Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2007, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 05.11.2007, Qupperneq 40
SMS LEIKUR Vi nn in ga rv er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Framkoma Frakkanna til háborinnar skammar Kvennadeild Iceland Express Enska úrvalsdeildin: Spænska úrvalsdeildin: Ítalska úrvalsdeildin: West Ham og Bolton skildu jöfn 1-1 í eina leik gær- dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George McCarthy kom West Ham yfir eftir 20 mínútna leik og þar við sat þangað til að Kevin Nolan jafnaði metin fyrir Bolton í uppbótartíma. „Við erum verulega svekktir og þetta voru tvö stór stig sem við töpuðum,“ sagði Alan Crubishley, stjóri West Ham, í leikslok. Gary Megson, nýráðinn stjóri Bolton, var öllu hressari í leikslok. „Þetta var stórt skref fyrir okkur og að koma á Upton Park og ná í stig á þann hátt sem við gerðum er ánægjulegt. Jafntefli eru sanngjörn úrslit að mínu mati og mér fannst við eiga skilið að jafna í lokin,“ sagði Megson í leikslok. West Ham er í 11. sæti deildar- innar, en Bolton-liðið er sem fyrr í 19. sæti þrátt fyrir að hafa nælt í jafntefli. Kevin Nolan bjargaði Bolton Jóhannes Harðarson, leikmaður Start í norsku deildinni, á ennþá eitt ár eftir af samningi sínum við liðið og telur að hann muni líklega vera áfram í herbúð- um Start þrátt fyrir að liðið hafi fallið niður um deild á nýafstað- inni leiktíð. Jóhannes er búinn að leika með Start undanfarnar þrjár leiktíðir, fyrsta árið í næstefstu deild og svo tvö ár í efstu deild, en meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá honum á síðustu leiktíð. „Ég var að ná mér eftir meiðsli þegar nýr knattspyrnustjóri tók við Start-liðinu síðasta sumar og segja má að ég hafi í raun aldrei verið inni í myndinni hjá honum. Svo þegar ég var kominn á ágætis ról eftir erfið nárameiðsl lenti ég í því að nefbrotna á æfingu og stuttu síðar tognaði ég aftan í læri. Meiðslasagan er vonandi að baki núna,“ sagði Jóhannes sem lék aðeins fjóra leiki á tímabilinu, en Start tilkynnti í gær ráðningu nýs knattspyrnustjóra hjá liðinu. „Það er búið að ráða nýjan knatt- spyrnustjóra hjá Start, sem var áður stjóri hjá Odd Grenland, þannig að ég bíð bara spenntur. Það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa og fróð- legt einnig að sjá hvar ég stend innan liðsins. Okkur fjölskyldunni líður vel í Noregi og ég geri ráð fyrir því að klára minn samning hjá liðinu og svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Jóhannes en kvað líklegt að hann myndi snúa aftur heim til Íslands og spila þar fyrr en síðar. „Ég hef heyrt af orðrómi um að ég væri á leiðinni til ÍA á ný, en það hafa ekki farið fram neinar viðræður um það og þetta nær því ekkert lengra en að vera bara orðrómur. Ég hef hins vegar full- an hug á því að spila jafnvel nokk- ur ár á Íslandi áður en ég hætti. Það virðast vera mjög spennandi hlutir að gerast í fótboltanum heima á Íslandi, með knattspyrnu- húsunum og fjölgun liðanna í efstu deild, það er því í raun frekar spurning hvenær heldur en hvort ég spila heima,“ sagði Jóhannes. Jóhannes Harðarson hefur hug á því að klára samning sinn við Start en segir það svo í raun ekki spurningu um hvort heldur hvenær hann spili á Íslandi. Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma unnu Benetton Treviso 81-85 á útivelli í ítölsku deildinni í körfubolta í gær. Jón Arnór átti fínan leik með Roma og skoraði 14 stig, tók fimm fráköst og átti tvær stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lottomatica Roma er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki. Jón Arnór góð- ur í sigri Roma Keflavíkurstelpur eru einar á toppi Iceland Express- deildar kvenna eftir 15 stiga sigur, 91-106, á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í gær. Þetta var fyrsta heimatap Hauka í deildinni í rúm tvö ár en eftir leikinn hefur Kefla- víkurliðið unnið alla fjóra leiki sína í deildinni í vetur. Keflavík náði frumkvæðinu eftir góðan endasprett í lok fyrsta leikhlutans þegar liðið breytti stöðunni úr 18-16 fyrir Hauka í 22- 27 sem var lokastaðan eftir fyrsta leikhluta. Keflavík var síðan komið 17 stigum yfir í hálfleik, 54- 37, og Haukaliðið náði muninum ekki niður fyrir níu stig, 77-86, sem var minnsti munur á milli lið- anna í seinni hálfleik. Fyrirfram var þessi leikur sett- ur upp sem einvígi á milli Keshu Watson hjá Keflavík og Kieru Hardy hjá Haukum sem báðar skoruðu yfir 50 stig í vikunni. Wat- son hafði betur í gær þótt að hún hafi skorað sex stigum minna en Hardy í leiknum því auk stiganna 34 var hún með 12 stoðsendingar og 9 fráköst og stjórnaði leik Keflavíkurliðsins af mikilli festu. Endasprettur Kieru Hardy í leiknum var all svakalegur en kom of seint. Hardy skoraði 19 af 40 stigum sínum og fimm af tíu þriggja stiga körfum sínum í loka- leikhlutanum en Keflavíkurliðið svaraði ávallt á móti og úr varð stigaveisla í fjórða leikhlutanum sem endaði 29-29. Auk Hardy sem var aðeins einni þriggja stiga körfu frá því að jafna met sitt síðan úr síðustu viku, þá áttu Kristrún Sigurjónsdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir báðar góðan leik með Haukaliðinu. Krist- rún skoraði 19 stig og gaf 5 stoð- sendingar en Unnur Tara var með 17 stig og 10 fráköst. Keflavíkurstúlkur á toppnum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.