Fréttablaðið - 05.11.2007, Page 17
Ólöf Sverrisdóttir er leikkona með meistara-
gráðu í verklegri leikhúsfræði. Hún á fallega
mynd eftir dóttur sína sem hún heldur mikið
upp á.
„Dóttir mín bjó þessa mynd til þegar hún var sex
ára og gaf mér í jólagjöf. Þetta var svo falleg lita-
samsetning hjá henni og ótrúlega flott mynd miðað
við aldur, enda hefur hún alltaf verið mjög handlag-
in,“ segir Ólöf og bætir við að myndin hafi verið
ágætis fyrirboði um framtíð litlu stúlkunnar, sem er
nú sautján ára nemi við hönnunar- og listnámsbraut
Iðnskólans.
„Mér fannst myndefnið sýna að henni leið vel úr
því hún valdi að teikna engil,“ útskýrir Ólöf, sem
reynir þó að vera ekki of háð hlutum.
„Ég hef margsinnis flutt og þá þýðir lítið að binda
sig við hluti. Ég átti einu sinni tvo uppáhaldshluti
sem ég keypti í Grikklandi og voru þetta platti og
vasi sem mér þótti afar vænt um. Svo kom einu sinni
vinkona dóttur minnar í heimsókn og þá brotnaði
vasinn og varð ég mjög sár og svekkt og lá við að ég
yrði reið út í stelpuna. Það fékk mig til að staldra við
og hugsa að þetta gengi ekki, ég mætti ekki láta hluti
skipta meira máli en manneskjuna og því borgaði
sig ekki að vera of háð hlutum,“ útskýrir Ólöf ein-
læg. Hún er með mörg járn í eldinum og hefur mikið
verið að kenna í vetur.
„Það sem er nú á döfinni er námskeið sem ég
kenni hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og hefst
það 7. nóvember. Námskeiðið er ætlað grunn- og
leikskólakennurum og þroskaþjálfum. Á námskeið-
inu verða sýndar ýmsar leiðir til að kenna börnum
að tjá sig í leik eftir þroska og getu hvers og eins,“
segir Ólöf, sem kennir einnig í Varmalandi í Borgar-
firði og í Sönglist í Borgarleikhúsinu auk þess sem
hún sér um barnastarf í Borgarbókasafninu og hefur
kennt námskeið í Mími. Í deiglunni eru svo leiklist-
arnámskeið á fjarkennsla.is og námskeið fyrir full-
orðna eftir jól.
Englagjöf frá dóttur
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Auglýsingasími
– Mest lesið