Fréttablaðið - 05.11.2007, Síða 19

Fréttablaðið - 05.11.2007, Síða 19
fasteignir 5. NÓVEMBER 2007 Fasteignasalan Remax Lind hefur til sölu mikið endurnýjað einbýlishús með innbyggðum bílskúr í Kópavogi. Á friðsælum stað við Hvannhólma í austurbæ Kópvogs er til sölu endurnýjað 262,1 fer-metra einbýlishús með stórum innbyggðum 45,3 fm bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum. Á neðri hæð er komið inn í forstofu með ljósum flísum á gólfi og fataskáp. Þaðan er gengið inn í gestasnyrtingu með innréttingu og flísum á gólfi og forstofuherbergi með parketti á gólfi og lausum skáp. Þvottahús er stórt og inn- angengt úr því í bílskúr. Inni af forstofu er einnig gengið inn í litla íbúð með eldhúsi og tveimur stór- um herbergjum. Stigi með ljósu parketti er upp á efri hæð. Þar er rúmgott, parkettlagt hol með útgengi út á sól- ríka, skjólgóða, suðurverönd og fallegan garð, sem umlykur húsið. Eldhúsið er rúmgott með snyrtilegri, upprunalegri innréttingu og kork á gólfi. Inni af eld- húsi er búr. Frá borðkrók er gengið út á norðursvalir með útsýni til Esjunnar og Úlfarsfells. Stofan er stór, með parketti á gólfi, viðarklæddum loftum og glugg- um á tvo vegu út að suður- og norðurgarði. Hjónaher- bergi er rúmgott, parkettdúkur á gólfi og fataskápur. Tvö barnaherbergi með parkettdúk á gólfi, skápur í öðru. Baðherbergið hefur verið endurnýjað, ljós- ar flísar á gólfi, ný innrétting, upphengt salerni og handklæðaofn. Lóðin er í góðri rækt, hiti í innkeyrslu í bílaplani. Húsinu hefur verið vel viðhaldið og er ný- málað að utan en stutt er í útivistarsvæði í Fossvogi. Verð: 62,5 milljónir. Í návígi við útivistarsvæði Mikill gróður umlykur einbýlishúsið við Hvann- hólma í Kópavogi. Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. F í t o n / S Í A SAMANBURÐUR Á LÁNUM MYNTKÖRFULÁN *** BLANDAÐ LÁN ** ÍBÚÐARLÁN LÁNSUPPHÆÐ 20.000.000 20.000.000 20.000.000 VEXTIR 3,9% * 4,9% * 5,95% GREIÐSLUBYRÐI**** 64.700 106.600 109.500 * M.v. 1. mánaða Libor vexti 24.07.2007. ** 50% íbúðarlán/50% erlent lán í CHF og JPY. *** Vextir á erlendri myntkörfu ráðast af veðsetningu og myntsamsetningu og eru á bilinu 3,2% til 4,3% m.v. myntkörfu 4. **** Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið, lánstími 40 ár, einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga. Reiknaðu út hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða hafðu samband í síma 540 5000. Kvistavellir 34-40 Hringdu núna! 221 Hafnarfjörður 6996165 Kvistavellir 34-40 er fjögurra íbúða raðhúsalengja á tveimur hæðum ásamt bílskúrum. Húsin verða steinsteypt á hefðbundinn hátt. Stærð húsana er 172,5 m2 og skiptist þannig: 1.hæð er 106.8 m2 þaraf er bílskúr og geymsla 35,9. 2.hæð er 65,7 m2 Húsin skiptast í forstofu með gestasnyrtingu, eldhús, hol, borðstofu og stofu. Úr stofu er gengið út í garð. Af neðri hæð er gengið upp steyptan stiga upp á efri hæð. Efri hæð skiptist í þrjú herbergi, stórt og rúmgott bað og þvottahús. Einnig eru svalir á efri hæð. Þjónusta ofar öllu Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 go@remax.is Stefán Páll Löggiltur fasteignasali RE/MAX Fasteignir Engjateig 9 105 Reykjavík Sími: 578 8800 Verð frá 36.700.000 Tilbúnar til innréttinga Afhending í júlí og ágúst 2008 Opið hús í dag frá kl 18.00 – 19.00

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.