvalda að
hleypa af stokkunum landgræðslu-
skóla, þróunarverkefni í samvinnu
við háskóla Sameinuðu þjóðanna.
„Það finnst okkur stórkostleg afmæl-
isgjöf og viðurkenning á því starfi
sem búið er að vinna,“ eru lokaorð
hans í þessu spjalli.
Fyrsta síldin kom til Vest-
mannaeyja á síðustu dögum
október.
Það var Sighvatur Bjarna-
son VE 81 sem kom inn
með 900 tonn sem sjómenn
skipsins fönguðu í þremur
köstum við Grundarfjörð
á fimmtudag, en eitt kastið
var á bilinu 6-700 tonn. Að
sögn Jóns Norðfjörð, skip-
stjóra á Sighvati Bjarna-
syni, er síldin góð og falleg
ásýndum, og afar góð til
vinnslu, en Jón telur síldar-
stofninum ekki til góðs að
leyfa flottrollsveiðar og rétt
sé að veiða eingöngu í nót.
Vinna á síldaraflanum er
hjá Vinnslustöð Vestmanna-
eyja og verður unnið á vökt-
um.
Einmuna ótíð hefur verið
það sem af er hausti og hefur
valdið sjómönnum erfiðleik-
um við veiðar á silfri hafs-
ins.
Af vef www.sudurland.is
Síldin kemur til
Vestmannaeyja
Vefritið Nýmið hefur tekið
við af vefritinu Vefpúlsi
sem gefið var út af Iðn-
tæknistofnun, en það er von
Nýsköpunarmiðstöðvar Ís-
lands að Nýmið veiti lesend-
um haldgóðar fréttir og upp-
lýsingar á sviði nýsköpunar,
rannsókna og þróunar.
Nýmið kom út í fyrsta
sinn hinn 1. nóvember en
markmið þess er að koma
út mánaðarlega og skýra
frá helstu atburðum sem
við koma Nýsköpunarmið-
stöð Íslands, eins og frum-
kvöðlastarfsemi, nýsköpun,
tækni, byggingamálum,
umhverfismálum og fleiru.
Meðal efnis nú er umfjöll-
un um samkeppnisaðstöðu
Íslands, námskeið í stein-
steypufræðum, nýja útgáfu
bókarinnar Plast, átak til at-
vinnusköpunar og sérhæfð
námskeið á vegum Impru.
Þeir sem hafa áhuga á að
skrá sig og fá til sín vef-
ritið Nýmið, geta skráð
sig á póstlista á heimasíðu
Nýsköpunarmiðstöðvar Ís-
lands, www.nmi.is.
Nýmið á nýjum
miðum